Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 149

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 149
ANDVARI DOKAÐ VIÐ EFTIR DICKENS 147 Nú er það út af fyrir sig rétt hjá þýðandanum að Dickens hefur löngum komið út í styttum gerðum, sem lagaðar eru að yngri lesendum, og þýðing Sigurðar, sem kom út á vegum barnablaðsins Æskunnar, byggir á slíkum út- drætti sem hafði birst á ensku. A hinn bóginn má velta því fyrir sér hvers vegna lesendur eigi að hafa áhuga á að lesa hin langdregnu verk síðar í heild- arútgáfu áfrummálinu en ekki á sínu eigin máli (auk þess sem hver og einn lesandi hefur ekki aðgang að mörgum frummálum þegar horft er til heims- bókmenntanna). Þegar Nicholas Nickleby birtist ellefu árum síðar, 1944, í þýðingu Haraldar Jóhannssonar og Hannesar Jónssonar, er hið sama uppi á teningnum. Skáldsagan er stórlega stytt, eiginlega skorin við trog, og í for- mála segir: „Þótt Charles Dickens sé frábær höfundur, hefur jafnan þótt einn ljóður á ráði hans. Hann er afar langdreginn. Hann virtist hafa svo nákvæmt og glöggt auga fyrir því, sem hann var að lýsa, að hann gat alls ekki tak- markað sig. Hann varð að segja frá öllu því sem hann sá og heyrði á sjónar- sviði skáldadísarinnar góðu. Þess vegna eru öll verk hans löng og sum þeirra alls ekki vel aðgengileg fyrir unglinga.“ Fram kemur að þýdd hafi verið stytt gerð A. F. Jacksons, sem, eins og segir í formálunum, „er talinn einn bezti endursegjandi Dickens-sagnanna. Hann hefur endursagt útgáfu þá af Nikulási Nickelby, sem hér birtist og hlotið mikið lof fyrir, bæði í heimalandi sínu og erlendis.“19 Nokkrum árum áður, 1938, hafði komið út önnur bók eftir Dickens á ís- lensku, svolítið kver sem nefnist Lífsferill lausnarans - og hafði birst í fyrsta sinn á ensku fjórum árum áður undir heitinu The Life of Our Lord). Þetta er sagan af Jesú Kristi, og í þetta sinn var Dickens í hlutverki endursegjandans. Hann hafði skrifað þessa gerð af sögu Jesú handa börnum sínum en hún var ekki ætluð til almennrar birtingar. Þessi litla saga undirstrikar vissulega að þau lífsgildi sem Dickens beitti sér fyrir í verkum sínum eru í samræmi við þá lífssýn sem hann fann hjá Kristi. Um hann segir Dickens í þessari frásögn að enginn hafi „lifað hér á jörðu jafn góður og hann, jafn ástríkur og jafn mildur. Hann aumkvaði þá, sem illa breyttu, fann til með þeim, sem sjúkir voru og óhamingjusamir.“20 Kverið birtist í íslenskri þýðingu Theodórs Arnasonar og var endurútgefið fimmtíu árum síðar, 1988. Ævintýri Olivers og Pickwicks Þegar horft er um öxl er greinilegt að Charles Dickens hafði, þegar fyrir miðja síðustu öld, fest í vissum skorðum í íslensku bókmenntalífi og þar hefur hann setið fastur æ síðan. Snemma var tekið að horfa til hans sem frásagnarmanns fremur en skáldsagnahöfundar. Sótt var í styttri sögur hans. Sumar þeirra hentuðu ungum lesendum vel og þar með tekur að mót-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.