Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2012, Page 81

Andvari - 01.01.2012, Page 81
andvari DR. HALLGRÍMUR SCHEVING 79 um að helsta friðþæging hugans væri fólgin í því að una sér við lestur klass- ískra bókmennta Grikkja og Rómverja. Þessi bréf eru einn besti vitnisburður- inn um alúðina og árveknina hjá Hallgrími varðandi íslenskuna og vonina um að Konráði tækist það, sem honum mistókst sjálfum. Hallgrímur hafði hvað mest áhrif á Konráð sem og dálæti á honum, af skólasveinunum fræknu, sem síðar urðu þekktir sem Fjölnismenn. Fjölnismenn og áhrifavaldar Árið 1835 hófu fjórir lærisveina Hallgríms útgáfu tímarits í Kaupmannahöfn, sem þeir gáfu nafnið Fjölnir. Það voru þeir Brynjólfur Pétursson, Konráð Gíslason, Jónas Hallgrímsson og Tómas Sæmundsson. Haldið hefur verið fram að sjaldan hafi annað eins mannval setið saman í skóla og var á Bessastöðum á árunum 1824-1830. Auk Fjölnismanna voru á þessu tímabili í skólanum Baldvin Einarsson, Páll Melsteð sagnfræðingur og Skafti Tímóteus Stefánsson. Markmið með útgáfu Fjölnis var „að semja árlegt tímarit sem ekki verð- ur bundið við neitt, nema það sem skynsamlegt er og skemtilegt.“36 Fjölnir þeirra félaga varð samt ekki við eina fjölina felldur í efnisvali þegar árin liðu, tímaritið varð að allt öðru en skemmtiriti. Fjölnir varð miklu frekar ársrit um stjórnmál, atvinnumál, bókmenntir og málvísindi. Fjölnismenn voru ekk- ert myrkir í máli um það sem miður fór í þjóðlífi og menningu Islendinga, en tendruðu víða neista vonar um breytingar hjá almenningi. Hins vegar afl- aði ritdómur Jónasar um Tistransrímur Sigurðar Breiðfjörðs Fjölni ærinna óvinsælda. Þá átti ritið fáa fylgjendur meðal íslenskra embættismanna. Tómas Sæmundsson segir í bréfi til Konráðs Gíslasonar, „að ritið finni ekki náð fyrir augum Álftnesinganna nema Schevings.“37 Þegar annar árgangur Fjölnis kom út árið 1836 var Tómas fluttur heim.38 Hann biður Konráð í bréfi um að fara ögn gætilegar í róttækum skrifum sínum um íslenska stafsetningu og til að árétta það með þunga skrifar hann að margir af bestu vinum Fjölnis geti ekki alveg fallist á þessar kenningar, ekki einu sinni Hallgrímur Scheving, sem sé þó „ógna liberal" varðandi staf- setningu Konráðs.39 Tómas tjaldar greinilega öllu til að hafa áhrif á Konráð og tíundar að ekki einu sinni lærimeistarinn sé ánægður. Hann veit um hin sterku tengsl milli Hallgríms og Konráðs, en öllum var þeim í mun að hann mæti þá og líkaði við störf þeirra. Um þetta vitna bréfaskipti þeirra. Þótt Tómas sé orðinn dauðveikur árið 1838 er hann sami fullhuginn og í bréfi til Jónasar það ár var hann að velta fyrir sér hvort þeir ættu ekki að þýða Róbinson Krúsó og sögur eftir Walter Scott fyrir almenning. Tómas sat á íslandi og virðist hafa haft miklu næmari tilfinningu fyrir andblænum hér heima en Jónas sem einungis kom til landsins sem gestur og Konráð sem var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.