Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 139

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 139
andvari DOKAÐ VIÐ EFTIR DICKENS 137 að segja að sögur Dickens hafi öðrum þræði einkennst af því sem nefnt hefur verið melódrama, því að oft fer æsileg örlagasaga saman við mannlýsingar sem geta virst fremur yfirborðslegar og mannafundi sem virðist eiga meira skylt við ævintýri en venjubundna lífsframvindu. Sögur Dickens komu að sínu leyti úr einskonar draumafabrikku, svo notað sé orð sem oft er haft um Hollywoodframleiðslu okkar daga. Það sem nefnt hefur verið Dickens-iðnaður á okkar tímum varð í reynd þegar til í höndum hans.3 Þegar á leið ferilinn og efnahagsleg staða hans var orðin sterk kaus hann að sitja við stjórnvöl eigin tímarita. Hann valdi í þau efni og ritstýrði því, meðfram ritun eigin sagna sem þar birtust. Jafnframt naut hann sviðs- ljóssins - raunar var hann einnig leikari og kom iðulega fram sem slíkur, en enn frægari urðu þó fjölsóttar samkomur þar sem hann las með tilþrifum úr eigin verkum. Hann var sviðsmaður, „performer", og í reynd alþýðlegur skemmtikraftur fram í fingurgóma. Sé hinsvegar horft á verk hans frá öðrum sjónarhóli eru þau langt frá því að vera einföld. Sá söguheimur sem hann skapar, fyrst með skissuforminu þar sem hver þátturinn krækir í annan, og í síðari skáldsögum sínum með áðurnefndu marglaga fléttuformi opnaði nýja og oft djúprista sýn á samfélag sem á æviskeiði hans varð helsta valdamiðstöð veraldar. Persónurnar kunna sumar að virðast einhliða, en samt er persónusköpun einn sterkasti þátturinn í sögum Dickens, og á það ekki síður við um aukapersónurnar - sem oft eru uppspretta mikillar kímni. Margar persóna hans hafa lifað allt að því sjálfstæðu lífi í menningarsögunni, ekki síst vegna þess bráðlifandi og marg- breytilega tungutaks sem Dickens hafði vald yfir og léði persónum sínum í samræðum. Músíkin sem hann fann í talmáli alþýðunnar, og endurskapaði, tengist skáldlegum myndum sem hann lætur sögumenn sína draga upp af mannfólki, umhverfi eða ástandi. Og styrkur persónusköpunarinnar felst öðru fremur í því hvernig einstaklingarnir tengjast þeim flókna vef samfélagins sem Dickens í sínum veigamestu verkum veitir okkur margvíslega innsýn í. Þetta samfélag sjáum við oftar en ekki frá sjónarhóli þeirra sem eru vanmegn- ugir á einhvern hátt, sem eru innilokaðir, annaðhvort í hlutskipti sínu, hlut- verki, eða valdaleysi - en eru þó óhjákvæmilega tengdir stofnunum, auðmagni og valdabrölti samfélagsins. Skemmtikrafturinn Dickens verður ekki klofinn frá hinum áhrifamikla samfélagsrýni sem hikaði ekki við að vera pólitískur og siðferðilegur postuli, höfundur sem hjó í feysknar stoðir arfbundins stétta- samfélags og lét því bregða í brún er hann brá ýmsum speglum á loft sem sýndu stærilæti og óstjórn þess kerfis sem átti að tryggja stöðu og völd heims- veldis er aldrei sá sólina ganga til viðar. Dickens keypti semsé ekki vinsældir sínar með því að horfa framhjá van- köntum samfélagsins; öðru nær. Og hann varð ekki aðeins fádæma vinsæll og virtur meðal samtíðarfólks, heldur er talið að hann hafi með skáldverk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.