Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 81
andvari
DR. HALLGRÍMUR SCHEVING
79
um að helsta friðþæging hugans væri fólgin í því að una sér við lestur klass-
ískra bókmennta Grikkja og Rómverja. Þessi bréf eru einn besti vitnisburður-
inn um alúðina og árveknina hjá Hallgrími varðandi íslenskuna og vonina um
að Konráði tækist það, sem honum mistókst sjálfum. Hallgrímur hafði hvað
mest áhrif á Konráð sem og dálæti á honum, af skólasveinunum fræknu, sem
síðar urðu þekktir sem Fjölnismenn.
Fjölnismenn og áhrifavaldar
Árið 1835 hófu fjórir lærisveina Hallgríms útgáfu tímarits í Kaupmannahöfn,
sem þeir gáfu nafnið Fjölnir. Það voru þeir Brynjólfur Pétursson, Konráð
Gíslason, Jónas Hallgrímsson og Tómas Sæmundsson. Haldið hefur verið fram
að sjaldan hafi annað eins mannval setið saman í skóla og var á Bessastöðum
á árunum 1824-1830. Auk Fjölnismanna voru á þessu tímabili í skólanum
Baldvin Einarsson, Páll Melsteð sagnfræðingur og Skafti Tímóteus Stefánsson.
Markmið með útgáfu Fjölnis var „að semja árlegt tímarit sem ekki verð-
ur bundið við neitt, nema það sem skynsamlegt er og skemtilegt.“36 Fjölnir
þeirra félaga varð samt ekki við eina fjölina felldur í efnisvali þegar árin liðu,
tímaritið varð að allt öðru en skemmtiriti. Fjölnir varð miklu frekar ársrit
um stjórnmál, atvinnumál, bókmenntir og málvísindi. Fjölnismenn voru ekk-
ert myrkir í máli um það sem miður fór í þjóðlífi og menningu Islendinga,
en tendruðu víða neista vonar um breytingar hjá almenningi. Hins vegar afl-
aði ritdómur Jónasar um Tistransrímur Sigurðar Breiðfjörðs Fjölni ærinna
óvinsælda. Þá átti ritið fáa fylgjendur meðal íslenskra embættismanna. Tómas
Sæmundsson segir í bréfi til Konráðs Gíslasonar, „að ritið finni ekki náð fyrir
augum Álftnesinganna nema Schevings.“37
Þegar annar árgangur Fjölnis kom út árið 1836 var Tómas fluttur heim.38
Hann biður Konráð í bréfi um að fara ögn gætilegar í róttækum skrifum
sínum um íslenska stafsetningu og til að árétta það með þunga skrifar hann
að margir af bestu vinum Fjölnis geti ekki alveg fallist á þessar kenningar,
ekki einu sinni Hallgrímur Scheving, sem sé þó „ógna liberal" varðandi staf-
setningu Konráðs.39 Tómas tjaldar greinilega öllu til að hafa áhrif á Konráð
og tíundar að ekki einu sinni lærimeistarinn sé ánægður. Hann veit um hin
sterku tengsl milli Hallgríms og Konráðs, en öllum var þeim í mun að hann
mæti þá og líkaði við störf þeirra. Um þetta vitna bréfaskipti þeirra.
Þótt Tómas sé orðinn dauðveikur árið 1838 er hann sami fullhuginn og
í bréfi til Jónasar það ár var hann að velta fyrir sér hvort þeir ættu ekki að
þýða Róbinson Krúsó og sögur eftir Walter Scott fyrir almenning. Tómas sat
á íslandi og virðist hafa haft miklu næmari tilfinningu fyrir andblænum hér
heima en Jónas sem einungis kom til landsins sem gestur og Konráð sem var