Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 124

Andvari - 01.01.2012, Side 124
122 JÓN Þ. ÞÓR ANDVARI sem Páll taldi sig vita betur en höfundur dönsku bókarinnar, en þó ekki nógu mikið til að víkja frá danska textanum: Þó eg hafi nokkra vitneskju um, að hinar nýjustu uppgötvanir manna bæði á Egypta- landi og í Asíu bendi til þess, að sumt vanti og sumt sé eigi sem réttast, er sagt hefir verið frá fornþjóðum þessara landa, og sem staðið hefir í hverri veraldarsögunni eptir aðra, þá hefi eg samt sem áður eigi árætt að breyta frá því, sem bæði Bóhr og aðrir sagnritendur, sem mér eru kunnir, hafa sagt um það efni; þess er ætíð kostur þá er full vissa er um það fengin.6 Varla leikur á tvennu, að vinnuaðferð Páls var hárrétt og líkast til eina leiðin, sem honum var fær miðað við aðstæður. Fornaldarsaga hans var 253 blaðsíður að lengd og skiptist í þrjá meginhluta. Flinn fyrsti fjallaði um fornþjóðir Asíu og Afríku, Babýlóníuríki, Fönikíumenn, Gyðinga, Persa og Egypta, annar hlutinn um Grikkland hið forna fram til ársins 301 f. Kr., og þriðji hlutinn um sögu Rómverja frá stofnun Rómaborgar til falls vestrómverska ríkisins árið 476 e. Kr. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur. Hún bætti úr brýnni þörf fyrir námsefni á íslensku í mannkynssögu í Lærða skólanum og varð fróð- leiksfúsu fólki í öllum landshlutum og þjóðfélagsstéttum nær ótæmandi þekk- ingarbrunnur. Hún þótti og einkar vel skrifuð og Jón Þorkelsson rektor lýsti henni þannig: ... framsetningin á Fornaldarsögu Páls Melsteðs er svo lagleg, og málið svo hreint og undireins svo viðfeldið, svo jafnlángt frá því að vera of fornt og of hversdagslegt, að hér er ekki völ á eins góðu og því síður betra máli. Eg hefi talað við marga menntaða menn hér á landi, og hefir þeim öllum borið saman um það, að Páll Melsteð riti nú allra manna hreinasta, liprasta og viðkunnanlegasta íslenzku .. ? Undir þessi orð gátu flestir tekið og enn í dag hlýtur Fornaldarsaga Páls að vekja lesendum áhuga og ánægju, svo vel er hún samin og skrifuð. Góðar viðtökur við Fornaldarsögunni hleyptu Páli kappi í kinn og tveim- ur árum síðar, 1866, kom út annað bindi mannkynssögu hans. Það nefndist Miðaldasagan og tók yfir tímabilið 476-1517, frá falli vestrómverska ríkisins og þar til siðbót Marteins Lúthers hófst á Þýskalandi. í formála lýsti Páll við- fangsefni sínu með þessum orðum: Miðaldasagan er mjög einkennileg og eptirtektarverð. Rómaveldi er eptir hinn mikla þjóðastorm fallið í rústir. Á þeim rústum reisa nýjar og lítt mentaðar þjóðir bústaði sína, en þær eru hraustar og harðfengar og lausar við marga þá ókosti, sem eytt höfðu lífsafli Rómverja. Þegar þær kynnast hinni fornu mentun bæði á Ítalíu og á Grikklandi, læra þær margt og mikið, og taka þar í arf mörg andleg auðæfi eptir hinar deyjandi kynslóðir, sem þar höfðu á undan þeim búið. Þannig flytst mentun fornaldarinnar yfir til miðaldaþjóðanna, endurlifnar hjá þeim en í annari mynd og kemur ýmislega fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.