Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2012, Side 140

Andvari - 01.01.2012, Side 140
138 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON ANDVARI um sínum haft bein áhrif til bóta á ýmsa stofnanastarfsemi sem hann beindi spjótum sínum að, ekki síst á skóla á vegum hins opinbera sem og ýmsar um- önnunarstofnanir. Og í reynd varð Dickens að höfundi í margvíslegum skiln- ingi sem á rætur í sögum hans en nær út fyrir þær. Hann er einn af höfundum Lundúnaborgar á 19. öld (borgir, líkt og aðrir staðir, myndast ekki síst í hugs- unum og hugmyndum fólks) og þar með einn höfunda þess skilnings sem við höfum á lífinu í nútímaborgum. Hann er einn af höfundum jólanna og þess anda sem við tengjum þeim - einkum í krafti nóvellu sinnar „A Christmas Carol“.4 Og hann er einn af höfundum vitundar okkar um bernskuna: um frjómagn hennar og dýrmætt sakleysi hennar og valdaleysi sem getur verið svo óendanlega máttugt. Dickens verður til á íslensku Stærð Dickens sem höfundar tengist því hvernig hann yrkir samfélag sitt og hann hefur einnig þótt skírskota með mikilvægum hætti til mannlífs og sam- félags í öðrum löndum og á öðrum tímum. Hann víkur sjálfur að slíkum samanburði í frægum upphafsorðum skáldsögu sinnar, A Tale of Two Cities, sem gerist í London og París á tímum frönsku byltingarinnar. Ýmsir kann- ast við þessi orð: „It was the best of times, it was the worst of times, it was the age of wisdom, it was the age of foolishness“ - og svo framvegis.5 Fyrir rúmum fjörutíu árum, 1970, á hunduðustu ártíð Dickens, þýddi Jónas Haralz þessa upphafsefnisgrein svo: Þetta voru beztu tímar og hinir verstu, öld vizku og öld heimsku, trúarskeið og skeið vantrúar, árstíð ljóss og árstíð myrkurs, vordagar vonarinnar og vetur örvæntingarinnar. Við áttum allt í vændum, við áttum ekkert í vændum, við vorum öll á hraðri leið til himna, við vorum öll að fara beint til helvítis. í stuttu máli sagt, tímarnir þá voru svo líkir því, sem þeir eru nú, að sumir þeirra, er mest höfðu sig í frammi, kröfðust þess, að allt væri, til góðs eða ills, látið heita annað hvort í ökkla eða eyra. Það er út af fyrir sig merkilegt að hagfræðingur skuli ekki bara þýða þessar setningar, heldur flytja þær og leggja út af þeim í ræðu á árshátíð Félags ís- lenskra stórkaupmanna - en ræðan birtist síðan í Lesbók Morgunblaðsins. Að lokinni þýddri tilvitnun í skáldsögu Dickens, segir Jónas: Tímarnir þá voru líkir því, sem þeir eru nú, fannst Dickens. Hvað getur okkur þá virzt um okkar eigin tíma, þann áratug, sem nú er senn á enda, og þá áratugi sem á undan honum fóru? Við höfum lifað tíma mestu framfara og velmegunar, sem um getur, en við höfum einnig lifað tíma hungurs, klæðleysis og híbýlaskorts mikils hluta mannkyns. Við höfum lifað öld mikilla uppgötvana og afreka í vísindum og tækni, en jafnframt öld eyðingar gróðurs og dýralífs, mengunar lofts og lagar. Við höfum lifað skeið trúar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.