Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 32

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 32
30 ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON ANDVARI er jafnan góður, þar sem hann er annarsvegar,“57 Síðar áttu Harpa og Hljómsveit Reykjavíkur aftur samstarf, fluttu meðal annars Örlagaljóð eftir Brahms og kantötu nr. 79 eftir Bach - í íslenskri þýðingu, Drottinn er vor skjöldur, skjól - við góðar undirtektir. Einn gagnrýnandi fullyrti að fágaður menningarblær hefði verið á tónleikunum og að hljóm- sveitin hefði „aldrei áður verið betri en hún er núna“, jafnvel þótt kórinn hefði ef til vill reist sér hurðarás um öxl með kantötu Bachs, ekki síst í daufum hljómburði Trípólí-leikhússins vestur á Melum.58 Róbert hafði allt frá komu sinni til landsins verið umhugað að kynna íslendingum tónlist sem aldrei hafði hljómað hér áður. Meðal þeirra verka sem Harpa söng í fyrsta sinn á Islandi má nefna Maríubæn eftir endurreisn- artónskáldið Jacob Arcadelt, sólarlofgjörð Músorgskíjs og Frau Musica, „alþýðukantötu“ frá árinu 1928 eftir Paul Hindemith við texta Lúthers.59 Róbert taldi tónleikana marka tímamót í flutningi nýrrar tónlistar hérlendis og skrifaði tónskáldinu stoltur að verkið hefði fundið sterkan enduróm í fjölda áheyrenda sem aldrei hefðu fyrr heyrt neitt þvílíkt, og að við- tökurnar hefðu komið sér ánægjulega á óvart.60 Með Hörpu vakti Róbert einnig athygli á erlendri grundu; hann stýrði kórnum á söngmóti norrænna alþýðukóra í Kaupmannahöfn sumarið 1946 við góðan orðstír.61 Með tíð og tíma fjölgaði verkefnunum og Róbert virtist með eljusemi sinni og innblæstri geta töfrað músík út úr svo að segja hvaða mann- eskju sem var. Karlakór iðnaðarmanna varð til að frumkvæði nokkurra nemenda við Iðnskólann í Reykjavík haustið 1932 og hafði frá upphafi starfað undir stjórn Páls Halldórssonar. Hann taldist síður en svo til fremstu sönghópa bæjarins, en eftir að Róbert tók við taumunum var eins og ekkert væri piltunum um megn. Að loknum fyrstu tónleik- unum undir stjórn Róberts í janúar 1944 gat Emil Thoroddsen þess sérstaklega að söngstjóranum hefði „tekist á skömmum tíma að gera úr Karlakór iðnaðarmanna kór, sem er fær um að leysa hin erfiðustu verk- efni af hendi með mestu prýði, og var þetta þó áður kór, sem virtist ekki hafa nema miðlungs þróunar-möguleika“.62 Enn sem áður var nýnæmi að verkefnavalinu, því að Róbert lét kórinn ekki aðeins syngja smálög eins og áður hafði tíðkast heldur stór og metnaðarfull verk eins og Alt- rapsódíu eftir Brahms og fangakórinn úr Fídelíó, óperu Beethovens. Ekki var síður metnaðarfull söngskráin í Gamla bíói vorið 1947, þegar meðal annars var sungið Uppruni eldsins (Tulen synti) eftir Sibelius og upphaf óratóríunnar Ödipus konungur eftir Stravinskíj. Það var hvorki meira né minna en í fyrsta sinn sem á hérlendum tónleikum heyrðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.