Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 154

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 154
152 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI hefur verið skrifað um ævi hans, stundum í alllöngu máli, en oftast í stuttum glefsum sem eru af sama meiði og önnur „stjörnudýrkun" sem setur gjarn- an mark sitt á fjölmiðla og einkennist af forvitni um einkalíf frægs fólks. En jafnvel í slíkri „umfjöllun" býr skírskotun sem ekki skal vanmeta, því að með henni er minnt á ákveðið vægi þess sem um er fjallað, hver svo sem innistæð- an kann að vera fyrir frægðinni. Það þarf ekki að vera nein óravegalengd á milli fræðimanns sem vísar stuttlega til stöðu mikilvægs rithöfundar og hins- vegar blaðamanns sem skrifar eða þýðir „fréttaskot" um frægan einstakling. Skömmu fyrir jólin 2009 var í Morgunblaðinu greint frá því að tannstöngull Charles Dickens, gerður úr gulli og fílabeini og að sögn notaður af eiganda sínum allt til dánardags árið 1870, hefði selst á uppboði í New York og fyrir hann fengist 9.150 dalir.32 Slík tíðindi af rithöfundum eða öðru frægðarfólki tengja á áhugaverðan hátt á milli menningarlegs og fjárhagslegs gildis. í þessu tilviki gerist það einnig í þeim skilningi að með tannstönglinum sem minja- grip er fyrra gildinu beinlínis umbreytt í hið síðara. Þessi tannstöngull er eins- konar fulltrúi rithöfundarins, framlenging í senn af daglegu lífi hans, líkama og sköpunarstörfum; efnislegur gripur sem stendur eftir þegar höfundurinn fellur frá. Tannstöngullinn verður tákn sem metið er til fjár og getið er um í íslensku dagblaði. Til allrar hamingju er menningargildi ekki ævinlega svona auðhöndlan- legt. Það er margbreytilegt og sprettur æ og aftur í ýmsum myndum upp úr þeim verkum sem höfundar skapa, verkum sem lifa höfund sinni, í senn af eigin verðleikum og vegna þess að síðari tíma viðtakendur sýna þeim ræktar- semi og nýir lesendur finna þar mikilvægar tengingar við bæði samtíð sína og heim verksins. Þó að aðlaganir geti gegnt mikilvægu hlutverki í framhalds- lífi skáldverka draga þær ekki úr þörf manns á að kynnast verkunum þar að baki, nema síður sé. Ekki skal hér efast um að ýmsir íslenskir lesendur hafa kynnst stórvirkjum Dickens á frummálinu en það dregur ekki úr sárum skorti á vönduðum heildarþýðingum þessara verka á íslensku. Eins og fram hefur komið á þessum blöðum hefur Dickens í íslensku samhengi löngum verið höf- undur efnis sem lagað er að ungum lesendum og höfundur frásagna fremur en skáldsagna. Dickens kann að vera frægur á Islandi en það má færa rök fyrir því að skáldsagnahöfundurinn Dickens hafi ekki ennþá orðið til á íslensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.