Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 SVARTIR DAGAR 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM opticalstudio.is - Sími: 511-5800 GILDIR ÚT SUNNUDAGINN *gildir ekki af tilboðsvöru. Við Íslendingar er- um þjóð. Það merkir að við höfum ákveðið að vera eitt samfélag. Í upphafi Íslands- byggðar vorum við að- skildar fjölskyldur eða ættir, hver með sínar eigin reglur, sem áttu í ýmsum deilum. Við höf- um verið undir öðrum þjóðum eða þjóðhöfð- ingjum sem sinntu mismikið okkar velferð. En nú erum við sjálfstæð þjóð og höfum öll sameiginlega hagsmuni. Við t.d. eigum landið saman. Við eig- um sjóinn saman. Við getum fært ákveðnum aðilum réttindi eða yfirráð til notkunar eða nýtingar á landinu eða hafinu, en við sem þjóð eigum áfram landið og miðin og það sem þar er að finna, þ.e.a.s. auðlindirnar. Auðlindirnar eru margs konar. Þeim hefur fjölgað þar sem ný tækni gerir okkur kleift að nýta það sem landið gefur. Hér áður voru helstu auðlindirnar beit, fiskur og drykkjar- vatn og ýmis hlunnindi. Seinna gátum við virkjað ár og læki til raforkufram- leiðslu. Þar næst hitann í jörðinni. Námur hafa verið til, bæði á landi og í sjó, og nú er möguleiki á því að nýta jarðefnanámur í stórtæka framleiðslu, þar á meðal olíu úr jarðgrunninu sem hugsanlega er þar. Regnið og vindur- inn eru sameign okkar allra. Ef þessi verðmæti verða að einhverju leyti frá okkur tekin, færð öðrum þjóðum, fólki annarra ríkja eða útvöldum heima- mönnum erum við ekki lengur sú sjálfstæða þjóð sem við höfum barist fyrir að vera. Rétturinn til að nýta hvers konar auðlindir er oftast tengdur þeim skil- yrðum sem þurfa að vera fyrir hendi svo hægt sé að nýta þær. Þess vegna eru réttindin misjöfn. Sum þessara réttinda eru flokkuð sem eign og eru því erfanleg. Það gildir t.d. um bú- jarðir. Rétturinn til að nýta bújarðirnar er hins vegar skil- yrðum háður og leyfisskyldur og því ekki varanleg eign. Bújarðir sumar hafa breyst úr því að vera hefðbund- inn landbúnaður sem byggist á gras- nytjum í það að vera akuryrkja hvers konar, lóðarleigujarðir undir frí- stundahús eða skógrækt og aðrar sem eyðijarðir, þar sem jafnvel engar grasnytjar fara fram, nema þá helst beit búpenings annarra jarðeigenda í högum og á afrétti viðkomandi jarðar. Land er auðlind og um meðferð þess gilda ýmsar reglur. T.d. eiga sveitar- félög landið í þéttbýli, en einstakling- um eða félögum veittur réttur til að byggja það gegn lóðarleigugjaldi. Rétturinn til yfirferðar um land er enn í gildi og rétturinn til að nýta það sem þar sprettur. Öllum lands- mönnum er heimilt að sækja sjóinn og í soðið, en til fiskveiða í einhverju magni var rétturinn færður útvöldum fyrir nokkrum áratugum og síðar varð hann framseljanlegur milli bæjar- félaga og útgerða og hefur safnast á færri hendur. Reglur höfum við sett sem tryggja öllum réttinn að drykkj- arvatni. Sameiginleg verkefni samfélagsins eru fjölmörg og undirstrika að við er- um þjóð. Þau eru m.a. heilbrigðiskerfi, samgöngukerfi, skólakerfi, raforku- kerfi, vatns- og hitaveitukerfi, íþrótta- og tómstundastarf og starfsemi trú- félaga og þjóðkirkju. Þjóðin hefur borið gæfu til að vinna að uppbygg- ingu þessara kerfa með sameiginlega hagsmuni allra að leiðarljósi, hverjir sem þeir eru eða hvar þeir búa. Þessi kerfi eru auður mikill og því má kalla þau auðlind. Til að halda friðinn í samfélaginu þurfum við að virða þau gildi sem sameina okkur sem þjóð. Ef rétturinn til að nýta auðlindirnar er smám sam- an færður og léður útvöldum til eilífð- areignar, erfða og án gjalds er friður- inn úti og þar með sjálfstæðið. Við höfum ekki höndlað nógu vel meðferð- ina á þeim hefðbundnu auðlindum sem við höfum lifað á í gegnum ald- irnar og enn sem komið er höfum við ekki sett skýrar reglur um auðlindir sem nú teljast vera það, eins og regn- ið, vindinn, efnið í fjöllunum, straum- inn í hafinu, vatnið í ánum, jarðvarm- ann eða auðlindir sem hugsanlega finnast eða verða til. Það er hollt og gott fyrir hvern og einn að hugsa um þessa hluti og mikið vildi ég að Alþingi Íslendinga notaði meiri tíma til að ræða þessi mál og halda utan um. Viljum við áfram vera sjálfstæð þjóð? Kjartan Eggertsson Kjartan Eggertsson »Ef rétturinn til að nýta auðlindirnar er smám saman færður og léður útvöldum til eilífð- areignar, erfða og án gjalds er friðurinn úti og sjálfstæðið. Höfundur er tónlistarkennari. kjartan@harpan.is Atvinna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.