Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 51

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 51
ANDVARI RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON 49 gafst til. Að áeggjan Jóns Helgasonar fann hann erlenda fyrirmynd lags í söngvasafninu Melódíu, og hann ritaði einnig um forna íslenska tón- fræðitexta og prósessíusöng munka á Þingeyrum. Honum voru síðar falin ýmis störf sem tengdust tónlistarrannsóknum á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars að skrifa greinar um norræna kirkjutónlist í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder og um íslenska tónlist í Grove- tónlistarorðabókina.108 Róbert naut mikillar virðingar á alþjóðlegum vett- vangi fyrir fræðistörf sín og er hans enn minnst af starfsbræðrum sínum víða um heim fyrir vönduð vinnubrögð og yfirgripsmikla þekkingu. Róbert var ekki afkastamikið tónskáld og hélt eigin tónsmíðum ekki mjög á loft. Svo virðist sem honum hafi þótt sá þáttur ævistarfsins helst til léttvægur miðað við annað sem hann hafði að iðja. Jafnvel átti hann það til að slá öllu upp í grín þegar athyglin beindist að eigin afrekum á þessu sviði. Á nótum að tónsmíð sem hann útbjó til flutnings handa Söngsveitinni Fílharmóníu skömmu fyrir andlát sitt eignaði hann verkið ókunnu tónskáldi að nafni Trebor Maharba - sem er Robert Abraham afturábak. Raunar var Róbert svo gagnrýninn á tónverk sín að hann hirti lítt um að halda þeim til haga. Sum eru með öllu týnd og önnur hafa ekki varðveist nema að hluta. Meðal þeirra verka sem ekki hafa fundist í eftirlátnum skjölum hans eru forleikur sem hann samdi fyrir uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Dansinum í Hruna árið 1936, og Þingvallareiö sem varð til handa piltunum í kór Menntaskólans í Reykjavík skömmu eftir að hann fluttist suður.109 Róbert samdi forleik yfir gömul ensk þjóðlög fyrir Söngbjölluna eftir Charles Dickens sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu á vígsluári þess og eru hljómsveitarraddir hans nýverið komnar í leitirnar. Af tónsmíð fyrir kór og hljómsveit sem varð til haustið 1953, við 148. Davíðssálm, hafa aðeins kórraddir fundist.110 Af þeim verkum sem þó hafa varðveist sést að Róbert bjó yfir miklum gáfum sem tónskáld. í stíl hans renna saman evrópsk áhrif og íslensk, gamall tími og nýr. Handa Samkór Abrahams á Akureyri samdi hann „ballade fyrir bassasóló, kór og píanó“ við Ijóð Gríms Thomsen, Svarkurinn, og var það frumflutt á páskatónleikum kórsins 1940. Einn gagnrýnandi kvað lagið ekkert minna en „meistaraverk, samið í nýtísku tónlistarstíl (sem að vísu er ekki nema að nokkru leyti nýr, því hann byggir mjög mikið á miðalda tónlist)11.111 Útvarpskórinn söng Svarkinn vorið 1949 og til allrar hamingju hefur sá flutningur varðveist á lakkplötu. Lagið er sannarlega kraftmikið og við flutning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.