Andvari - 01.01.2012, Side 124
122
JÓN Þ. ÞÓR
ANDVARI
sem Páll taldi sig vita betur en höfundur dönsku bókarinnar, en þó ekki nógu
mikið til að víkja frá danska textanum:
Þó eg hafi nokkra vitneskju um, að hinar nýjustu uppgötvanir manna bæði á Egypta-
landi og í Asíu bendi til þess, að sumt vanti og sumt sé eigi sem réttast, er sagt hefir
verið frá fornþjóðum þessara landa, og sem staðið hefir í hverri veraldarsögunni eptir
aðra, þá hefi eg samt sem áður eigi árætt að breyta frá því, sem bæði Bóhr og aðrir
sagnritendur, sem mér eru kunnir, hafa sagt um það efni; þess er ætíð kostur þá er full
vissa er um það fengin.6
Varla leikur á tvennu, að vinnuaðferð Páls var hárrétt og líkast til eina leiðin,
sem honum var fær miðað við aðstæður. Fornaldarsaga hans var 253 blaðsíður
að lengd og skiptist í þrjá meginhluta. Flinn fyrsti fjallaði um fornþjóðir Asíu
og Afríku, Babýlóníuríki, Fönikíumenn, Gyðinga, Persa og Egypta, annar
hlutinn um Grikkland hið forna fram til ársins 301 f. Kr., og þriðji hlutinn
um sögu Rómverja frá stofnun Rómaborgar til falls vestrómverska ríkisins
árið 476 e. Kr. Bókin hlaut mjög góðar viðtökur. Hún bætti úr brýnni þörf
fyrir námsefni á íslensku í mannkynssögu í Lærða skólanum og varð fróð-
leiksfúsu fólki í öllum landshlutum og þjóðfélagsstéttum nær ótæmandi þekk-
ingarbrunnur. Hún þótti og einkar vel skrifuð og Jón Þorkelsson rektor lýsti
henni þannig:
... framsetningin á Fornaldarsögu Páls Melsteðs er svo lagleg, og málið svo hreint og
undireins svo viðfeldið, svo jafnlángt frá því að vera of fornt og of hversdagslegt, að
hér er ekki völ á eins góðu og því síður betra máli. Eg hefi talað við marga menntaða
menn hér á landi, og hefir þeim öllum borið saman um það, að Páll Melsteð riti nú allra
manna hreinasta, liprasta og viðkunnanlegasta íslenzku .. ?
Undir þessi orð gátu flestir tekið og enn í dag hlýtur Fornaldarsaga Páls að
vekja lesendum áhuga og ánægju, svo vel er hún samin og skrifuð.
Góðar viðtökur við Fornaldarsögunni hleyptu Páli kappi í kinn og tveim-
ur árum síðar, 1866, kom út annað bindi mannkynssögu hans. Það nefndist
Miðaldasagan og tók yfir tímabilið 476-1517, frá falli vestrómverska ríkisins
og þar til siðbót Marteins Lúthers hófst á Þýskalandi. í formála lýsti Páll við-
fangsefni sínu með þessum orðum:
Miðaldasagan er mjög einkennileg og eptirtektarverð. Rómaveldi er eptir hinn mikla
þjóðastorm fallið í rústir. Á þeim rústum reisa nýjar og lítt mentaðar þjóðir bústaði
sína, en þær eru hraustar og harðfengar og lausar við marga þá ókosti, sem eytt höfðu
lífsafli Rómverja. Þegar þær kynnast hinni fornu mentun bæði á Ítalíu og á Grikklandi,
læra þær margt og mikið, og taka þar í arf mörg andleg auðæfi eptir hinar deyjandi
kynslóðir, sem þar höfðu á undan þeim búið. Þannig flytst mentun fornaldarinnar yfir
til miðaldaþjóðanna, endurlifnar hjá þeim en í annari mynd og kemur ýmislega fyrir