Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 176

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 176
174 HJALTI HUGASON ANDVARI slíkri neikvæðni segir hann „okkur“ gera hvert öðru lífið „miklu súrara og leiðara og þyngra er [svo] vera ætti“ í stað þess að vera „miskunnsamir og sáttgjarnir og fúsir á að fyrirgefa,“78 Siðfræði Bjarna tók líka á sig hagnýtari svip. I fjórðu hugvekju sinni fjallar hann til dæmis um siðfræði skemmtunar- innar. Þar segir hann fólk hafa frelsi til að skemmta sér en þó með ákveðnum takmörkunum og skilyrðum: skemmtanirnar máttu ekki verða of dýrar, þær máttu ekki verða til að eyða tímanum um of frá því sem nytsamlegt væri og þær máttu ekki leiða til fíknar — „þær mega ekki vera lagaðar til þess að tæla oss eða lokka til syndar, sem að síðustu kemst upp í vana“.79 Þarna má segja að fram komi hefðbundin siðfræði mótmælenda sem boðar hófstillingu og iðjusemi. Ekki skal getum leitt að hvað Bjarni hafði í huga varðandi síðast talda atriðið eða hvort hann taldi sjálfan sig lifa fyllilega í anda þess, en ævi- söguritari hans víkur víða að drykkjuskap hans sem hugsanlega ágerðist með aldrinum og kann að hafa komið niður á starfi hans.80 Hér skal Bjarna ekki legið á hálsi fyrir breyskleika sem alla getur hent heldur aðeins bent á sístæð- an vanda prédikara sem talar tæpitungulaust og grípur á mannlegum vanda. Vissulega má taka undir þá niðurstöðu ævisöguritara Bjarna, Viðars Hreins- sonar, að Bjarni hafi boðað hefðbundinn kristindóm og af orðum hans megi ráða að þar tali maður er taki trúna alvarlega. Síðan er áhorfsmál hvenær slík trúaralvara geti talist „ströng“ og hvort sá strangleiki einkenni þá fremur prédikarann, í þessu tilviki Bjarna Þorsteinsson, sérstaklega eða hvort þar sé fremur um að ræða stríða tóna sem beri að rekja til klassískrar lútherskrar guðfræði eða vakningarboðskapar sem á henni er byggður. Hvað sem því líður má staðsetja Bjarna Þorsteinsson svo á litrófi íslenskrar guðfræði um miðbik þriðja áratugar 20. aldar að hann hafi guðfræðilega séð verið á öndverðum meiði við t.d. Þórhall Bjarnarson og Harald Níelsson enda var Bjarni af allt öðru sauðahúsi en þeir hvað „guðfræðikúltúr" áhrærir. Með því orði er vísað til þess margháttaða munar sem var á þeim er numið höfðu við Prestaskólann eins og Bjarni Þorsteinsson og hinum sem kynnst höfðu fræðilegri guðfræði við Hafnarháskóla. Það er svo opin spurning hvernig skýra beri mótsögnina milli lofsyrða Bjarna um hugvekjusafn Páls í Gaulverjabæ og þeirrar guðfræði sem hann gerðist talsmaður fyrir í húslestrarbók Prestafélagsins: Gerðist hann íhaldssamur með árunum í trúarefnum líkt og svo mörgum öðrum? Varð hann fyrir afturhvarfi? Var það stundarhrifning sem réð ferð í ritdómi hans? Eða var hann aðeins reikull í rásinni þar sem hann skorti alla guðfræðilega undirstöðu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.