Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 77
andvari
DR. HALLGRÍMUR SCHEVING
75
brottrekstri skólapilta og að vinátta Bjarna og Hallgríms hafi þrátt fyrir þetta
haldist óbreytt. Fyrirmenn, kennarar, skólasveinar og líf þeirra hafa vafalítið
verið gott frétta- og slúðurefni bæði hjá landpóstum á ferðum þeirra um landið
sem og vermönnum. Skólasveinar hafa trúlega hreykt sér af viðureigninni við
yfirvöld þegar heim var komið, ekki síst vegna þess að þeir höfðu haft betur.
Jón Þorkelsson segir í ritgerð um Hallgrím að faðir sinn hafi sagt sér marg-
ar merkilegar sögur af honum. Samkvæmt sögu sem Jón lét fylgja með grein-
inni, gat Hallgrímur verið hæðinn við nemendur:
Það hafði verið vani hans í kennslustundunum að gera mönnum minnistæð „göt“ þau, er
þeir sögðu, með því að gera þau hlægileg. Hafði hann þá oft í byrjun látið sem rétt kynni
að vera: „Það er víst rétt“, og látið svo hinn þylja áfram og sagði þá stundum „áfram!
plura! plura!“, eða þegar fram af honum gekk sagði hann „sequens", það er að skilja, að
sá næsti skyldi taka við. Til er baga úr Bessastaðaskóla, sem að þessu lýtur:
Sifjamentum Sœmundum
sýndist vera hart um,
er hann nefndi aoristum
á dögunum quartum.
Es ut soles indoctus,
engin cura, cura\
emprosþen er aoristus;
áfram! plura! plura!21
Fleiri frásagnir vitna um hve máttugur agi Hallgríms var og að skólasveinar
settu sig ekki upp á móti honum. Mörg minningarbrot skólasveina falla að
lýsingu Páls Melsteð á Hallgrími. Þau gefa okkur mynd af gáfuðum manni
sem var afar agaður og vandlátur, ekki síst við sjálfan sig.
Dr. Scheving var góður gáfumaður, og það, sem oss virðist einkennilegt við gáfnafar
hans, var, ekki það, hversu gáfur hans voru ljósar og liprar, fjölhæfar og fljótskarpar,
heldur hitt, hve hugsunin var staðgóð og traust og djúp, skilningurinn hvass, minnið
trútt lengi fram eftir ævi, svo og tilfinning hins fagra næm og vandlát. ... Að lunderni
var hann alvörugefinn, þéttlyndur, einarður og kjarkmikill; tryggðatröll við vini sína
og fornmannlegur í allri reynd, fáskiptinn, sótti lítið annarra fund, og var fámáll í
margmenni, en viðræðubezti maður og skemmtinn í orðum í fámenni og heima fyrir.
Hann var skylduræknasti maður og vandlátur kennari, og hin öruggasta stoð skólans
alla þá stund, sem hann var við hann riðinn.22
Þrátt fyrir strangleika í kennslu fylgdi föðurleg umhyggja Hallgríms nem-
endum alla leið til Kaupmannahafnar og greinilegt að hann kom upp í
huga þeirra við mismunandi aðstæður ytra. Þegar þeim gekk illa í prófum í
Kaupmannahöfn óttuðust þeir helst hvað það myndi hryggja gamla kennar-
ann. Þeir skólasveinar sem kynntust honum á efri árum fengu aðra sýn á hann
og var hann gjarnan kallaður Skeving gamli meðal þeirra. Benedikt Gröndal