Morgunblaðið - 25.11.2022, Síða 4

Morgunblaðið - 25.11.2022, Síða 4
FRÉTTIR Innlent4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 VORGOLF Á ALICANTE 7 DAGA FERÐIR Á EL PLANTIO EÐA ALICANTE GOLF VERÐ FRÁ149.900 KR. Á MANN M.V. 4 FULLORÐNA 174.900 KR. Á MANNM.V. 2 FULLORÐNA ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 WWW.UU.IS INNIFALIÐ Í VERÐI: BEINT FLUG GISTING ÓTAKMARKAÐ GOLF INNRITAÐUR FARANGUR HANDFARANGUR FLUTNINGUR Á GOLFBÚNAÐ AFNOT AF GOLFBÍLERTU MEÐ HÓP? SENDU FYRIRSPURN Á GOLF@UU.IS Samningamenn verkalýðshreyf- ingarinnar og Samtaka atvinnu- lífsins hafa ekki gefið upp á bátinn tilraunir til að ná samkomulagi um gerð skammtímasamnings þrátt fyrir uppnámið sem varð í kjaraviðræðun- um í fyrradag vegna ákvörðunar pen- ingastefnunefndar Seðlabankans um hækkun stýrivaxta. Fundarhöld komust í gang á nýjan leik upp úr hádegi í gær og var fundað þétt eftir hádegi í flestum herbergj- um í húsnæði ríkissáttasemjara eftir að forystumenn höfðu ráðið ráðum sínum með félögum sínum. Brothætt staða Staðan var sögð brothætt og óá- nægja og reiði vegna hækkunar Seðlabankans hafði lítið sjatnað en niðurstaðan varð þó sú að reyna áfram. Var búist við að fundir gætu staðið yfir fram eftir kvöldi og að óbreyttu muni samninganefndirnar halda viðræðum áfram yfir helgina. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra boðaði forystumenn viðsemj- enda, SA, VR og LÍV, Starfsgreina- sambandsins og samflots iðn- og tæknifólks, til fundar í forsætisráðu- neytinu kl. 9:30 í gærmorgun vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem upp var komin í kjaraviðræðunum í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans en um tíma héngu viðræðurnar á bláþræði. ,,Þetta var bara ágætis samtal sem við áttum og fórum yfir stöðuna. Það var gott að finna að það væri áhugi þarna," sagði Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, forseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambandsins, að loknum fundinum. Á honum mun Katrín hafa ítrekað vilja ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir gerð væntanlegra samn- inga. Samningamenn héldu að loknu samtalinu við forsætisráðherra upp í húsnæði ríkissáttasemjara og var sameiginlegur fundur viðsemjenda haldinn í hádeginu um stöðuna. Þá var boðað til fundar framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins kl. 13 til að fara yfir málin og næstu skref. Stóðu vonir til þess að í framhaldi af því kæmist kraftur í vinnuna á nýjan leik. Samflotshóparnir á sömu línu Viðræðurnar fara fram undir stjórn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemj- ara en kjaradeilunum var vísað til sáttameðferðar í seinustu viku. Er annars vegar um að ræða samflot 17 félaga í Starfsgreinasambandinu, VR og annarra félaga verslunarfólks í LÍV og hins vegar samflot allra stéttarfé- laga iðn- og tæknifólks. Samkvæmt upplýsingum blaðsins voru hóparnir allir komnir nokkurn veginn á sömu línu um að skoða fyrst og fremst hvort unnt væri að ná samkomulagi milli viðsemjenda um gerð skammtímasamnings sem gildi til áramóta 2023/24 og gáfu verkalýðsfélögin skamman tíma til að reyna hvort það tækist „þó auðvitað sé himinn og haf á milli hækkana,“ eins og einn verkalýðsforingi innan SGS orðaði það um ólíka afstöðu verkalýðsfélaganna og SA til launa- breytinga. Ætla samflotshóparnir að vinna náið saman í viðræðunum þó þær fari fram sitt í hvoru lagi. Efling hefur ekki vísað Efling, annað stærsta stéttarfélag landsins, er ekki aðili að þessum viðræðum og hefur ekki vísað kjara- deilunni við atvinnurekendur til rík- issáttasemjara. Reiknað er með að haldinn verði samningafundur Efl- ingar og SA í næstu viku en sá fundur hafði þó ekki verið tímasettur í gær eftir því sem næst verður komist. Forystumenn Eflingar hafa lagt áherslu á gerð langtímasamnings og kynnt kröfugerð þar sem farið er fram á hækkun allra mánaðarlauna um 167 þúsund krónur á þriggja ára samningstíma. lViðsemjendur í Karphúsinu halda áfram tilraunum til að ná samkomulagi um skammtímasamning lForsætisráðherra kallaði forystumenn á fund vegna uppnámsinslSegjast gefa sér stuttan tíma Kraftur kominn á ný í viðræðurnar Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Viðtöl Kristján Þ. Snæbjarnarson, formaður RSÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við Stjórnarráðið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sáttafundur Sett var upp þétt dagskrá í Karphúsinu þegar samn- inganefndir komu saman til fyrsta sáttafundarins sl. mánudag. FORSÆTISRÁÐHERRA Leggja sitt af mörkum Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði í óundirbún- um fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær að hún hefði óskað eftir fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gærmorgun þar sem staða kjaraviðræðna er viðkvæm. Það væri mikill hagur allra í þessu landi, ef unnt verði að halda frið á vinnumarkaði. „Í þeim efnum hafa stjórnvöld lýst sig reiðubúin til samtals, til þess að leggja sitt af mörkum til að greiða fyrir mögulegum kjara- samningum,“ sagði hún. Katrín Jakobsdóttir Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ræddu nokkuð um stöðuna á vinnumarkaði á Peningamálafundi Viðskipta- ráðs í gærmorgun. Bjarni sagði í umræðum undir lok fundarins að þær kröfur sem komið hafa fram af hálfu verkalýðshreyfingarinn- ar væru óraunhæfar og í engu samræmi við stöðuna í hagkerf- inu. Ásgeir benti í fyrirlestri sínum á og ítrekaði í umræðum að það skipti engu máli hvað aðilar vinnumarkaðarins semja um ef Seðlabankinn stendur ekki að baki þess fjármagns sem samið er um. Það myndi ekki skila sér í auknum kaupmætti. Hann sagði jafnframt að verkalýðsfélögin yrðu að átta sig á því að þjóðin gæti ekki verið áskrifandi að ákveðnum kaupmætti. lÓraunhæfar kröfur lagðar fram Sendu verkalýðs- forystunni tóninn Morgunblaðið/Eggert Kaupmáttur Ásgeir rakti kaupmáttaraukningu síðustu ára og stöðuna nú.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.