Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 161

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 161
ANDVARI BRAUTRYÐJANDI, ELDHUGI OG TRÚMAÐUR 159 var aftur á móti talinn aðhyllast svokallaða „einkatrú“, en þar er átt við fólk sem ekki hafði þörf fyrir að deila trú sinni með öðrum, iðka hana í samfélagi eða aðhylltist fastmótað kenningakefi.12 Um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar var dulræn reynsla íslendinga, trúarviðhorf þeirra og þjóðtrú könnuð. Þá skar spurning um framhaldslíf sig úr öðrum í könnuninni. Hátt í 90% þjóðarinnar voru þá opin fyrir trú á framhald lífs eftir líkamsdauðann. Skáru Islendingar sig úr í hópi samanburðarþjóða, þar á meðal Norðurlandaþjóða. Næstir komu Finnar og Norðmenn (tæp 60%). Einkum áttu Islendingar sam- leið með Bandaríkjamönnum (73%).13 Fyrrnefnda könnunin leiddi hins vegar í ljós að upprisutrú, eitt helsta kennimark kristninnar, ætti í vök að verjast. Hina útbreiddu trú á líf eftir dauðann má ugglaust rekja til áhrifa spíritisma. En könnunin sýndi að landsmenn litu ekki á kenningar kirkjunnar og spírit- ismans sem andstæður heldur töldu 40% að þær ættu samleið.14 í ljósi þessara niðurstaðna má draga í efa að hér hafi veruleg sekúlarísering hugarfars átt sér stað fram að þeim tíma sem kannanirnar ná til.15 Þegar um hugarfarslega þróun hér á landi á síðustu áratugum nítjándu aldar og á tuttug- ustu öld er að ræða virðist því fremur bera að líta svo á að sundurgreining hafi átti sér stað. Þróuninni má þá lýsa svo að hún liggi frá trúarmenningu til trúarlegrar einstaklingshyggju.16 A tuttugustu öld festust þær aðstæður í sessi að trúariðkun ræðst nær alfarið af persónulegri afstöðu en miklu síður af hefð, venju eða samsömun með opinberri kenningu kirkjunnar. Trúfrelsi komst á í kjölfar þess að stjórnarskrá var sett 1874. í stað þess að áður var krafist trúarlegrar samstöðu var nú litið svo á að einstaklingnum bæri frelsi til að hafa þær trúar- eða lífsskoðanir sem féllu best að tilverutúlkun hvers og eins, sem og til að hátta trúariðkun sinni til samræmis við þær eða til að hafna allri trú og trúariðkun. Fleiri trúarlegir áhrifavaldar en evangelísk-lútherska kirkjan ruddu sér og til rúms, hugmyndastraumar sem gagnrýndu eða höfn- uðu trú komu til sögunnar auk þess sem einstaklingsvitund óx. Trúarlegur fjölbreytileiki ef ekki fjölhyggja hefur því tekið við af hinni gömlu trúarlegu einingu í samfélaginu. Fleiri og fleiri lýsa afstöðu sinni svo að víst trúi þeir, en á sinni eigin hátt er þeir kjósi að hafa að mestu fyrir sig. Sambærileg sundurgreining átti sér stað á samfélagslegu og stofnunarlegu sviði. Ýmis hlutverk sem kirkjan hafði áður gegnt fluttust yfir á nýjar stofnan- ir sem annað tveggja færðust undan forræði kirkjunnar eða höfðu aldrei lotið því. Þannig uxu fram heilbrigðis- og velferðarkerfi í landinu sem frá upphafi voru sjálfstæð gagnvart kirkjunni um svipað leyti og skólakerfið efldist og varð sjálfstætt í áföngum. Þessi þróun leiddi til þess að hlutverk kirkjunnar varð sérhæfðara en áður. Hún varð að hreinræktaðri trúarstofnun um leið og skilin milli hennar og hinna veraldlegu hluta samfélagsins urðu skýrari. Þessi stofnunarlega sundurgreining olli því að hér á landi varð vissulega félagsleg og stofnunarleg sekúlarísering hvað svo sem líður hinni hugarfarslegu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.