Morgunblaðið - 25.11.2022, Síða 41

Morgunblaðið - 25.11.2022, Síða 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 Uppákoma Hópur listafólks mætti í Kringluna í vikunni með óvæntar uppákomur. Tilgangurinn var að vekja athygli á árlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Kristinn Magnússon NordAN hittist í Kaupmannahöfn í síð- ustu viku. Þar var fjallað um áfeng- isforvarnir á breiðum grundvelli. Yfirskriftin var „Áfengi og fjöl- skyldulíf“ en Blái krossinn hélt utan um viðburðinn. Flutt voru meðal annars erindi um stöðu neyslu ungs fólks í fyrstu bylgju covid, foreldra- samstarf um forvarnir, „Fetal alco- hol syndrom“ og „Fetal alcohol spectrum disorder“, Espad- rannsóknirnar, umferðaröryggi, barnavernd, norrænu velferð- arnefndina ásamt áfengisstefnu Evr- ópu. Ályktun var sett saman í lok ráðstefnunnar þar sem komið var inn á að áhrif áfengis varða ekki einungis þann sem drekkur heldur snerta þau einnig aðra í fjölskyldu hans/hennar. Áfengisnotkun getur leitt til streitu innan fjölskyldunnar, sam- skiptavanda, átaka, ör- yggisleysis og jafnvel ofbeldis sem getur valdið varanlegum til- finningalegum skaða. Erfiðir tímar, eins og covid-19-heimsfarald- urinn, geta verið sér- staklega varasamir vegna þess að þeir skapa aðstæður sem gera fólk berskjaldaðra en venjulega. Slíkar að- stæður geta magnað upp skaðleg áhrif áfengis og leitt af sér ástand sem fólk kann að eiga erfitt með að takast á við. Félagsþjónusta þarf að vera að- gengileg, skilvirk og taka mið af þeim fjölbreytilegu aðstæðum sem fólk stendur frammi fyrir. Þegar fjöl- skylda tekst á við áfengisvanda þarf að bregðast við á mörgum sviðum. Auk þess sem þjáist af áfengisneysl- uröskun (alcohol use disorder) gætu aðrir í fjölskyldu hans/hennar, sér- staklega börn, þurft sérstaka athygli og aðstoð. Þótt fjölskyldumiðuð með- ferð geti verið gagnleg er mikilvægt að hafa í huga að hver einstaklingur hefur sínar sérstöku þarfir. Við verð- um að geta tekið tillit til margra sjón- armiða og þarfa á sama tíma. Sem dæmi þarf foreldri með áfengisneysl- uröskun meðferð við fíkninni, hitt foreldrið (ef það er ekki með fíkn) gæti þurft aðstoð vegna meðvirkni, báðir foreldrar þurfa stuðning í for- eldrahlutverkinu og hvert barn hefur sínar þarfir. Ályktunin leggur áherslu á og styður eftirfarandi þætti sem varða réttindi og þarfir barna í fjölskyldum sem glíma við áfengisneysluröskun: 1) Barn á rétt á að koma í heiminn án þess að skaðast af áfengisdrykkju eða ávana- og vímuefnaneyslu for- eldris. 2) Börn eiga rétt á æsku án skaða af völdum áfengis eða annarra ávana- og vímuefna. 3) Börn eiga rétt á æsku án áfengismarkaðssetningar og hvers kyns þrýstings til að drekka áfengi eða nota önnur ávana- og vímuefni. 4) Það ættu að fyrirfinnast skilvirk kerfi til þess að finna börn sem líða fyrir áfengi og önnur ávana- og vímuefni og styðja þau. Slík kerfi þurfa að vera alls staðar þar sem börn koma við sögu, svo sem í heilsu- gæslu og á öllum skólastigum. 5) Þekking, verkferlar og úrræði þurfa líka að vera fyrir hendi þar sem for- eldrar eru. Allir sem vinna með full- orðnum með áfengisneysluröskun ættu að hafa sem vinnureglu að spyrja um börn og tryggja að þau fái einnig stuðning. 6) Það að draga al- mennt úr áfengisneyslu er mikilvægt framlag í að vinna gegn ofbeldi gagn- vart börnum og ofbeldi og misnotkun í nánum samböndum. Við hvetjum stjórnvöld og sveitarfélög til að gera ráð fyrir áfengisneyslu í öllum áætl- unum og starfsemi sem varðar fjöl- skyldur, börn og ungmenni. Það er mikilvægt að á tímum eins og co- vid-19 gleymist ekki að huga að áfengisvandanum sem alltaf er til staðar og versnar einungis þegar annað álag bætist við. Að auki viljum við leggja áherslu á skuldbindingu Íslands, sem fer með formennsku í norrænu ráðherra- nefndinni árið 2023, um geðheilbrigði ungs fólks þar sem fram kemur að „forvarnir hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem áhrifaríkt tæki til að efla líkamlega og andlega heilsu, ekki síst meðal ungs fólks“. Við viljum einnig leggja áherslu á og styðja ályktun Eystrasaltsþingsins á 41. þingi þess, þar sem kallað er eftir hraðari innleiðingu SAFER, átaks Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, sem getur verndað fjölskyldur og einstaklinga fyrir áfengisskaða. Og við beinum orðum okkar til Norð- manna sem fara með formennsku í Norðurlandaráði (árið 2023), sem hefur viðurkennt að heimsfarald- urinn hafi haft áhrif á geðheilsu ungs fólks. Það kemur í þeirra hlut að skoða hvað gert var í faraldrinum til að verja heilsu ungs fólks á kreppu- tímum; þar verður einnig að taka til skoðunar notkun og áhrif ýmissa áv- ana- og vímuefna. Þátttakendur voru sammála um að nú sé bjartsýni að aukast um aukinn skilning yfirvalda á nauðsyn for- varna og að fram séu komnar sterk- ustu aðgerðirnar sem eru jafnvel ódýrastar í framkvæmd. Tími áfeng- isiðnaðarins til að frekjast með sinni gróðavon án tillits til neikvæðra af- leiðinga er liðinn. Aðalsteinn Gunn- arsson » Áhrif áfengis varða ekki einungis þann sem drekkur heldur snerta þau einnig aðra fjölskyldumeðlimi. Bjartsýni eykst með auknum forvörnum. Aðalsteinn Gunnarsson Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi. Ályktun NordAN Íslenskt atvinnulíf hefur ekki siglt lygnan sjó undanfarin ár. Mik- ill titringur var í hag- kerfinu í kjölfar út- breiðslu farsóttarinnar í ársbyrjun 2020 og loks þegar sá fyrir endann á faraldrinum braust út stríð í Evrópu með til- heyrandi afleiðingum. Til að bæta gráu ofan á svart eru kjarasamningar lausir og stétt- arfélögin hafa ekki sparað stóru orð- in. Í núverandi ástandi er aðeins eitt víst; óvissan. Óvissa er óvinur okkar allra Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að lágmarka óvissu, í hvaða formi sem hún birtist okkur. Þar er hlutverk stjórnvalda að stuðla að aukinni festu með fyrirsjáanleika í ákvarðanatöku og draga úr óvissu eftir bestu getu. Það kemur undirrit- uðum því spánskt fyrir sjónir þegar talsmenn stjórnvalda lýsa þeirri skoðun að auka eigi álögur og skatta á fyrirtæki þegar vel árar. Sér í lagi málflutningur um að ákveðnar at- vinnugreinar hagnist nú á tíma- bundnu ástandi, sem sé jafnvel til- komið vegna ytri þátta. Í staðhæfingum um aukna skatt- heimtu á meintan ofurhagnað virðist ákveðin staðreynd gjarnan gleymast. Hún er sú að skattar á Íslandi reikn- ast sem hlutfall af tekjum og hagnaði en eru ekki föst tala. Það þýðir að skatttekjur hins opinbera aukast samfara uppgangi í hagkerfinu. Sjáv- arútvegurinn verður gjarnan fyrir barðinu á þessari umræðu en til að mynda tvöfaldaðist afkoma í sjávar- útvegi á milli ára í fyrra og viti menn, greiddur tekjuskattur í sjávarútvegi tvöfaldaðist sömuleiðis frá fyrra ári. Þar eru sérstök gjöld á sjávarútveg- inn ótalin. Verum ekki lauf í vindi Góð skattkerfi byggjast á fyr- irsjáanleika. Stöðugleiki skiptir miklu máli þegar kemur að fjárfest- ingum og útgjöldum í rekstri fyr- irtækja – sem standa bæði undir auknum hagvexti og bættum lífs- kjörum landsmanna. Geðþóttaákv- arðanir í skattheimtu þegar hagn- aður er talinn of hár fara gegn viðmiðum um fyrirsjáanleika og geta haft í för með sér mikla áhættu. Skattkerfið á ekki að vera eins og lauf í vindi. Það er aldrei tryggt að atvinnu- grein, eða fyrirtæki, geti skilað hagn- aði. Stundum gengur vel og stundum illa. Afkoma á það nefnilega sameig- inlegt með sköttum að hún er ekki fasti. Verðmætin verða ekki til af sjálfu sér. Sú umgjörð sem við höfum búið íslensku atvinnulífi hefur skapað vænlegt umhverfi til fjárfestinga til lengri tíma, til að kaupa ný tæki og tól, ráða starfsfólk og stunda rann- sókna- og þróunarstarf. Þannig höf- um við m.a. tryggt að við Íslendingar séum í fararbroddi þegar kemur að sjálfbærri nýtingu sjávarauðlinda. Hér má einnig nefna að Ísland er eina landið á meðal OECD-ríkja þar sem skatttekjur af sjávarútvegi eru hærri en niðurgreiðslur. Hvæs eða síðasta andvarp? Afleiðing geðþóttaskattlagningar er sú að fyrirtækjum sem gengur vel, og greiða þar með hærri skatta, er refsað fyrir velgengnina. Þá hækka skattarnir hlutfallslega í góðu árferði en á móti standa þessi fyrirtæki ein og óstudd þegar illa árar. Það getur skapað óheilbrigða hvata í hagkerf- inu. Sveiflukennd skattlagning dreg- ur úr hvötum til fjárfestinga og ný- sköpunar, sem heftir vöxt framleiðni og verðmætasköpunar. Hið síð- arnefnda er það sem ákvarðar efn- isleg lífskjör og ástæða þess að við Ís- lendingar erum meðal mestu velmegunarþjóða heims. Jean-Babtiste Colber, fjár- málaráðherra Loðvíks 14. Frakka- konungs, lýsti skattheimtu eins og list sem snúist um að plokka gæsina þannig að sem flestar fjaðrir fáist með sem minnstu hvæsi. Að öllu virtu er geðþóttaskattlagning ávallt slæm hugmynd og áður en lagt er í að reyta gæsina er nauðsynlegt að geta gert greinarmun á hvæsi og síðasta and- ardrætti. Allsber gæs lifir ekki lengi. Gunnar Úlfarsson og Jóhannes Stefánsson » Geðþóttaákvarðanir í skattheimtu þegar hagnaður er talinn of hár fara gegn viðmiðum um fyrirsjáanleika og geta haft í för með sér mikla áhættu. Jóhannes Stefánsson Höfundar eru hagfræðingur og lög- fræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands. Fjaðramegn ræður flugi Gunnar Úlfarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.