Morgunblaðið - 25.11.2022, Page 12

Morgunblaðið - 25.11.2022, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 DAGLEGTLÍF12 www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200 Øya Sendum frítt ef verslað er yfir 10.000- 25.-28. nóvember 20% afsláttur af öllum vörum í verslun og netverslun Dimmalimmreykjavik.is Svartir afsláttardagar Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun. 13-17 DIMMAL IMM N ú, hann er bara hér, saumaður úr gardínum og einni nælonskyrtu, maður varð að bjarga sér í þá tíð, Hrafngerður mín, þótt efnin væru lítil,“ sagði hin níutíu og eins árs gamla Kristjana Sig- ríður Vagnsdóttir á Þingeyri um kjólinn sem hún saumaði fyrir 55 árum á dóttur sína. Hrafngerður Ösp Elíasdóttir býr nú á Þórshöfn en þegar hún hóf búskap lét móðir hennar hana fá kjólinn, sem hún saumaði á dótturina þegar hún var tæplega ársgömul, heima á Sveinseyri við Dýrafjörð. Ást og umhyggja Þessi litli heimasaumaði kjóll og tilurð hans sýnir glöggt hve miklar breytingar hafa orðið í samfé- laginu á rúmum fimmtíu árum. Nú dynja auglýsingar daglega yfir landsmenn, allt þarf að eiga, allt þarf að kaupa, tilboðin flæða; það er dagur einhleypra, svartur föstudagur, netmánudagur, maður verður hreinlega móður af æsingi yfir ómótstæðilegum tilboðum sem ekki má missa af! Og auðvitað sárvantar okkur allt sem auglýst er, þótt við hefðum ekki hugmynd um það áður. Svo má velta fyrir sér hversu mikil ást og umhyggja fylgir öllu þessu sem keypt er. Litli vestfirski telpukjóllinn er dæmi um ást, um- hyggju og æðruleysi; hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst. „Maður varð að bjarga sér í þá tíð, Hrafngerður mín,“ sagði Kristjana móðir hennar. „Ég var ekki farin að vinna fyrir pening- um þegar þessi kjóll varð til, ég byrjaði ekki að vinna úti fyrr en þú varst sjö ára, ég hef því alið ykkur öll upp frá blautu barnsbeini, eins og sagt er, og verið heima með ykkur þegar þið voruð lítil. Þið eruð öllsömul ekkert verr upp alin en börnin í dag, þótt ekki væri mikið um auðæfin í þá tíð.“ Dýrmæt minning Þessi kjóll var saumaður á nokkrum klukkutímum, sagði Kristjana, en fjölskyldunni hafði óvænt verið boðið í fermingar- veislu þegar Hrafngerður, yngsta dóttirin, var tæplega ársgömul. Enginn var kjóllinn á þá litlu, svo ekki var annað að gera en að finna eitthvað til að sauma úr og fyrir valinu varð gardína og ein nælon- skyrta. Kjóllinn góði er nú hjá Hrafngerði á Þórshöfn, fimmtíu og fimm árum síðar og dýrmæt minning. „Kannski ég rammi hann bara inn,“ sagði Hrafngerður. Hrafngerður Ösp er yngst átta barna hjónanna Kristjönu Sigríðar Vagnsdóttur og Elíasar M.V. Þórarinssonar sem hófu búskap í Keldudal við Dýrafjörð en fluttu síðar á Sveinseyri þar sem Hrafn- gerður ólst upp. Þótt efnin væru ekki mikil í þá daga, eins og móðir hennar sagði, þá var andans auður nægur á þessu stóra heimili. Þegar Hrafngerður var sextán ára fékk hún þessa vísu frá föður sínum: Hið góða skalt þú aldrei efa í sér vonin kærleik ber. Þómig skorti gull að gefa get ég beðið fyrir þér. Bæði Elías og Kristjana voru skáldmælt og á heimilinu fyrir vestan var töluð hrein, kjarnyrt íslenska og orðaforði ríkuleg- ur. Kristjana hefur samið bæði ljóð og lög og eftir dag Elíasar, sem lést rúmlega sextugur, voru ljóð hans og minningar gefin út, fjögur bindi undir nafninu Andbyr. Elías var bóndi og afkastamikill bátasmiður og hefur Hrafngerður dóttir hans erft hagleik föður síns en hún er núna á 26. ári í hand- menntakennslu í Grunnskólanum á Þórshöfn. Ekur daglega í sund Kristjana móðir hennar býr ein í húsi sínu á Þingeyri. Hún dreif í að taka bílpróf þegar hún var rúmlega sextug og keyrir daglega í sund, orðin 91 árs, og tekur vinkonur sínar með. Hún hefur tileinkað sér tæknina og er á Facebook þar sem hún fylgist með fjölskyldu sinni og afkomendum. Æðruleysi einkennir Kristjönu, hún hefur reynt margt á langri ævi og tekist á við þung áföll. Hún er hress þrátt fyrir háan aldur og lífs- ganga hennar og viðhorf eru góð áminning, mitt í öllu lífsgæðakapp- hlaupinu sem einkennir nútíma- þjóðfélag. Gömul jólakveðja Kristjönu á Facebook til vina sinna: Nú blakta ljós á fagurgrænumgreinum í gegnummyrkrið tindrar vonarsól. Það er svomargt sem leysist þá úr leynum og loksins koma okkar heilög jól. Þá fyllir huga okkar gleðigjafi því Guðmun ávallt veita okkur skjól það var og er og verður aldrei vafi þá vaknar allt sem áður var en kól. Skyrta og gardína urðu að sparikjól Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Kjóll Litli sparikjóllinn, sem orðinn er 55 ára, saumaður úr gardínum og nælonskyrtu á litlu dótturina svo hún yrði nú fín í veislunni. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Saumakona Kristjana Sigríður Vagns- dóttir við fæðingarstað sinn, Ós við Arnarfjörð, á níræðisafmæli sínu í fyrra. „Þessi litli heimasaumaði kjóll og tilurð hans sýnir glöggt hve miklar breytingar hafa orðið í samfélaginu á rúmum fimmtíu árum,“ segir Hrafngerður Ösp Elíasdóttir en móðir hennar saumaði kjól á hana úr gardínum og nælonskyrtu. Enginn var kjóllinn á þá litlu, svo ekki var annað að gera en að finna eitthvað til að sauma úr og fyrir valinu varð gardína og ein nælonskyrta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.