Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 24
FRÉTTIR Innlent24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Þægilegur aðhaldsfatnaður með góðum stuðningi sem klæðist vel undir allar flíkur. Flatir saumar og engar sjáanlega línur. Black Friday Tilboð 25.11-28.11 20% afsláttur af aðhaldsundirfatnaði og undirkjólum Gildir í verslun og í vefverslun selena.is „Við viljum taka þátt í því að byggja upp vínkúltúr á Íslandi,“ segir Einar Þór Ingólfsson, verkfræðingur í Danmörku. Einar og vinir hans stofnuðu nýlega Vínklúbbinn sem hefur það að markmiði að bjóða Íslendingum í fyrsta sinn upp á sérvalin há- gæðavín í áskrift. Um er að ræða nokkur vinahjón sem kynnst hafa vínklúbbum erlendis en þar hefur víða lengi tíðkast að fólk gerist áskrifend- ur að vínkössum sem sendir eru heim til þess. Áskrif- endur vita ekki hverju þeir eiga von á en geta treyst því að um gæðavöru er að ræða. Í ljósi þeirrar þróunar hér á landi, að ekki er amast við netsölu og heimsendingum á áfengi, er loks- ins kominn grundvöllur fyrir slíkri þjónustu. Einar segir að í Vínklúbbnum geti fólk átt von á því að kynnast vínum sem það hefur ekki komist í tæri við áður, bæði hversdagsvínum og eðalvínum. Í kassanum fylgi svo fróðleikur um uppruna þeirra og eig- inleika. „Þetta er óvissuferð í hverjum mánuði og fólk fær með fróðleik á mannamáli um uppruna vínanna, pörun með mat og fleira.“ Hann segir að margir selji vín á Ís- landi og þar geti fólk valið vín sem því finnist góð en það viti ekkert endilega af hverju því finnist þau vín góð. Í Vín- klúbbnum gefist tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og með fróðleiknum sé hægt að setja vínin í rétt samhengi. „Við erum ekki vínsérfræðingar en við erummikið vínáhugafólk. Við erum hins vegar í samstarfi við sérfræðinga og sterka heildsala á Norðurlöndun- um sem aðstoða okkur við að velja vínin. Þá erum við einnig í sambandi við nokkra framleiðendur sem við flytjum beint inn frá. Markmiðið er að vera með fjölbreytt vín frá mörgum mismunandi aðilum.“ Fyrstu áskriftarkassarnir voru afhentir í október og segir Einar að viðtökur hafi verið góðar. Fólk getur valið um að fá þrjár eða sex flöskur í hverjummánuði og á hvaða verðbili vínin eiga að vera. Þjónustan mun halda áfram að þróast að hans sögn. „Við erum eiginlega að smíða flug- vélina meðan hún er á lofti og þetta mun þróast með tímanum. Nú erum við til dæmis komin með kassa með jólavínum og hugmyndin er að vera með kassa sem passa við ákveðin tilefni. Við erum spennt að sjá hver viðbrögðin verða í framhaldinu.“ lVínklúbburinn stofnaðurlÓvissuferð í hverjummánuði Senda fólki sérvalin vín heim í áskrift Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Sending Vínáhugafólk getur fengið kassa sendan heim í hverjummánuði. Einar Þór Ingólfsson Þarftu að láta gera við? FINNA.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.