Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
Innlent4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 UU.IS
ÆFÐU SVEIFLUNA Í VOR!
GOLFFERÐIR TIL
ALICANTE, SPÁNI
VERÐ FRÁ 205.900 KR
Á MANN M.V 4 FULLORÐNA Í VIKUFERÐ - FERÐATÍMABIL APRÍL EÐA MAÍ ‘23
INNIFALIÐ Í VERÐI ER FLUG, GISTING, FLUTNINGUR Á
GOLFBÚNAÐI, ÓTAKMARKAÐ GOLF OG AFNOT AF GOLFBÍL
NÚ GETUR ÞÚ NÝTT AUKAKRÓNUR LANDSBANKAN
TIL ÞESS AÐ GREIÐA FYRIR FERÐINA ÞÍNA
ERTU MEÐ HÓP?
SENDU OKKUR FYRIRSPURN
Á GOLF@UU.IS
Stofnvísitala þorsks hækkar í ár eft-
ir töluverða lækkun árin 2018-2021,
samkvæmt nýrri stofnmælingu Haf-
rannsóknastofnunar. Segir stofnunin
að hækkunina megi rekja til þess að
vísitala 80 cm og stærri þorsks var
yfir meðaltali rannsóknartímabilsins.
Stofnvísitala ýsu er ein sú hæsta síð-
an mælingar hófust og sama á við um
vísitölu gulllax sem er sú hæsta sem
mælst hefur í haustralli. Hins vegar
eru vísitölur ufsa, grálúðu og blá-
löngu lágar eins og undangengin ár.
Hafrannsóknastofnun hefur tek-
ið saman helstu niðurstöður stofn-
mælingar botnfiska að haustlagi en
leiðangurinn fór fram dagana 1.-27.
október sl. en verkefnið hefur ver-
ið framkvæmt með sambærilegum
hætti ár hvert frá 1996. Samkvæmt
upplýsingum frá stofnuninni hefur
vísitala gullkarfa lækkað töluvert frá
hámarkinu árið 2017, en er svipuð
í ár og undanfarin tvö ár. Vísitala
djúpkarfa hefur haldist svipuð í um
tuttugu ár. Vísitölur hlýra, hrogn-
kelsis, sandkola, skrápflúru, slétt-
hala og tindaskötu eru í sögulegu
lágmarki. Vísitölur flestra brjósk-
fiska lækkuðu eða stóðu í stað frá
fyrra ári og vísitölur flestra annarra
djúpfiskategunda voru undir lang-
tímameðaltali.
Árgangar þorsks frá 2021 og 2022
mældust undir meðalstærð í fjölda.
Meðalþyngd flestra árganga þorsks,
fyrir utan 1 og 2 ára, mældist um eða
yfir meðaltali áranna 1996-2022. Ár-
gangur ýsu frá 2022 mældist undir
meðalstærð í fjölda en árgangur 2021
yfir. Nýliðun gullkarfa og djúpkarfa
hefur verið léleg undanfarin ár en
vísbendingar eru um bætta nýliðun
í stofnum grálúðu og blálöngu.
Fjölbreytt fæða
Fæða þorsks að hausti er fjölbreytt
og mismunandi milli stærðarflokka.
Hlutdeild loðnu og rækju, sem er
mikilvæg fæða þorsks minni en 85
cm, hefur minnkað mikið á síðari
árum en uppistaða fæðu þorsks
stærri en 85 cm eru fiskar eins og
síld og kolmunni. Algengasta fæða
ýsu á þessum árstíma eru ýmis botn-
dýr eins og slöngustjörnur, samlokur,
ígulker og burstaormar.
lStofnvísitala ýsu ein sú hæsta sem hefur mælst
Fiskistofnar styrkjast
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
háskóla-, iðnaðar- og nýsköpun-
arráðherra, hefur gefið út
breytingu á reglugerð um lög-
giltar iðngreinar. Löggilding 16
iðngreina er ýmist felld niður eða
þær sameinaðar öðrum iðngrein-
um. Þær eru:
Feldskurður, glerslípun og
speglagerð, hattasaumur, hljóð-
færasmíði, klæðskurður karla
(sem sameinast klæðskurði),
leturgröftur, myndskurður, skó-
smíði (sameinast skósmíðaiðn),
skóviðgerðir (sameinast skó-
smíðaiðn), málmsteypa, móta-
smíði, skipa- og bátasmíði (sam-
einast húsasmíði), stálskipasmíði
(sameinast stálsmíði), stálvirkja-
smíði (sameinast stálsmíði),
almenn ljósmyndun (sameinast
ljósmyndun) og persónuljósmynd-
un (sameinast ljósmyndun). Jafn-
framt er „klæðskurði kvenna“
breytt í „klæðskurð“.
„Við höfum fundað með stjórn-
völdum og mótmælt þessu. Það
hefur verið mikill samhljómur á
milli okkar og Samtaka iðnaðar-
ins gegn þessu,“ segir Guðmund-
ur Helgi Þórarinsson, formaður
vélstjóra og málmtæknimanna. Í
félaginu eru m.a. skipa- og báta-
smiðir. „Við viljummeina að ef
maður sem ekki kann að smíða
skip út stáli eða tré gerir það þá
geti verið lífshættulegt að fara
þar um borð.“
Guðmundur segir sagt að Ísland
sé að fylgja Evrópu í þessum
breytingum. „En við erum að fara
í þetta þegar Evrópa er að bakka
út úr þessu. Þjóðverjarnir fengu
t.d. alls konar „iðnaðarmenn“
yfir sig sem voru með einhverja
stimpla en litla menntun.“
lBreytingarnar ná til 16 iðngreina
Löggilding iðn-
greina afnumin
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skór Iðngreinar skósmíði og skó-
viðgerða voru sameinaðar í skóiðn.
400 þúsund
íbúar árið 2027
lHagstofan kynnirmannfjöldaspá
Samkvæmt nýrri mannfjöldaspá
Hagstofu Íslands mun íbúafjöldi
landsins fara í 400 þúsund árið
2027 í fyrsta sinn í sögu landsins og
er þá miðað við miðspá.
Mannfjöldaspáin hefur verið
endurskoðuð til lækkunar en þegar
Morgunblaðið sagði frá nýrri spá
fyrir síðustu jól var gert ráð fyrir að
landsmenn yrðu 400 þúsund 2024,
samkvæmt þáverandi miðspá.
Mannfjöldatölur miðast jafnan
við ársbyrjun en hér er miðað við
að þessum fjölda verði náð á miðju
hvoru árinu, eða hér um bil.
Helstu tölur í gömlu og nýju
spánni eru endurgerðar á grafinu
hér fyrir ofan en eins og sjá má
er nú gert ráð fyrir heldur hægari
íbúafjölgun en í fyrri spá.
Verður skýrt á næsta ári
Af þessu tilefni sendi Morgun-
blaðið fyrirspurn til Hagstofunnar.
Spurt var hver væri megin-
breytingin á spánni í fyrra og nýju
spánni og hvað skýrði einkum þá
breytingu/breytingar.
Viðkomandi starfsmaður reyndist
vera í fríi. Hins vegar hyggist
Hagstofan gefa út nánari lýsingu
á breyttum aðferðum mannfjölda-
spárinnar á fyrri hluta næsta árs.
Íbúafjöldinn ofmetinn
Hagstofan kynnti í haust nýtt
manntal en samkvæmt því voru íbú-
ar landsins 359 þúsund í ársbyrjun
2021, eða um tíu þúsund færri en
áður var áætlað. Fram hefur komið
í Morgunblaðinu að vantalning
íslenskra og erlendra ríkisborgara
sem fara úr landinu eigi þátt í því
að íbúafjöldinn hafi verið ofmetinn.
Ný mannfjöldaspá Hagstofunnar
kann að endurspegla þetta.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Mannfjöldi 2010-2022 og spá til 2040
Þúsundir íbúa
450
425
400
375
350
300
250
2010 2015 2020 2025 2030 2035 2040
Heimild: Hagstofa Íslands
Rauntölur um íbúafjölda
Miðspá Hagstofunnar
frá 2021
Spá í desember 2022
Þús. íbúa '16 '18 '20 '22 '24 '26 '28 '30 '32 '34
Rauntölur 333 348 364 376
2021-spá 377 396 420 419 420 423 427
2022-spá 385 394 402 409 416 423
438
394
439
420
318
376
Morgunblaðið/Hari
Fjölgun Landsmönnum fjölgar ár
frá ári og hafa aldrei verið fleiri.
Ljósaleikur í Hafnarfjarðarhöfn
Það er víðar en í híbýlummanna sem ljós eru sett
upp í aðdraganda hátíðanna. Í Hafnarfjarðarhöfn
má sjá fagurlega skreytta fiskibáta sem verða í
höfn á meðan jólin ganga í garð.
Þeir sjómenn sem annars gera út bátana geta
því á sama tíma tekið á móti jólunum í friði og
ró ásamt ástvinum sínum, áður en haldið er út á
miðin að nýju.
Morgunblaðið/Árni Sæberg