Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 142
140
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
á þessum árum. Þar hafa íslenskir lesendur sennilega fyrst kynnst verkum
Dickens, ýmist á frummálinu eða í dönskum þýðingum. En vafalítið hefur
Andersen verið Islendingum í Kaupmannahöfn nákomnari, enda fór það svo
að einn þeirra, Steingrímur Thorsteinsson, þýddi sögur Andersens á íslensku
og hafði allnokkru áður þýtt ævintýri Þúsund og einnar nætur. Það segir sitt
um hið íslenska bókmenntakerfi að þessar erlendu sögur og ævintýri virð-
ast hafa átt greiðan veg að lesendum á nítjándu öld og fram á þá tuttugustu,
en leið skáldsögunnar inn í íslenskar bókmenntir var hinsvegar torfarin. Ein
fyrsta sagan eftir Dickens á íslensku birtist árið 1861 í tímaritinu Ný sumar-
gjöf sem var gefið út í Kaupmannahöfn. Sagan nefnist „Systurnar í Jórvík“.
Þýðandi er ónafngreindur og engin kynning fylgir á verkinu eða höfundinum.
Það er raunar sérlega bagalegt í þessu tilviki, því að „Systurnar í Jórvík“ er
nefnilega saga sem persóna nokkur í skáldsögunni Nicholas Nickleby segir
öðrum - hún er semsé saga sem Dickens fleygar inn í skáldsögu sína, en
stendur með öðrum hætti við lesandanum þegar hún er birt ein og sér og án
kynningar á samhenginu. Segja má að skáldsagnahöfundinum sé breytt í smá-
sagnahöfund þegar verkið er flutt á milli mála.
Arið áður, 1860, höfðu fyrstu sögurnar birst á íslensku undir höfundar-
nafni Dickens, í blaðinu íslendingi sem gefið var út í Reykjavík og Benedikt
Sveinsson stóð að ásamt fleirum.10 Þar fer ekki milli mála að Dickens er
kynntur til leiks á íslenskum vettvangi sem smásagnahöfundur. í áttunda hefti
íslendings 1860 (19. júlí) birtist smásagan „Blómhringur hins blinda manns“,
í ellefta hefti (5. sept.) sagan „Gefðu hyggilega“ og í því tólfta (22. sept.)
sagan „Lyfjakúlur Methúsalems". í öllum tilvikum eru þær sagðar „eftir Ch.
Dickens“, en nöfn þýðenda birtast ekki. Þessar þrjár sögur („The Blind Man’s
Wreath“, „Give Wisely!“ og „The Methusaleh Pill“) birtust allar í vikuriti
Dickens, Household Words, en þær eru ekki eftir Dickens. Höfundar þeirra
komu úr stórum hópi sem birti efni í tímaritinu án þess að nafna væri sér-
staklega getið (slíkt var alvanalegt á 19. öld), en nafn Dickens sem ritstjóra er
hinsvegar áberandi í ritinu og vissulega birti hann einnig eigin verk þar. í átt-
unda og níunda hefti íslendings 1960 er einnig grein um heilsufar og híbýli,
„Heilsa manna og heilbrigði“, sem sögð er eftir Dickens. Hún kemur líka úr
Household Words (birtist þar 1854 og nefnist „Your Very Good Health").11
Hugsanlegt er að þetta efni hafi þótt bera svo mikinn keim af hugmyndum
og sýn Dickens að menn hafi talið líklegt að það væri eftir ritstjórann. Hann
var vissulega „höfundur" þessa tímarits í víðara skilningi og hann var mjög
virkur ritstjóri, jafnt í efnisvali sem textavinnu. En það er ekki fyrr en í 17.
og 18. hefti Islendings 1860 (15. nóv. og 7. des.) að birtist saga sem er samin
af Dickens sjálfum: „Drykkjurúturinn" („The Drunkard‘s Death“) sem tekin
er úr Sketches by Boz - og jafnframt kemur fram að þýðandinn sé Sigurður
Jónasson. Eins og í fyrri Dickens-birtingum í íslendingi er sérstaklega tekið