Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 46

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 46
44 ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON ANDVARI Þjóðviljans spurði hvaða verki honum hefði þótt skemmtilegast að stjórna með kórnum stóð ekki á svari: „Allt! Ég er svo hamingjusamur maður að ég hef alltaf fengið að stjórna því sem mér finnst vænt um.“96 Nær öll viðfangsefni Fílharmóníu voru þarna flutt í fyrsta sinn hérlendis, en þó hafði Tónlistarfélagskórinn áður flutt Messías og sálumessu Mozarts undir stjórn Victors Urbancic. Róbert bryddaði upp á þeirri nýbreytni að láta syngja Messías á íslensku en ekki ensku. Þorsteinn Valdimarsson sá um að fella íslenska biblíutextann að nótum Hándels og sýndist sitt hverjum um það hvernig til tókst. Slíkar þýð- ingar voru algengari þá en nú. Tónlistarfélagskórinn hafði til dæmis áður flutt Jóhannesarpassíu Bachs við íslenskan texta og meðan Harpa og Útvarpskórinn störfuðu hafði Jakob Jóh. Smári gert söngþýðingar af flestu því sem flutt var. Sömuleiðis hafði Bruno Walter það fyrir sið á Ameríkuárum sínum að flytja passíur Bachs í enskri þýðingu. Róbert sat ekki alltaf á friðarstóli og stundum gat gustað um starf hans og vinnuaðferðir. Skömmu fyrir flutninginn á sálumessu Mozarts var tilkynnt að Þuríður Pálsdóttir myndi ekki syngja sópraneinsöng eins og áformað hafði verið, því að „eftir að æfingar hófust kom upp ágreiningur milli hennar og söngstjórans um túlkun verksins og varð hún því að víkja úr hlutverkinu“.97 Þuríður lýsir atvikinu í endurminn- ingum sínum. A fyrstu æfingu vildi Róbert að hún syngi veikar en hún sjálf taldi æskilegt. Hvorugt gaf sig og að endingu lagði Þuríður nóturnar á flygilinn og sagði: „Fáðu þér aðra til að syngja þetta.“ Varð þetta til þess að upp úr vináttu þeirra slitnaði og þau ræddust ekki við svo að árum skipti.98 Fáir kórfélagar Fílharmóníu voru læsir á nótur svo að nokkru næmi og kennslan krafðist þolinmæði af hálfu stjórnandans. Unnið var að einu stóru verkefni allan veturinn og fram að jólum var eingöngu æft í röddum, karlar og konur sitt kvöldið hvor í hverri viku. Á nýju ári var öllum stefnt saman og þá gátu komið upp ýmsar flækjur sem þurfti að leysa úr með lagni. En Róbert tókst að leiða söngvarana sína að settu marki, skref fyrir skref. Hann hafði líka dygga aðstoðarmenn, unga píanista sem hjálpuðu til með æfingarnar og urðu síðar mikilvirkir í tónlistarlífinu á eigin forsendum: Stefán Edelstein, Halldór Haraldsson, Atla Heimi Sveinsson. Róbert lagði allt undir og var óþreytandi við að kynna sér sérhvert smáatriði í sögu verkanna sem hann flutti, hélt til dæmis með Guðríði í pílagrímsferð til Ítalíu áður en ráðist var í að æfa Requiem Verdis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.