Andvari - 01.01.2012, Page 51
ANDVARI
RÓBERT ABRAHAM OTTÓSSON
49
gafst til. Að áeggjan Jóns Helgasonar fann hann erlenda fyrirmynd lags
í söngvasafninu Melódíu, og hann ritaði einnig um forna íslenska tón-
fræðitexta og prósessíusöng munka á Þingeyrum. Honum voru síðar falin
ýmis störf sem tengdust tónlistarrannsóknum á alþjóðlegum vettvangi,
meðal annars að skrifa greinar um norræna kirkjutónlist í Kulturhistorisk
leksikon for nordisk middelalder og um íslenska tónlist í Grove-
tónlistarorðabókina.108 Róbert naut mikillar virðingar á alþjóðlegum vett-
vangi fyrir fræðistörf sín og er hans enn minnst af starfsbræðrum sínum
víða um heim fyrir vönduð vinnubrögð og yfirgripsmikla þekkingu.
Róbert var ekki afkastamikið tónskáld og hélt eigin tónsmíðum ekki
mjög á loft. Svo virðist sem honum hafi þótt sá þáttur ævistarfsins helst
til léttvægur miðað við annað sem hann hafði að iðja. Jafnvel átti hann
það til að slá öllu upp í grín þegar athyglin beindist að eigin afrekum
á þessu sviði. Á nótum að tónsmíð sem hann útbjó til flutnings handa
Söngsveitinni Fílharmóníu skömmu fyrir andlát sitt eignaði hann
verkið ókunnu tónskáldi að nafni Trebor Maharba - sem er Robert
Abraham afturábak.
Raunar var Róbert svo gagnrýninn á tónverk sín að hann hirti lítt
um að halda þeim til haga. Sum eru með öllu týnd og önnur hafa ekki
varðveist nema að hluta. Meðal þeirra verka sem ekki hafa fundist í
eftirlátnum skjölum hans eru forleikur sem hann samdi fyrir uppfærslu
Leikfélags Akureyrar á Dansinum í Hruna árið 1936, og Þingvallareiö
sem varð til handa piltunum í kór Menntaskólans í Reykjavík skömmu
eftir að hann fluttist suður.109 Róbert samdi forleik yfir gömul ensk
þjóðlög fyrir Söngbjölluna eftir Charles Dickens sem sett var upp í
Þjóðleikhúsinu á vígsluári þess og eru hljómsveitarraddir hans nýverið
komnar í leitirnar. Af tónsmíð fyrir kór og hljómsveit sem varð til
haustið 1953, við 148. Davíðssálm, hafa aðeins kórraddir fundist.110
Af þeim verkum sem þó hafa varðveist sést að Róbert bjó yfir
miklum gáfum sem tónskáld. í stíl hans renna saman evrópsk áhrif
og íslensk, gamall tími og nýr. Handa Samkór Abrahams á Akureyri
samdi hann „ballade fyrir bassasóló, kór og píanó“ við Ijóð Gríms
Thomsen, Svarkurinn, og var það frumflutt á páskatónleikum kórsins
1940. Einn gagnrýnandi kvað lagið ekkert minna en „meistaraverk,
samið í nýtísku tónlistarstíl (sem að vísu er ekki nema að nokkru leyti
nýr, því hann byggir mjög mikið á miðalda tónlist)11.111 Útvarpskórinn
söng Svarkinn vorið 1949 og til allrar hamingju hefur sá flutningur
varðveist á lakkplötu. Lagið er sannarlega kraftmikið og við flutning