Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 116

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 116
114 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI raunar aðeins um tilvistarkreppu og heimshryggð (Weltschmerz) rómantískra skálda en víkur ekki að þunglyndinu í Dægradvöl. Þó gæti það hugtak verið nauðsynleg útleið úr þeirri túlkun að Gröndal hafi fyrst og fremst verið ein- kennilegur og furðulegur maður.29 Ronald Grimsley hefur fjallað rækilega um áhrif rómantískra skálda á heimspekinginn Spren Kierkegaard sem hann telur einnig hafa þjáðst af þunglyndi í sálfræðilegum og læknisfræðilegum skilningi. Hann bendir á að bæði Chateaubriand og Kierkegaard hafi átt í tvíbentu sambandi við þung- lyndið, litið annars vegar á það sem bölvun en hins vegar sérkenni gáfaðra og einstakra manna sem séu í senn næmari og meiri tilfinningaverur en annað fólk. Þannig sé þunglyndið eins konar veruháttur, óhamingjusamasti maður- inn sé á einhvern hátt jafnframt sá hamingjusamasti.30 Ekki virðist ósennilegt að hugmyndir þeirra hefðu fallið Benedikt Gröndal vel í geð en þó veldur það nokkrum efa um að þessi túlkunarleið sé endilega betri en sú læknisfræðilega eða sálfræðilega að jafnvel þótt Benedikt Gröndal hafi verið greindur maður og geri sér grein fyrir eigin skapferli stundar hann litla sjálfsskoðun í anda Kierkegaard í Dægradvöl sinni heldur fær hann fyrst og fremst útrás fyrir gremju í garð annarra. Hin leiðin sem unnt er að nota til að skilja andlegt ástand Benedikts Gröndal er sú sem farin var hér að framan og er líklega nærtækari fyrir nútímamann- inn. Sú leið hefur þó aldrei verið farin í íslenskri bókmenntarannsókn enda er sálfræðileg bókmenntagreining ennþá tiltölulega ný hér á landi. Á síðari árum hefur Dagný Kristjánsdóttir fjallað talsvert um þunglyndi og bókmenntir og flókið samband þessa tveggja í doktorsritgerð sinni Kona verður til (1996) og einnig í sérstakri grein í greinasafninu Undirstraumum (1999) þar sem lýst var einkennum þunglyndis, meðal annars út frá kenningum Freuds. Eins og Dagný bendir þar á hefur umræða um þunglyndi frá öndverðu greinst í tvo farvegi: læknisfræðilega orðræðu og heimspeki- eða hugmyndasögulega orð- ræðu og er það einkum sú síðarnefnda sem hefur komið við sögu bókmennta- rannsókna.31 Ætlunin hér að framan var ekki að sálgreina eða sjúkdóms- greina Gröndal með því að smella á hann orðinu „þunglyndi“ en þegar texti Dægradvalar er grandskoðaður fer þó ekki hjá því að skilja má ýmsar þver- sagnir hans í ljósi þunglyndisins eins og fram kom hér að framan. Vitaskuld er ekki hægt að sálgreina látinn einstakling af nákvæmni út frá texta sem er ritaður á löngum tíma og þaðan af síður lækna hann. Hætt er við að Freud og skjólstæðingum hans hefði ekki þótt Dægradvöl nægjanlegt hjálpargagn til að komast að rótum þunglyndis Gröndals ef ætlunin væri að vinna bug á því. Sem vísbending um að þunglyndið hrjái Gröndal er verkið hins vegar ekki ónýtt, eins og lýst var hér að framan. f ritgerð sinni „Trauer und Melancholie“ sem kom reyndar út sex árum á undan Dægradvöl (1917) ræddi Sigmund Freud um sorg og hvernig sorg getur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.