Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Síða 97

Andvari - 01.01.2012, Síða 97
andvari JÓN SIGURÐSSON OG ÍSLENSK TUNGA 95 má fyrst benda á greinar í Nýjum félagsritum. Árið 1858 birti hann grein undir heitinu „Alþíng og alþíngismál".6 Einn kafli þeirrar greinar, frá blað- síðu 71 til blaðsíðu 78, fjallar sérstaklega um rétt Islendinga til að nota tungu sína í samskiptum við dönsk yfirvöld. Sú barátta hófst þó allnokkru fyrr. Jón skrifaði grein í Nýfélagsrit 1844 undir titlinum „Um félagsskap og samtök“7 sem segja má að sé stefnumarkandi fyrir baráttu Islendinga fyrir því að ís- lenska verði notuð í embættisaðgerðum. Þar hvatti Jón almenning til að bera fram bænaskrá til Alþingis. Þau mál sem hann setti á oddinn voru að enginn danskur maður fengi embætti á íslandi sem ekki væri fær í málinu og að jafn- an væru nokkrir íslendingar í stjórnarráðunum í Kaupmannahöfn. í bænar- skránni átti einnig að koma fram sú ósk að við Kaupmannahafnarháskóla yrði settur kennari í íslenskum lögum og íslenskri tungu. Sömuleiðis að embættis- mönnum væri skylt að skrifa á íslensku um það sem sneri að samskiptum þeirra við alþýðu. Að lokum vildi Jón að í bænaskránni kæmi fram sú ósk að ekki yrðu danskir konungsfulltrúar á Alþingi. Flest þessara atriða náðu fram að ganga á meðan Jón var á lífi þótt brösuglega gengi í fyrstu. I kaflanum um rétt íslenskrar tungu í greininni frá 1858 rekur Jón stöðuna fram að þeim tíma. Hann segir það alkunnugt að amtmenn hafi til skamms tíma ritað allt á dönsku, jafnvel til bænda og hreppsstjóra, og þótt dómsmál færu fram á íslensku skyti amtmaður þeim á dönsku til æðra dóms. Grímur Jónsson hafi lofað því á almennum íslendingafundi í Kaupmannahöfn að gera breytingar á þessu og rita allt á íslensku sem hann gæti. Grímur var amtmaður norðan og austan 1824-1833 og aftur 1842-1849. Það var síðara tímabilið sem Jón vísaði til. Stiftamtmaður var þá Thorkil Hoppe sem heimtaði af Grími að hann skrifaði á dönsku. Sætt náðist um að Grímur skrifaði á íslensku innan- lands ef ekki væri sýnilegt að málið færi til stjórnarráðanna. Jón benti á að næstu stiftamtmenn, Rosenprn og Trampe greifi, hefðu reynt af fremsta megni að nota íslensku í skrifum sínum en Anders 0rsted gripið í taumana um leið og hann varð ráðherra og fyrirskipað 1854 að embættismenn - að minnsta kosti þeir sem sitja í þess konar embætti að taka þarf próf við háskólann til að fá það - riti á dönsku, „bæði þegar þeir skrifa beinlínis til stjórnarráðanna, og líka þegar þeir segja álit sitt um mál, sem senda á til stjórnarráðanna, og þegar embættismenn senda mál til stjórnarráðanna, og þess þarf við að senda með þeim álitsskjöl, sem skrifuð eru á íslenzku, skuli þeir og senda staðfesta útleggíngu af þeim“.8 Þetta var stórt skref aftur á bak og Jón hnýtir í æðstu embættismenn lands- ins sem búast hefði mátt við að vernduðu „náttúrleg réttindi sjálfra sín og alþýðu" með því að sýna fram á gallana við þessa ákvörðun. En því fari fjarri. Vísar hann þar í umburðarbréf biskups frá 16. nóvember 1854 þar sem stendur:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.