Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 75
andvari
DR. HALLGRÍMUR SCHEVING
73
sinna hugðarefnum sínum, og var ætíð við miðdegisverð og kvöldverð með
hendurnar fyrir aftan bak, þá mátti enginn mæla orð. Hann var hins vegar
jafnan boðinn og búinn að veita skólapiltum tilsögn, ekki einungis í kennslu-
tímum, heldur hvar og hvenær sem þeir komu til hans. Margir þeirra minnast
þessa alls sem og skemmtilegra, lifandi og fróðlegra samræðna við hann fyrir
utan skólastofuna og þá á jafningjagrundvelli.14
Húsfreyjur á Álftanesi leituðu einnig til Hallgríms með mismunandi hugðar-
efni sín, sem sýnir að hann var félagi þeirra. Ingibjörg Jónsdóttir, sem var
gift ráðsmanninum á Bessastöðum, Þorgrími Tómassyni, ritar Grími bróður
sínum til Kaupmannahafnar og biður hann að setja bréfin til sín með send-
ingum til Hallgríms, því að honum treysti hún manna best á Álftanesinu.15 Að
vera heill og traustur eru feikna góð ummæli. Húsfreyjan á Bessastöðum átti
einhver leyndarmál sem hún deildi með bróður sínum, en vildi ekki að eigin-
maðurinn vissi um. Eiginkona séra Árna Helgasonar leitaði til Hallgríms með
hugðarefni sem voru af allt öðrum toga, en þau voru um draumaráðningar og
dulargáfur. Handritasafn hans ber þess merki að hann safnaði og rannsakaði
sagnir eins og af huldufólki og galdramönnum. Flestar huldar vættir má rekja
til norrænu goðsagnanna sem birtast meðal annars í Eddukvæðum. Þá voru
álfa- og huldufólkssögur oftar en ekki draumsagnir. Hallgrímur studdi síðar
dyggilega við bakið á Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara og Bessastaðasveini og
lét af hendi rakna þjóðsögur til hans sem og gátusafn.16
Endurminningar Hallgríms frá Hólaskóla, sem Jón Árnason skráði, voru
mikilsverð heimild af því að afar lítið er vitað um daglegt líf í latínuskólum
18. og 19. aldar. Hann fjallaði þar um leiki og störf nemenda. Hvort hann
hefur kennt strákunum á Bessastöðum eitthvað af leikjunum, sem þeir stund-
uðu á Hólum, er ekki unnt að fullyrða, en sömu þrautir voru viðhafðar við
busavígslu á Hólum og Bessastöðum. Gefum Hallgrími eftir hið skrifaða orð
þegar hann lýsti leiknum að vaða bál:
Sá leikur [að vaða bál] var í því fólginn, að piltar settust niður í tveim röðum, hvor
móti annari, hölluðu sér aptur á bak og studdu niður olbogunum, en ráku fæturnar
upp, aðrir segja, að þeir hafi sezt niður í hring og sparkað svo allir upp fótunum.
Nú var listin í því fólgin, að geta hlaupið eptir endilangri fótaröðinni á iljum hinna,
sem á gólfinu lágu, hversu ókyrrir sem þeir voru, eða spörkuðu í þann, sem hlaupa
átti. Þetta var í Hólaskóla nokkurskonar kárina eða skyldukvöð, sem lögð var fyrir
novos og þó tóku antiqui þessa hremmingu af þeim, þegar þeir sáu, að novi mundu
ekki endast til þessa; enda var þetta hættuspil og ekki fyrir aðra að komast vel frá
þessum leik en fimustu menn.17
Hallgrímur sagði sjálfan sig og Ólaf Þorleifsson, síðar prest í Höfða í Höfða-
hverfi, hafa verið liprasta og tekið ómakið af nýnemum og vaðið bálið fyrir
þá. Á mánudögum voru þeir á Hólum lausir við bóknám og stunduðu þá leiki,