Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 148

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 148
146 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI En það er sem menn hafi einnig séð óhóf hjá Dickens í sjálfu umfangi skáld- sagna hans. Tólf ár liðu uns næsta bók kom út undir nafni hans á íslensku, en það var nóvellan Góða stúlkan í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar kennara, en hún hafði birst fyrr á sama ári (1918) sem framhaldssaga í Heimilisblaðinu. Hér hafa orðið samskonar mistök og við birtingu þriggja áðurnefndra sagna í íslendingi. Þessi saga, sem nefnist á frummálinu „The Sickness and Health of the People of Bleaburn“, hefur greinilega verið þýdd úr vikuritinu Household Words, þar sem hún birtist í maí og júní 1850. Greinilega hefur verið talið líklegt eða áreiðanlegt að Dickens hefði samið hana sjálfur, en sagan er í reynd eftir annan merkan höfund, Harriet Martineau.17 Valið á þessari sögu til þýðingar sýnir að sem fyrr virðast menn leita að frásögnum Dickens sem eru handhægari en hinar stóru skáldsögur hans. Það liðu nokkur ár uns Oliver Twist var fylgt eftir með annarri skáldsögu, en það var David Copperfield sem birtist í íslenskri þýðingu Sigurðar Skúlasonar árið 1933 og hún var end- urprentuð 1964. í þeirri sögu er að finna eina minnisstæðustu aukapersónu Dickens, herra Micawber, sem sveiflast stöðugt og iðulega frá lífsgleði til örvæntingar, og gengur misjafnlega að fóta sig á samfélagssvellinu og lendir m.a. í skuldafangelsi. Frásögnin er brydduð gamansemi og Micawber er upp- spretta skops og léttleika í verkinu og það fer vel fyrir honum að lokum. Dickens hafði horft á eftir föður sínum í skuldafangelsi og sú stofnun átti eftir að birtast í mun skuggalegra samhengi síðar á ritferli hans, einkum í skáld- sögunni Little Dorrit, þar sem skuldafangelsið verður að segja má táknmynd rótgróinnar meinsemdar í bresku samfélagi. Þótt persóna Micawbers komist þokkalega til skila í íslensku þýðingunni á David Copperfield, verður hið sama ekki sagt um ýmsa aðra þætti í verk- inu eða um verkið í heild sem skáldsögu. Sagan er verulega stytt og í vissum grundvallaratriðum annað verk en það sem Dickens samdi. Þýðandi segir um þetta í formála: „Sögur Charles Dickens voru yfirleitt mjög langdregnar og svo er um Davíð Copperfield. Skáldið sá svo glöggt og þurfti frá svo mörgu að segja, að það gat ekki takmarkað sig. En meðal annars af þessum ástæð- um hefur verið tekið upp það ráð í seinni tíð, að gefa út eins konar útdrætti við unglinga hæfi úr skáldsögum Dickens. Þar er séð svo til, að allir helztu atburðir sagnanna séu tilgreindir og atburðarásin raskist ekki, en jafnframt er reynt að varðveita sem bezt frásagnareinkenni höfundarins sjálfs. Slíkar útgáfur við unglinga hæfi geta verið ágætar, ef vel er til þeirra vandað. Án þeirra er við búið, að yngsta kynslóð vor, sem ekki hefir tíma né tækifæri til að lesa nema örlítið brot af samtíðarbókmenntum sínum, mundi fara á mis við ýmislegt það bezta úr bókmenntum horfinna alda, sem að öðrum kosti væri henni of fjarlægar og torlesnar. En slíkir útdrættir eða endursagnir eiga líka að geta orðið til þess að vekja hjá lesendum áhuga fyrir því að ráðast síðar í að lesa verkin í heildarútgáfu á frummálinu.“18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.