Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 97
andvari
JÓN SIGURÐSSON OG ÍSLENSK TUNGA
95
má fyrst benda á greinar í Nýjum félagsritum. Árið 1858 birti hann grein
undir heitinu „Alþíng og alþíngismál".6 Einn kafli þeirrar greinar, frá blað-
síðu 71 til blaðsíðu 78, fjallar sérstaklega um rétt Islendinga til að nota tungu
sína í samskiptum við dönsk yfirvöld. Sú barátta hófst þó allnokkru fyrr. Jón
skrifaði grein í Nýfélagsrit 1844 undir titlinum „Um félagsskap og samtök“7
sem segja má að sé stefnumarkandi fyrir baráttu Islendinga fyrir því að ís-
lenska verði notuð í embættisaðgerðum. Þar hvatti Jón almenning til að bera
fram bænaskrá til Alþingis. Þau mál sem hann setti á oddinn voru að enginn
danskur maður fengi embætti á íslandi sem ekki væri fær í málinu og að jafn-
an væru nokkrir íslendingar í stjórnarráðunum í Kaupmannahöfn. í bænar-
skránni átti einnig að koma fram sú ósk að við Kaupmannahafnarháskóla yrði
settur kennari í íslenskum lögum og íslenskri tungu. Sömuleiðis að embættis-
mönnum væri skylt að skrifa á íslensku um það sem sneri að samskiptum
þeirra við alþýðu. Að lokum vildi Jón að í bænaskránni kæmi fram sú ósk að
ekki yrðu danskir konungsfulltrúar á Alþingi. Flest þessara atriða náðu fram
að ganga á meðan Jón var á lífi þótt brösuglega gengi í fyrstu.
I kaflanum um rétt íslenskrar tungu í greininni frá 1858 rekur Jón stöðuna
fram að þeim tíma. Hann segir það alkunnugt að amtmenn hafi til skamms
tíma ritað allt á dönsku, jafnvel til bænda og hreppsstjóra, og þótt dómsmál
færu fram á íslensku skyti amtmaður þeim á dönsku til æðra dóms. Grímur
Jónsson hafi lofað því á almennum íslendingafundi í Kaupmannahöfn að gera
breytingar á þessu og rita allt á íslensku sem hann gæti. Grímur var amtmaður
norðan og austan 1824-1833 og aftur 1842-1849. Það var síðara tímabilið sem
Jón vísaði til. Stiftamtmaður var þá Thorkil Hoppe sem heimtaði af Grími að
hann skrifaði á dönsku. Sætt náðist um að Grímur skrifaði á íslensku innan-
lands ef ekki væri sýnilegt að málið færi til stjórnarráðanna. Jón benti á að
næstu stiftamtmenn, Rosenprn og Trampe greifi, hefðu reynt af fremsta megni
að nota íslensku í skrifum sínum en Anders 0rsted gripið í taumana um leið
og hann varð ráðherra og fyrirskipað 1854 að embættismenn - að minnsta
kosti þeir sem sitja í þess konar embætti að taka þarf próf við háskólann til að
fá það - riti á dönsku, „bæði þegar þeir skrifa beinlínis til stjórnarráðanna,
og líka þegar þeir segja álit sitt um mál, sem senda á til stjórnarráðanna, og
þegar embættismenn senda mál til stjórnarráðanna, og þess þarf við að senda
með þeim álitsskjöl, sem skrifuð eru á íslenzku, skuli þeir og senda staðfesta
útleggíngu af þeim“.8
Þetta var stórt skref aftur á bak og Jón hnýtir í æðstu embættismenn lands-
ins sem búast hefði mátt við að vernduðu „náttúrleg réttindi sjálfra sín og
alþýðu" með því að sýna fram á gallana við þessa ákvörðun. En því fari
fjarri. Vísar hann þar í umburðarbréf biskups frá 16. nóvember 1854 þar sem
stendur: