Andvari - 01.01.2012, Page 105
andvari
SÉRKENNILEGUR, UNDARLEGUR OG FURÐULEGUR EINFARI
103
stórskáldum heldur á Benedikt Gröndal sjálfum.10 Dægradvöl er tilfinninga-
þrungin frásögn um innra líf höfundarins. Gröndal dregur síður en svo fjöður
yfir eigið hugarástand og hefur sjálfur áhuga á því.
Þegar 21. aldar maður sem hefur kynnst sálrænum kvillum ýmist af eigin
raun eða annarra les reiðilestra Benedikts Gröndals, frásagnir hans af eigin
óheppni og hvernig umheimurinn hunsar hann og svívirðir kemur orðið þung-
lyndi strax upp í hugann og raunar er erfitt að nálgast ritið öðruvísi þegar sú
tilgáta er fædd. Þunglyndi má þá skilgreina sem kvíða, depurð og vanlíðan
sem er orðið ráðandi sálarástand þannig að líta má á sem sjúkdóm. Þá er um
leið litið svo á að kvíði eða depurð stafi ekki endilega af þeim litlu og tiltölu-
lega ómerkilegu atvikum sem vekja þessar kenndir í hvert sinn heldur eigi
ástandið sér dýpri rætur, e.t.v. í missi sem hinum þunglynda hefur ekki tekist
að vinna nógu rækilega úr. Það er ómaksins vert að skoða textann stuttlega í
leit að dæmum sem styðja þessa tilgátu og er því þá ekki haldið fram að hún
sé endilega mjög frumleg þó að hún hafi raunar ekki verið sett fram áður í
grein; fyrir því eru líka ákveðnar forsendur sem verða ræddar betur hér á eftir.
Þunglyndið verður fyrst í stað greint fyrst og fremst út frá eigin reynslu og
hugmyndum en án tilvísana til fræðikenninga þó að þar með sé ekki sagt að
ósérfróður nútímamaður geti verið með öllu ósnortinn af þeim. Óhætt er að
viðurkenna strax áhrif skrifa föður sálfræðinnar, Sigmunds Freud, um sorg og
missi en að þeim verður stuttlega vikið í lok greinarinnar.
í Dægradvöl kemur skýrt fram að Benedikt Gröndal gerir sér grein fyrir
eigin sorg og þunglyndi. Hann lýsir æskukveðskap sínum á dönsku með þess-
um orðum: „allt var það gagndrepa af sorgartárum og eymdarskoðunum - ég
veit ekki af hverju“ (Dægradvöl, 132). Lykilorðin hér eru annars vegar sorg
og eymd en hins vegar skilningsleysi á orsökum þessara tilfinninga. Gröndal
kannast ekki lengur við að hafa haft ástæður fyrir sorg sinni og eymd á þess-
um tíma og hneigist helst til að gera lítið úr eigin fornu depurð - þetta er
samkvæmt minni reynslu og annarra ekki óalgengt hjá þunglyndum og eitt af
því sem reynt er að vinna með þegar þeir leita sér lækninga. Raunar kemur
ekki fram hvort sorgin og eymdin í skáldskapnum endurspeglaði innra líf höf-
undarins á þeim tíma en er þó langlíklegast miðað við sálarástand hans síðar.
En skýrt kemur fram að sorgin er ekki rökrétt; hana er ekki hægt að skýra
á einfaldan hátt. Það á einmitt gjarnan við um depurð eða þunglyndi sem er
á mörkum þess að vera sjúklegt; í nútímanum er gjarnan litið svo á að það
komi iðulega fram ótengt forsendunum fyrir því og það virðist hafa átt við hjá
Gröndal eins og nánar verður vikið að síðar.
Eins og fram kemur í sjálfshæðnum ummælum hans um þessi gleymdu kvæði
æskuáranna er Benedikt Gröndal iðulega gagnrýninn á sjálfan sig í Dægradvöl
sem kann að vera þunglyndiseinkenni. Þannig segir hann um sjálfan sig nýkom-
inn frá Kaupmannahöfn: „Þótt ég hefði allmikla þekkingu af bókum, þá var ég