Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 8
6
GUNNAR STEFÁNSSON
ANDVARI
ríkisstjórn hefur, hvað sem um hennar verk verður annars sagt, ekki óttast
slíkt, eins og fiskveiðistjórnarmálið og ESB-aðildarumsóknin sanna, sem hún
hefur sett á dagskrá auk stjórnarskrárinnar. Nú hefur verið ákveðin ráðgef-
andi atkvæðagreiðsla um stjórnarskrána 20. október, þar sem spurt verður
hvort kjósendur vilji að vinna stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar við
samningu nýrrar stjórnarskrár. Að öðru leyti verður spurt sérstaklega um af-
stöðu kjósenda til nokkurra grundvallarmála. Verður sú atkvæðagreiðsla að
baki þegar þetta Andvarahefti kemur út.
Síðan standa fyrir dyrum þingkosningar á vori komanda. Það er því margt
óljóst um framvindu hinna örlagaríkustu þjóðmála um þessar mundir.
*
Forsetakosningar fóru fram á þessu ári. Engin mörk eru sett í stjórnarskrá
eða lögum hve lengi sami maður megi sitja á forsetastóli, en fram til þessa
hefur enginn verið þar lengur en sextán ár, fjögur kjörtímabil. Svo brá við
að núverandi forseti íslands braut þá hefð, eins og hann hefur breytt ýmsu
öðru um framgöngu forsetans frá því sem fyrr hafði tíðkast. Forsetinn hefur
tekið til máls um ýmis umdeild þjóðmál og þrívegis neitað að staðfesta lög
frá Alþingi eins og kunnugt er. Olafur Ragnar Grímsson bauð sig fram til
embættisins í fimmta sinn. Hann hafði orðið að sæta miklum mótbyr á síð-
asta kjörtímabili sem hófst með hruninu og var þá ótæpt rifjaður upp hinn
virki stuðningur forsetans við útrásarvíkinga og lofræður hans um einstæða
hæfni þeirra og hugdirfð. En Olafur Ragnar tók Icesave-málið upp á arma
sína og gaf þjóðinni tvívegis kost á að greiða atkvæði um samninga stjórn-
valda um það og voru þeir í bæði skiptin kolfelldir. Rétti forsetinn hlut sinn
hjá almenningi nokkuð með þessu. Samt leit svo út í upphafi kosningabar-
áttu að hann kynni að lúta í lægra haldi fyrir ungri sjónvarpskonu, Þóru
Arnórsdóttur. Aðrir mótframbjóðendur fengu sáralítið fylgi. Er Þóra fyrsti
frambjóðandi í forsetakjöri sem hefur virst eiga einhverja möguleika á að
fella sitjandi forseta. Niðurstaðan varð hins vegar að hún hlaut þriðjungs-
fylgi, en Ólafur Ragnar liðlega helming greiddra atkvæða sem var meiri
háttar sigur miðað við aðstæður. Hann lagði á það megináherslu í kosninga-
baráttunni að sér væri treystandi til að tryggja beint lýðræði í landinu með
því að synja stórum ágreiningsmálum samþykktar. Þetta hreif. Að óbreyttri
stjórnarskrá er ólíklegt að nokkur frambjóðandi nái kjöri til embættis forseta
nema hann lýsi afdráttarlaust yfir að hann muni beita málskotsréttinum ef
svo ber undir.
Samkvæmt könnunum sem gerðar voru hafði mjög skipt um í liði stuðn-
ingsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar frá því sem áður var, ef litið er til
stjórnmálaafstöðu. Þeir sem áður höfðu verið honum harðlega andsnúnir kusu
hann nú í stórum stíl, en margir gamlir stuðningsmenn sneru hins vegar við