Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Hjarta heimilisins Við hönnum innréttingar að þínum þörfum Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is.2000 — 2022 Virka daga 10-17 Laugardaga 11-15 STAKSTEINAR Farsælast að fara varlega Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um innflytjendamál í pistli á mbl.is og bendir á að velferðarkerfin á Norðurlöndum séu aðdráttarafl en að aðflutn- ingur fólks skapi vaxandi álag á þessi velferðar- kerfi. Hér á Íslandi megi sjá að aðstoð við flóttamenn og hælisleitendur kosti æ meira með hverju árinu. Þá bendir hann á að fjár- munirnir nýtist best „ef þeim er varið sem næst heim- kynnum flóttamannanna, allar rannsóknir sýna það. Þá er hægt að hámarka hamingju sem flestra. Á þetta er bent aftur og aftur en ekkert breytist og nú er rætt opinberlega um að móttaka flóttamanna kosti íslenskt sam- félag 10 milljarða króna í ár en flestir vita að þar til viðbótar er verulegur falinn kostnaður sem birtist í auknu álagi á velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfið. Eðlilega spyr fólk hver sé stefna íslenskra stjórnvalda í flóttamannamálum? Að hafa landið algerlega opið og taka við öllum sem hingað leita? Að hing- að komi á ári nokkur þúsund manns og móttaka flóttamanna verði þannig stærsti útgjaldalið- ur íslenska velferðarkerfisins? Vissulega tala margir óábyrgir stjórnmálamenn þannig en almenningur sér í gegnum það eins og nýjar kannanir sýna.“ Loks nefnir hann að farsælast sé að „fara varlega í innflytj- endamálum og leita eftir sátt við almenning en ekki reyna að þvinga hana fram.“ Sigurður Már Jónsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar 346 sektir vegnanagladekkja lSektum vegna nagladekkja fjölgað mikið á þessu ári frá árunum á undan Lögreglan á landinu hefur sektað ökumenn í 346 tilvikum vegna ólöglegrar notkunar nagladekkja á fimm ára tímabili, frá ársbyrjun 2018 til 6. nóvember á yfirstand- andi ári, en óheimilt er að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Flestar sektir hafa verið gefnar út á yfirstand- andi ári á þessu tímabili eða alls 116 samanborið við 46 í fyrra, 40 á árinu 2020 og 91 sekt sem var gefin út á árinu 2019. Þessar upplýsingar koma fram í svari dómsmálaráðherra við fyr- irspurn frá Andrési Inga Jónssyni alþingismanni á Alþingi. Í svarinu er birt yfirlit yfir sektarálagningu vegna nagladekkjanotkunar eftir lögregluembættum og kemur fram að langflestar sektir eða 227 hafa verið lagðar á bíleigendur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2018-2022, næstflestar eða 40 hjá lögreglunni á Suðurlandi og 30 á Suðurnesjum. Fæstar eða aðeins tvær sektir voru gefnar út af embætti lögreglustjórans á Norð- urlandi vestra á öllu tímabilinu, sex sektir á Norðurlandi eystra og sjö í Vestmannaeyjum. Fram kemur að engin sekt var gefin út í lögregluumdæmum fyrstu tvær vikur eftir að bann við notkun nagladekkja tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út. Morgunblaðið/Ómar VetrarumferðÓheimilt er að nota nagladekk frá 15. apríl til 31. okt. Upplifun á jólamark- aðinum við Elliðavatn Skógræktarfélag Reykjavíkur stend- ur fyrir jólamarkaði við Elliðavatn allar helgar aðventunnar. Fyrsta opnunarhelgin er nú að ganga í garð og á laugardag og sunnudag er opið milli kl. 12 og 14. Kostað er kapps að skapa ljúfa jólastemningu þar sem gestum býðst að njóta ævintýralegr- ar skógarupplifunar í Heiðmörk. Á markaðnum selur Skógræktar- félag Reykavíkur jólatré, rekur lítið kaffihús og stendur fyrir handverks- markaði þar sem gestir geta keypt ýmsan varning sem t.d. getur verið góðar gjafir um hátíðirnar. Sú hefð er að við opnun jólamark- aðarins taki hópur úr Norðlinga- skóla í Reykjavík lagið og syngi jólalög og svo verður einnig nú. Þennan dag er Jólamarkaðstréð einnig opinberað en á hverju ári er fenginn nýr listamaður til að skreyta tréð. Unndór Egill Jónsson sá um að skapa skraut þessa árs, en það var unnið úr birki sem til féll við grisjun í Heiðmörk. Jólamarkaður Glatt á hjalla í Heiðmörk nú þegar jólin eru að nálgast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.