Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 123

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 123
andvari SÖGUFRÓÐIR FRÆNDUR 121 ritstarfa og hófst handa við samningu mannkynssögu á íslensku. Fyrsta bindi, Fornaldarsagan, kom út árið 1864 og í formála hennar lýsti Páll tilganginum með sögurituninni og vinnuaðferð sinni þannig: Nú sjá allir, að meðan veraldarsagan er eigi til hér á landi nema á útlendu túngumáli, þá getur sagnafróðleikur eigi orðið nema einstakra manna meðfæri og eign, en allri alþýðu hlýtur hann hartnær að verða sem hulinn leyndardómur. Því er nú betur, að þetta eru menn farnir að sjá, og menn er farið að lánga til að eignast og lesa söguna á þeirri túngu, er þeir skilja, á móðurmáli sínu. Síðan eg komst nokkuð til vits og ára hefir hugur minn jafnan hneigzt að sagnafræði, og þaðan hefi eg einatt haft fróðleik, yndi og huggun. Hvað var þá eðlilegra, en að eg reyndi að miðla löndum mínum - einkum hinum ýngri og fáfróðari - eitthvað af því, er sjálfum mér þótti gott og fagurt? Og það hefði eg fyr gjört, ef hefði eigi um mörg undanfarin ár verið öðrum störfum háður, sem hafa bannað mér flestar bókmentir nema í hjáverkum. Þegar eg hugleiddi, hvernig eg gæti komið á fót sögu-ágripi - því um annað er eigi að tala en ágrip margra hluta vegna - handa löndum mínum, þá var um tvent að velja: annaðhvort að rita það af sjálfs míns ramleik, eptir því sem eg bezt kunni, eða þá að taka einhverja útlenda sögubók, og færa hana í íslenzkan búning, með meiri eða minni breytingum, eptir því sem mér hugkvæmdist. Mig brast áræði til hins fyrra, og þá var hitt eptir, að velja einhverja útlenda sögubók og snúa henni á móðurmál mitt. Býzt eg þá helzt við, að reka muni aptur að því, sem einusinni var sagt um mig: „að menn skilji ekki í, hvernig sami maðurinn geti haft svo gott lag á að snúa, og svo lítið vit á að velja“. Þó hygg eg, þegar til alvöru kemur, að nú sé eigi gild ástæða til að gjöra lítið úr vali mínu. Eg hefi valið sögubók eptir H. G. Bóhr „prófessor“ og skólameistara í Kaupmannahöfn; hefi eg gjört það bæði vegna þess, að mér þykir sú bók vera vel samin, og meðfram vegna þess, að mér er kunnugt, að henni hefir verið fylgt um mörg ár, og er enn fylgt í Reykjavíkur lærða skóla; en það hefði ágætur kennari als eigi gjört, ef bókin þætti eigi þess verð, þar sem þó var um fleiri allgóðar sögubækur að velja. Að þessu sinni kemur þannig á prent hinn fyrsti partur veraldarsögunnar, eða fornaldarsagan, þó eigi beinlínis þýdd eptir Bóhrs sögubók, nema fyrst framan af, heldur bygð á þeirri undirstöðu, sem Bóhr hefir lagt. Það er einkum Rómverjasagna sem eg hefi aukið nokkuð talsvert, af því að hún er að tiltölu styttri hjá Bóhr heldur en fyrri hluti bókarinnar; en Rómverjasagan er þó sá kafli fornaldarsögunnar, sem er hvað efnisríkastur.5 Þessi orð lýsa öllu í senn, tilgangi Páls með sögurituninni, aðstæðum hans og vinnulagi. Honum var samning Fornaldarsögunnar ljúf iðja og enginn skyldi draga í efa þau orð hans, að hann hafi samið ritið öðru fremur í þeim tilgangi að uppfræða landa sína og opna þeim dyr að undraheimi mannkynssögunnar. Aðstæður hans voru hins vegar að mörgu leyti önugar. Hér á landi var lítill bókakostur fyrir mann sem hugðist setja saman rit um sögu mannkynsins og þar varð Páll að treysta mest á eigið bókasafn. Það var hins vegar takmarkað og þótt hann væri margfróður og vel lesinn, treystist hann ekki til að semja söguna sjálfur frá grunni. Þess vegna tók hann þá mannkynssögu danska, sem hann vissi besta af þeim er hann hafði undir höndum, þýddi og bætti við eftir þörfum og getu. í sumum tilvikum var þó úr vöndu að ráða, ekki síst þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.