Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 130
128
JON Þ. ÞOR
ANDVARI
Stutt kennslubók í íslendinga sögu fyrir byrjendur og var einkum ætluð til
kennslu í barnaskólum. Hún var gefin út þrívegis og mikið notuð í skólum á
fyrri hluta 20. aldar.
Að meistaraprófinu loknu árið 1890 hafði Bogi fleiri áætlanir á prjónunum
en að skrifa viðamikla sögu íslendinga. Hann hugðist skrifa doktorsritgerð,
sem bendir eindregið til þess að hann hafi stefnt á embætti við háskólann. I
því efni hugðist hann fara svipaða leið og Valtýr Guðmundsson hafði gert
fáeinum árum áður, þ.e. að auka og dýpka meistaraprófsritgerðina svo úr yrði
bók sem hann gæti lagt fram til doktorsvarnar. Meistaraprófsritgerð Boga
fjallaði um verslun á Islandi og utanríkisviðskipti Islendinga á þjóðveldisöld
og hlaut rannsókn á því viðfangsefni vitaskuld að fara saman við ritun heild-
arverksins um sögu Islendinga.
En það átti ekki fyrir Boga að liggja að verða doktor. Hann var kominn
vel á veg með ritgerðina síðsumars árið 1897. Þá bárust honum frá íslandi
fregnir af frumvarpi Valtýs Guðmundssonar um breytingar á stjórnarskránni
og viðbrögðum alþingismanna við því. Að eigin sögn varð Boga svo mikið
um þessar fréttir, að næstu mánuði og ár tók baráttan gegn Valtýskunni hug
hans allan. Hann lagði doktorsritgerðina á hilluna og aldrei varð af því að
hann legði hana fram til doktorsvarnar. Hann tók hins vegar aftur til við hana
löngu seinna og svo virðist sem hún sé a.m.k. stofninn að ritgerð, sem bar
yfirskriftina „Ferðir, siglingar og samgöngur milli íslands og annara landa á
dögum þjóðveldisins“ og var gefin út í IV. bindi Safns til sögu íslands, sem út
kom á árunum 1907-1915. Þetta er feikilöng og ýtarleg ritgerð, 325 blaðsíður
í Skírnisbroti, og mjög fróðleg aflestrar.19
Fræðimennskan var aðalstarf Boga í fjóra áratugi en hann hafði fleiri
járn í eldinum á þeim vettvangi en söguritunina eina. Hann var starfsmaður
í Ríkisskjalasafni Dana á árunum 1893 til 1903 og styrkþegi Árnasafns í
Kaupmannahöfn frá 1896 til 1912. Hann tók virkan þátt í íslenskum stjórnmál-
um um langt skeið og sat á alþingi fyrir Árnesinga árið 1893. í Kaupmannahöfn
vann hann mikið fyrir Hafnardeild Hins íslenska bókmenntafélags, en þegar
hún var lögð niður árið 1911 beitti hann sér fyrir stofnun Hins íslenska fræða-
félags í Kaupmannahöfn, sem enn starfar, og var forseti þess frá stofnun,
árið 1912, og til dauðadags. Á dögum Boga hafði félagið margvíslega útgáfu-
starfsemi með höndum, gaf út Arsrit, sem hann ritstýrði og skrifaði mikið í,
og árið 1913 hóf það útgáfu Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Bogi og Finnur Jónsson önnuðust útgáfuna og það kom einkum í hlut Boga
að búa jarðabókina til prentunar, Finnur kvaðst einungis hafa lesið prófarkir.
Þegar Bogi féll frá voru komin út fjögur bindi.