Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 140
138
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
um sínum haft bein áhrif til bóta á ýmsa stofnanastarfsemi sem hann beindi
spjótum sínum að, ekki síst á skóla á vegum hins opinbera sem og ýmsar um-
önnunarstofnanir. Og í reynd varð Dickens að höfundi í margvíslegum skiln-
ingi sem á rætur í sögum hans en nær út fyrir þær. Hann er einn af höfundum
Lundúnaborgar á 19. öld (borgir, líkt og aðrir staðir, myndast ekki síst í hugs-
unum og hugmyndum fólks) og þar með einn höfunda þess skilnings sem við
höfum á lífinu í nútímaborgum. Hann er einn af höfundum jólanna og þess
anda sem við tengjum þeim - einkum í krafti nóvellu sinnar „A Christmas
Carol“.4 Og hann er einn af höfundum vitundar okkar um bernskuna: um
frjómagn hennar og dýrmætt sakleysi hennar og valdaleysi sem getur verið
svo óendanlega máttugt.
Dickens verður til á íslensku
Stærð Dickens sem höfundar tengist því hvernig hann yrkir samfélag sitt og
hann hefur einnig þótt skírskota með mikilvægum hætti til mannlífs og sam-
félags í öðrum löndum og á öðrum tímum. Hann víkur sjálfur að slíkum
samanburði í frægum upphafsorðum skáldsögu sinnar, A Tale of Two Cities,
sem gerist í London og París á tímum frönsku byltingarinnar. Ýmsir kann-
ast við þessi orð: „It was the best of times, it was the worst of times, it was
the age of wisdom, it was the age of foolishness“ - og svo framvegis.5 Fyrir
rúmum fjörutíu árum, 1970, á hunduðustu ártíð Dickens, þýddi Jónas Haralz
þessa upphafsefnisgrein svo:
Þetta voru beztu tímar og hinir verstu, öld vizku og öld heimsku, trúarskeið og skeið
vantrúar, árstíð ljóss og árstíð myrkurs, vordagar vonarinnar og vetur örvæntingarinnar.
Við áttum allt í vændum, við áttum ekkert í vændum, við vorum öll á hraðri leið til
himna, við vorum öll að fara beint til helvítis. í stuttu máli sagt, tímarnir þá voru svo
líkir því, sem þeir eru nú, að sumir þeirra, er mest höfðu sig í frammi, kröfðust þess, að
allt væri, til góðs eða ills, látið heita annað hvort í ökkla eða eyra.
Það er út af fyrir sig merkilegt að hagfræðingur skuli ekki bara þýða þessar
setningar, heldur flytja þær og leggja út af þeim í ræðu á árshátíð Félags ís-
lenskra stórkaupmanna - en ræðan birtist síðan í Lesbók Morgunblaðsins. Að
lokinni þýddri tilvitnun í skáldsögu Dickens, segir Jónas:
Tímarnir þá voru líkir því, sem þeir eru nú, fannst Dickens. Hvað getur okkur þá virzt
um okkar eigin tíma, þann áratug, sem nú er senn á enda, og þá áratugi sem á undan
honum fóru? Við höfum lifað tíma mestu framfara og velmegunar, sem um getur, en við
höfum einnig lifað tíma hungurs, klæðleysis og híbýlaskorts mikils hluta mannkyns.
Við höfum lifað öld mikilla uppgötvana og afreka í vísindum og tækni, en jafnframt
öld eyðingar gróðurs og dýralífs, mengunar lofts og lagar. Við höfum lifað skeið trúar