Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 25.11.2022, Qupperneq 78
MENNING78 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2022 BLACK FRIDAY 30% afsláttur af völdum vörum helgina 25.- 28. nóvember Afsláttur gildir aðeins á rafkaup.is með kóðanum SVARTUR22 Heiminum bjargað „Norman! Þú fékkst Nóbelinn!“ Maðurinn sem bjargaði milljarði manna frá hungurdauða? Auðvitað var Norman Borlaug úti á akrinum hjá plöntunum sínum þegar kona hans Margaret kom hlaupandi út úr litla húsinu sem þau höfðust við í úti í sveit í Mexíkó og kallaði fréttina. Hann hratt af stað grænu byltingunni meðan hann starfaði sem líffræðingur í Mexíkó um miðbik 20. aldarinnar og fann út hvernig hægt var að breyta erfðafræðilegri samsetningu kornplantna, rækta upp afbrigði sem gáfu meiri uppskeru og stóðu af sér plágur. Hann er talinn hafa komið í veg fyr- ir hungursneyðir í mörgum löndum. Auðvitað vann fjöldi manna sama verk á sama tíma – en oft fær bara einn Nóbelinn. Kornið hans brauðfæddi svo marga. Á mínum uppvaxtarárum voru milljónir og aftur milljónir á Indlandi, í Pakistan og í Bangladess sem áttu yfir höfði sér hungur og aftur hungur af því að uppskeran dugði hreinlega ekki. Hungursneyðir á biblíulegum kvarða urðu fátíðari. Ný tegund korns frá Borlaug og vísindamönn- um bjargaði því. Græna byltingin var snilld, það besta sem hægt var að gera í stöðunni. Lykillinn var kynbætur, mikið vatn og allur tilbúni áburðurinn sem nýju plönturnar fengu. Til að framleiða tilbúinn áburð þarf helling af orku. Græna byltingin er í stuttu máli nútíminn. Bak við grænu byltinguna er einstaklega áhugaverð saga. Við lok nítjándu aldar og upphaf þeirrar tuttugustu. þóttust menn hafa skilgreint einn þátt af því sem síðar nefndist endimörk vaxtar, nefnilega náttúrulegar áburðarbirgðir plánet- unnar. Þar stefndi í þrot. Gúanó frá Perú hafði löngum verið áburður til landbúnaðar og síðar lífræn nítröt sem mynduðust í þykkum lögum við sérlega hagstæðar aðstæður í Síle. Eftir því sem brauðætum í heiminum fjölgaði jókst þörfin fyrir kornmeti sem jók á spurn eftir lífrænum áburði. Viðvörunarbjöllur hringdu: Hvorki var í boði að auka landrými né áburðargjöf til að fæða aukinn mannfjölda. Kannast menn við stefið? Það væru örfá ár í hrika- legan vanda! Til að gera mjög langa sögu ör- stutta vonuðust menn til að vísindin kæmu til bjargar. Það gerðu þau, í bili að minnsta kosti. Vísindin höfðu lengi glímt við að vinna ammoníak með tæknilausnum til að skapa undirstöðu fyrir tilbúinn köfnunar- efnisáburð. Nokkrum uppgötvunum og tvennum Nóbelsverðlaunum síðar varð til það sem enn kallast Haber-Bosch-aðferðin. Í bók sinni The Wizard and the Prophet segir Charles Mann að þetta sé ein mikil- vægasta uppgötvun í sögu mann- kyns. Himinn og haf umbreyttust, farsæld mannkyns tók á sig nýja mynd. Haber-Bosch-aðferðin er nú undirstaðan að helmingi af öllum tilbúnum áburði í heiminum og tvöfaldar þann matarskammt sem við getum framleitt. Það var þessi aðferð sem Norman Borlaug nýtti sér og varð þar með tákngervingur og hetja þeirra sem trúa að tæknilausnir muni ávallt bjarga mannfólki frá því að reka sig upp undir þar sem eru þolmörk jarðar. Frá 1960 og fram til 2000 jókst notkun á tilbúnum áburði um 800 prósent til að rækta þrjár tegundir matvæla: hveiti, maís og hrísgrjón. Næstum helmingur mannkyns á fæðu sína undir þessari aðferð sem er í raun undirstaða undir mannfjölgunarsprengju 20. aldarinnar. Sjaldan er ljós án skugga. Um 40 prósent af öllum þeim ókjörum af áburði sem notuð voru síðustu áratugi skoluðust út í ár og höf eða menguðu loft með köfnunarefnis- oxíði. Jafnvægið í vistkerfunum kollsteyptist. Þetta stendur enn. Áburðurinn nærir þörunga og gróð- ur sem falla dauðir til hafsbotns og valda að lokum örverusprengingu á þessu næringarhlaðborði. Veislan hjá örverunum eyðir öllu súrefni í dýpinu og drepur nær allt líf. Dauðasvæði myndast á ákveðn- um svæðum í höfum og geta verið þúsundir ferkílómetra að stærð. Charles Mann vísar til þess að heildarkostnaður við þetta óæski- lega köfnunarefni nemi hundruðum milljarða dollara á ári. Einungis loftslagsváin sé meira áhyggjuefni. Svo varð einsleitni: Þrjú stór- fyrirtæki sjá heiminum fyrir 60 prósentum af þeim fræjum sem bændur nota. Á Indlandi voru þekkt yfir 100.000 afbrigði af hrísgrjóna- fræjum fyrir grænu byltinguna; nú hefur þeim fækkað um 90 prósent. Þekktar eru 6.000 tegundir plantna sem séð hafa mannkyni fyrir fæðu frá upphafi; á okkar tímum eru þær einungis átta sem útvega næstum allan matinn. Á alþjóðlega matvæladegin- um kom til okkar Jeffrey Sachs, prófessor frá Bandaríkjunum, stóð á stalli og sagði: Landbúnaðurinn er mesti skaðvaldur í lífríki jarðar sem um getur. Hann birti mynd af þolmörkum jarðar: Við erum langt úti á rauða svæðinu með líffræði- legan fjölbreytileika vegna dauða tegundanna og komin vel inn á for- boðna svæðið með tilbúnum áburði úr köfnunarefni. Þriðja rauða svæðið er svo loftslagsbreytingar en bannsvæðin tengjast innbyrðis: Þau útvega okkur matinn. Í menntaskóla lærðum við um kenningu sem Thomas Robert Malthus hélt fram 1798 að fólks- fjölgun myndi ævinlega fara fram úr getu jarðarinnar til að gefa af sér næga fæðu. Hún var ef til vill fyrsta dómsdagskenningin sem var hrakin fyrir utan þessa risastóru sem Biblían greinir frá og Michelang- eló málaði í Vatíkaninu þegar Jesús kemur að dæma lifendur og dauða. Malthusarkenninginn þótti afsönnuð, fyrst með iðnbyltingunni og svo með grænu byltingunni – sagan hefði dæmt hann úr leik – þar til nú þegar ljóst er að við þurfum nýja græna byltingu sem étur ekki börnin sín síðar. Hvaðan ætti hún að koma? [...] Hungurleikarnir Við sitjum nokkur excellensí að fagurlega skreyttu kvöldverðar- borði. Það er ákveðið konungsríki í norðri sem heiðrar okkur, lítinn hóp sendiherra ríkja, með því að kalla saman fund og snarl með sérlegum sendiherra sem Sameinuðu þjóðirn- ar hafa skipað til að halda risavax- inn matvælafund á næsta ári. Þar á nú aldeilis að taka til hendinni. Ræða um mat allt frá upphafi til enda. Við eigum enn eftir að halda margar ráðstefnur um ráðstefnuna og þessi fundur er með þeim fyrstu hjá okkur. Því orð eru til alls fyrst en gagnast lítt með gaulandi garnir. Ég er farinn að hæðast að þessari hugmynd með sjálfum mér. Notaði víst orðið ‚ofursirkus‘ í einhverju samhengi með tilvísun í næsta hverfi, Sirkus maximus. Ekkert okkar gleymir því að nú, þegar fimm ár eru liðin af áætlun alþjóðasamfélagsins um að ná hinum sjálfbæru þróunarmark- miðum, hefur hungrið í heiminum ekki minnkað. Þegar tíu ár eru eftir af áætluninni höfum við ekki einu sinni komist af byrjunarreit. Hverju munu leikarnir á næsta ári breyta? [...] Við ræðum ekki bara hungur. Við eigum víst að ræða „matvælakerfi heimsins“ og hvernig megi bæta þau. Nei, fyrirgefið, umbylta þeim í kjölfar leikanna svo að enginn verði svangur lengur, allir vel nærðir og matvælaframleiðsla sjálfbær. Sumir nefna meiri rannsóknir. Betri heimildir. Vísindalegar niður- stöður, vitundarvakningu, viður- kenningu á vandanum. Sameigin- legan skilning. Ná samstöðu. Við hvern disk er fagurlega skreyttur matseðill með krúnu gest- gjafans og gyllingum, úrval hnífa- para og vínglasa. Við sem þarna sitjum erum flest ágætlega kunnug eða vinir. Sjálfum er mér gerður sá heiður að vera borðherra sérlegs sendiherra um matvælaástandið í heiminum. Hún er fyrrverandi ráðherra í Afríkuríki og vel að sér um margt. [...] Árlega ver Evrópusambandið 65 milljörðum í stuðning við sinn eigin landbúnað og í heild eru niður- greiðslur á heimsvísu 200 milljarð- ar dollara til matvælaframleiðslu. Að stórum hluta eru þiggjendur landbúnaðarstyrkja forríkt fólk. Þingmenn og ráðherrar, aðalsmenn af fornu bergi brotnir, landeigendur mann fram af manni, forréttinda- stéttin. Í gömlu Austur-Evrópuríkj- unum hafa margmilljónerar með réttu samböndin rakað að sér jörðum og landbúnaðariðnaðar- verksmiðjum til að fá stóran hluta styrkjanna. Í Bandaríkjunum styður alríkisstjórnin landbúnað með 20 milljörðum dollara árlega og eru það tæpast smábændur sem fá. Stór hluti af niðurgreiðslum ríku landanna fer í ósjálfbæran landbún- að sem skaðar umhverfi, loftslag og lífríki og jafnvel oft heilsu manna. Aðeins lítill hluti niðurgreiðslna fer í það sem telst umhverfisvænn og hollur matur. Skekkjan er ótrúleg. Niðurgreiðsl- ur Evrópusambandsríkjanna til eig- in matvælaframleiðslu eru margföld landsframleiðsla Malaví á ári, en þetta mitt gamla heimaland er eitt það fátækasta í heimi. Í Malaví er landsframleiðsla á hvern einstakling innan við 400 dollarar. Einhver fullyrti að hver nautgripur í Evrópusambandinu hafi um það bil tvöfalt hærri „tekj- ur“ frá hinu opinbera. Ég hafði ekki trú á að við þetta kvöldverðarborð eða önnur borð yrði mikið um það rætt innan ramma „matvælakerfanna“ að breyta þessu. Þar hafði ég reyndar rangt fyrir mér. Ég man ekki hvað var í desert en það var örugglega gott eins og allt hitt og ábætisvínið hreinasta snilld. Ég nikka til vinar míns, gestgjafans, og fæ orðið: „Kæru vinir. Lítið andartak á þennan fallega matseðil. Hann er gylltur og glæsilegur með ártalinu 2020. Ímyndum okkur að við sitjum hér öll aftur eftir tíu ár, við þetta sama borð, þessi sami hópur, með jafn fallegan matseðil en nú með ár- talinu 2030 – sem er einmitt lokaár fyrir heimsmarkmiðin. Við þetta tilefni fögnum við glæsilegum árangri þess erfiðis sem hófst með umræðum okkar hér í kvöld, í febrúar 2020. Hvað myndi teljast fagnaðarefni og hvernig skilgreindum við árangur? Væri nóg eftir tíu ár ef við hefðum lækkað tölu hungraðra um 80%? Það þýðir að á hverju ári þyrfti að færa þessa tölu niður um 80–90 milljónir manna í stað þess að nú gerist ekkert. Væri það góður árangur að bæta svo matvælakerfi heimsins að matarsóun væri komin niður úr þriðjungi alls matar í heim- inum í bara 10%? Í staðinn fyrir að þriðji hver fiskur, þriðji hver banani og þriðja hver kartafla fari til ónýtis hefðum við bara tíunda hvern matarbita í ruslflokki? Væri það góður árangur?“ Ég bæti við: „Sjálfur teldi ég undra- vert ef þetta tækist og sannkallað kraftaverk sem væri vert að fagna við þetta borð eftir tíu ár. Því miður býst ég bara alls ekki við því.“ [...] Bókarkafli Stefán Jón Hafstein er starfs- maður Þróunarsam- vinnustofnunar og hefur meðal annars verið verkefnastjóri í Namibíu og Úganda. Í bókinni Heimurinn eins og hann er flétt- ar hann persónulegri frásögn saman við vangaveltur um stöðu heimsins og framtíð mannkyns. Við þurfum nýja græna byltingu Morgunblaðið/’Arni Sæberg Mannöld Stefán Jón Hafstein hefur starfað hjá Þróunarsamvinnustofnun umdanfarin ár. Í bókinni Heimurinn eins og hann er rekur hann reynslu sína af því starfi og segir jafnframt frá daglegu lífi sínu erlendis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.