Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 58

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 58
56 ÁRNl HEIMIR INGÓLFSSON ANDVARI Hann hafði líka gaman af að gefa hlutum og fólki ný nöfn; hann var Úddi, hún Gríður eða Grieschen, sonurinn Tumi, heimilisbíl- m / arnir Mikosch (af gerðinni Tatra) og síðar Udínó (Volkswagen-bjalla). Guðríður var bílstjórinn á heimilinu, keyrði þá fóstbræður Mikosch og Údínó um götur bæjarins en húsbóndinn sat í farþegasætinu með skóla- töskuna í fanginu, úttroðna af pípum og partítúrum. Hann hafði óþrjót- andi fróðleiksfýsn og gekk sjaldnast milli staða án þess að glugga í bók; annað hefði verið tímasóun. Sem fræðimaður var hann sískrifandi og punktaði athugasemdir sínar niður í óteljandi gormabækur. Þær hafa nú flestar verið afhentar Þjóðskjalasafni Islands til varðveislu ásamt öðrum heimildum sem enn á eftir að rannsaka af kostgæfni.130 Nemendum Róberts ber saman um að hann hafi verið kennari af lífi og sál. Hann var gæddur smitandi orku, hafði hrífandi og skemmtilega frásagnargáfu, hafði lag á að útskýra flóknustu hluti hvort sem það var fyrir þétt setinni kennslustofu eða fyrir heimilisfólki í eldhúsinu á Hjarðarhaganum. Hann átti sér líka þá ástríðu að mennta alþýðu manna, að ljúka upp undraheimum tónlistarinnar fyrir fólki sem hafði ekki fyrr séð þangað inn. Hann gat tekið upp á því að að bjóða póst- burðarmanninum eða skósmiðnum sem rak verkstæði skammt frá, inn í stofu á Hjarðarhaganum og leika fyrir þá brot úr Meistarasöngvurum Wagners eða einhverju álíka stórvirki tónlistarsögunnar. Róbert var kröfuharður kennari. Stefán Edelstein minnist þess að hann hafi átt það til að snúa upp á eyrað á honum þegar honum líkaði ekki spilamennskan.131 En alltaf voru tímarnir hjá Róbert töfrastundir og hann hafði einstakt lag á því að hvetja nemendur sína áfram með sinni eigin hrifningu. Hann átti það jafnvel til að verða svo uppnuminn yfir einum hljómi eða laglínu í verki sem nemendur hans höfðu stúd- erað að hann hljóp niður til Guðríðar og linnti ekki látum fyrr en hún hafði einnig heyrt þessa óumræðilegu fegurð. Hann var næmur á ungt fólk og átti auðvelt með að setja sig inn í hugarheim þess og glæða með því áhuga á tónlistinni. Hann bjó yfir óvenjulegu ímyndunar- afli sem gat örvað huga barnsins. Þorgerður Ingólfsdóttir hafði verið nemandi Róberts í tvö ár þegar henni barst óvænt á níu ára afmælis- dag sinn umslag með pósti. Framan á stóð nafn viðtakanda, ritað með fallegri handskrift og marglitum blýöntum, en á bakinu mátti lesa: „Georg Friedrich Hándel / Himnaríki“. í umslaginu var nótnabók með einföldum píanólögum þýska meistarans, sem lét sig framfarir íslenska píanónemans greinilega miklu varða handan við móðuna miklu.132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.