Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 DÆGRADVÖL 65 www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra varðar Japan, einkummatargerð, handverk, ikebana blómaskreytingar og bonsai trjárækt. „Það má segja að mér líði best þegar ég er með mold eða leir á höndunum. Zen hugleiðsla er mér einnig afar hugleikin. Ég hef stundað hana í 30 ár og m.a. dvalið á SonomaMountain Zen Center í Kaliforníu um tíma.“ Kristín eyðir afmælisdeginum í Japan með fjölskyldu sinni. Fjölskylda Dóttir Kristínar með fyrrverandi eiginmanni sínum, Jónasi Hallgríms- syni, f. 3.6. 1952, verkfræðingi, er Lára Jónasdóttir, f. 3.2. 1981, verkefnastjóri, búsett í Reykjavík. Maki hennar er Þórólfur Jarl Þórólfsson leiðsögu- maður. Systkini Kristínar eru Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, f. 20.2. 1956, lögfræðingur, búsett í Reykjavík; Þorfinnur Ísleifsson, f. 25.5.1960, bílstjóri, búsettur í Reykjavík; Hall- dór Heimir Ísleifsson, f. 3.10. 1962, smiður, búsettur í Biskupstungum, og Gunnar Hafsteinn Ísleifsson, f. 27.8. 1963, verkfræðingur, búsettur í Danmörku. Foreldrar Kristínar voru hjónin Ísleifur Halldórsson, f. 26.9. 1932, d. 23.9. 2021, læknir, og Kolbrún Þorfinnsdóttir, f. 1.8. 1934, húsmóðir. Þau voru lengst af búsett á Hvols- velli og í Garðabæ. Kristín Ísleifsdóttir Sigríður Andrea Elímundardóttir húsfreyja í Pétursbúð og Stykkishólmi, f. í Tannstaðabúð í Rifi Kristján Guðmundsson sjómaður í Pétursbúð á Arnarstapa, f. á Stóra-Kambi í Breiðuvík, Snæf. Kristín Einarína Kristjánsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þorfinnur Gunnar Guðmundsson bifvélavirki í Reykjavík Kolbrún Þorfinnsdóttir húsmóðir á Hvolsvelli og í Garðabæ Guðfinna Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. í Bakkakoti á Seltjarnarnesi Guðmundur Sveinsson sjómaður í Reykjavík, f. í Þjóðólfs- tungu í Bolungarvík Gíslína Jónsdóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. á Eyrarbakka Tómas Þórðarson sjómaður á Eyrarbakka, f. í Ormskoti í Fljótshlíð Magnea Ósk Tómasdóttir húsfreyja í Reykjavík Halldór Ísleifsson bifreiðarstjóri í Reykjavík Kristborg Guðbrandsdóttir húsfreyja á Tindi, Dagverðarnesi og í Stykkishólmi, f. á Miklagarði í Saurbæ, Dal. Ísleifur Jónsson bóndi á Tindi í Tungusveit, Strand., á Dagverðarnesi í Skarðshr., Dal., og verkstjóri í Stykkishólmi, f. á Tindi Ætt Kristínar Ísleifsdóttur Ísleifur Halldórsson heilsugæslu- og héraðslækn- ir á Hvolsvelli og jafnframt héraðslæknir Suðurlands, gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum Vísnahorn Undarleg er íslensk þjóð Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir á Boðnarmiði: Emjar kári, ýfist lá yfir boði ríður. Kvikum bárum ægis á áfram gnoðin skríður. Í formála að Vísnasafni sínu skrifar Sigurður Jónsson frá Haukagili: „Í formi vísunnar felldi þjóðin harm sinn og gleði, ást sína og hatur, vonir og von- brigði. Vestur við Klettafjöll yrkir Stephan G. Stephansson: Undarleg er íslensk þjóð! Allt sem hefur lifað, hugsun sína og hag, í ljóð hefur hún sett og skrifað. Hlustir þú og sé þér sögð samankveðna bagan: Þér er upp í lófa lögð landið, þjóðin, sagan. Svo máttuga taldi Klettafjalla- skáldið tjáningu íslensku alþýðu- vísunnar. Ein er sú gerð vísna, sem Íslendingum hefur harla oft legið laus á tungu, en það er níðvísan, máttug, beitt og langrækin og oft og einatt hin einasta heimild, sem varðveist hefur um þann, sem henni var beint að. Alþekkt er vísa Páls Vídalíns um Björn Pétursson sýslumann í Burstar- felli: Kúgaðu fé af kotungi svo kveini undan þér almúgi. Þú hefnir þess í héraði sem hallaðist á alþingi. Eða vísa eignuð Sveini lög- manni Sölvasyni, ort út af hinu fræga Sunnevu-máli: Týnd er æra, töpuð sál, tunglið veður í skýjum. Sunnevu nú sýpur skál sýslumaðurinn Wíum.“ Kristján Karlsson orti: Þetta er auðvitað alltsaman lygi en á æðra tilverustigi. Enda er skáldskaparmál (sem er mestmegnis tál) eitt mannsandans sterkasta vígi. Úlfurinn eftir Pál Jónasson: Hann Eyjólfur kenndur við Kamba á kvöldin iðkar þann skramba að sitja og þamba og síðan að ramba á Vegas að leita sér lamba. Limrur eftir Jónas Árnason: „Rósemi“: Í brekku svaf góðlynda Geira þegar tófa beit af henni eyra. Hún vaknaði og kvað: „Ég má þakka’henni það að hún ekki beit af mér neitt meira.“ „ÞÚ ERT MEÐ SVOKALLAÐ „OLNBOGASKOT“. ÞAÐ ORSAKAST AF „GEMMÉR-FIMM“ HEILKENNINU.“ „FÁÐU ÞÉR ENDILEGA EITTHVAÐ AÐ BORÐA ÞEGAR ÞAÐ HEFUR LOKSINS RIGNT OG HÆKKAÐ Í ÁNNI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera í sjöunda himni yfir þér. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HVAR ER JÓN? ER HANN AFTUR AÐ TAKA TIL Í SOKKASKÚFFUNNI? HVERS VEGNA ER HANN SVONA LENGI? KONA GÓÐ, ÞÚ VILT EKKI VITA ÞAÐ HALLÓ HERRA RAUÐI SOKKUR! HEFURÐU HITT HERRA BLÁA SOKK? GERA ALLIR HÉR SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ HVERSU MIKIL HÆTTUFÖR ORRUSTA DAGSINS VERÐUR? ÉG GERI ÞAÐ! ÉG SKILDI EFTIR RISASTÓRA SKÁL AF MAT FYRIR KÖTTINN MINN! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.