Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 167

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 167
ANDVARI BRAUTRYÐJANDI, ELDHUGI OG TRÚMAÐUR 165 þegar um „aldamótamann“ er að ræða. Hann reyndi fyrir sér um eins árs skeið sem dómkirkjuprestur en varð frá að hverfa vegna raddfærasjúkdóms. Þá var hann lengst af heimilisprestur við holdsveikraspítalann í Laugarnesi. Að öðru leyti starfaði hann innan veggja Prestaskólans og síðar guðfræði- deildar Háskólans auk þess sem hann var aðalþýðandi Gamla testamentisins í biblíuútgáfunni sem kom út 1908 (raunar 1909 þrátt fyrir uppgefið ártal á titilblaði).36 Áhrif Haralds með þjóðinni stóðu þó ekki í neinu hlutfalli við þennan þrönga vettvang. Hér framar var drepið á trúarskoðanir þjóðarinnar um miðbik tuttugustu aldar. Þar voru fræð rök að því að þær hafi borið keim af hugmyndum spírit- ismans enda varð sú hreyfing sterk meðal landsmanna í kjölfar þess að sálar- rannsóknir hófust hér á fyrsta áratug 20. aldar og þá einkum fyrir áhrif frá hinum enskumælandi heimi.37 Má jafnvel líta svo á að spíritisminn hafi verið þjóðtrú íslendinga um miðja öldina sem leið. Erlendis voru víðast engin bein tengsl á milli sálarrannsókna og kristinnar trúar heldur voru rannsóknirnar stundaðar sem óháðar, fræðilegar rannsóknir. Hér á landi tengdust þær hins vegar kirkjunni og sú hreyfing sem um þær myndaðist, spíritisminn (andatrú- in), þróaðist innan þjóðkirkjunnar um langt skeið. Þessi miklu áhrif spíritista má ugglaust einkum rekja til tveggja manna, Haralds og Einars Hjörleifssonar Kvaran (1859-1938) rithöfundar og ritstjóra. Haraldur var fræðimaðurinn sem öðrum fremur mótaði hugmyndagrunn íslenskra spíritista. Það var líka fyrir áhrif frá honum sem spíritisminn lokaðist hér hvorki inni í „vísindalegum“ sálarrannsóknarfélögum né sérstökum trúfélögum sem klufu sig frá öðrum heldur þróaðist innan meirihlutakirkjunnar og varð hluti af meginstraumi ís- lensks trúarlífs er vegur hans var mestur. Hlutverk Einars Kvaran var fremur að miðla stefnunni til almennings, samsama hana menningu samtímans og styrkja stöðu hennar innan vaxandi borgarastéttar í landinu. Um aldamótin 1900 ruddi raunhyggja (pósitívismi) í ýmsum myndum sér til rúms hér í takt við það sem gerðist annars staðar. Vegna sterkrar stöðu bókmenntanna í íslenskum menningarheimi er nærtækt að varpa ljósi á þessa þróun með vísun til þess sem efst var á baugi á þvf sviði meðal þjóðarinnar. Með útgáfu tímaritsins Verðandi í Kaupmannahöfn 1882 bárust fyrstu áhrif raunsæisstefnunnar (realismans) og natúralismans inn í íslenska menningar- flóru. Samkvæmt fyrri stefnunni fólst hlutverk rithöfundarins í að skrá hlut- lægt það sem fyrir augu bar í samfélaginu og lýsa því á röklegan og trú- verðugan máta. Natúralisminn var síðan beint framhald þessa en í anda hans sundurgreindu skáld og rithöfundar mannlegar ástríður af vísindalegri ná- kvæmni og komu öðrum þræði fram sem „læknar“ samfélagslegra meina.38 Hér var því um að ræða bókmenntalega fagurfræði sem starfaði í anda raun- hyggjunnar og þeirrar heimsmyndar og mannskilnings sem henni voru sam- fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.