Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 105

Andvari - 01.01.2012, Blaðsíða 105
andvari SÉRKENNILEGUR, UNDARLEGUR OG FURÐULEGUR EINFARI 103 stórskáldum heldur á Benedikt Gröndal sjálfum.10 Dægradvöl er tilfinninga- þrungin frásögn um innra líf höfundarins. Gröndal dregur síður en svo fjöður yfir eigið hugarástand og hefur sjálfur áhuga á því. Þegar 21. aldar maður sem hefur kynnst sálrænum kvillum ýmist af eigin raun eða annarra les reiðilestra Benedikts Gröndals, frásagnir hans af eigin óheppni og hvernig umheimurinn hunsar hann og svívirðir kemur orðið þung- lyndi strax upp í hugann og raunar er erfitt að nálgast ritið öðruvísi þegar sú tilgáta er fædd. Þunglyndi má þá skilgreina sem kvíða, depurð og vanlíðan sem er orðið ráðandi sálarástand þannig að líta má á sem sjúkdóm. Þá er um leið litið svo á að kvíði eða depurð stafi ekki endilega af þeim litlu og tiltölu- lega ómerkilegu atvikum sem vekja þessar kenndir í hvert sinn heldur eigi ástandið sér dýpri rætur, e.t.v. í missi sem hinum þunglynda hefur ekki tekist að vinna nógu rækilega úr. Það er ómaksins vert að skoða textann stuttlega í leit að dæmum sem styðja þessa tilgátu og er því þá ekki haldið fram að hún sé endilega mjög frumleg þó að hún hafi raunar ekki verið sett fram áður í grein; fyrir því eru líka ákveðnar forsendur sem verða ræddar betur hér á eftir. Þunglyndið verður fyrst í stað greint fyrst og fremst út frá eigin reynslu og hugmyndum en án tilvísana til fræðikenninga þó að þar með sé ekki sagt að ósérfróður nútímamaður geti verið með öllu ósnortinn af þeim. Óhætt er að viðurkenna strax áhrif skrifa föður sálfræðinnar, Sigmunds Freud, um sorg og missi en að þeim verður stuttlega vikið í lok greinarinnar. í Dægradvöl kemur skýrt fram að Benedikt Gröndal gerir sér grein fyrir eigin sorg og þunglyndi. Hann lýsir æskukveðskap sínum á dönsku með þess- um orðum: „allt var það gagndrepa af sorgartárum og eymdarskoðunum - ég veit ekki af hverju“ (Dægradvöl, 132). Lykilorðin hér eru annars vegar sorg og eymd en hins vegar skilningsleysi á orsökum þessara tilfinninga. Gröndal kannast ekki lengur við að hafa haft ástæður fyrir sorg sinni og eymd á þess- um tíma og hneigist helst til að gera lítið úr eigin fornu depurð - þetta er samkvæmt minni reynslu og annarra ekki óalgengt hjá þunglyndum og eitt af því sem reynt er að vinna með þegar þeir leita sér lækninga. Raunar kemur ekki fram hvort sorgin og eymdin í skáldskapnum endurspeglaði innra líf höf- undarins á þeim tíma en er þó langlíklegast miðað við sálarástand hans síðar. En skýrt kemur fram að sorgin er ekki rökrétt; hana er ekki hægt að skýra á einfaldan hátt. Það á einmitt gjarnan við um depurð eða þunglyndi sem er á mörkum þess að vera sjúklegt; í nútímanum er gjarnan litið svo á að það komi iðulega fram ótengt forsendunum fyrir því og það virðist hafa átt við hjá Gröndal eins og nánar verður vikið að síðar. Eins og fram kemur í sjálfshæðnum ummælum hans um þessi gleymdu kvæði æskuáranna er Benedikt Gröndal iðulega gagnrýninn á sjálfan sig í Dægradvöl sem kann að vera þunglyndiseinkenni. Þannig segir hann um sjálfan sig nýkom- inn frá Kaupmannahöfn: „Þótt ég hefði allmikla þekkingu af bókum, þá var ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.