Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
Innlent2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000 www.heimsferdir.is
Tene fei
Flug aðra leið til
19.975
Flug aðra leið frá
Flugsæti
í janúar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.isMenning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.ismbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is SmartlandMarta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Það hefur tekist vonum framar að
spila úr þessum vanda sem landið
hefur staðið frammi fyrir,“ segir
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur
Mjólkursamsölunnar, um verð-
þróun matvöru síðastliðið ár
samanborið við þróunina í löndum
Evrópusambandsins. Margir hafa
það á tilfinningunni að verð á mat-
vælum á Íslandi hafi hækkað meira
en annars staðar í álfunni.
Erna segir að nýjustu gögn styðji
ekki þær hugmyndir. Hún hefur rýnt
í gögn frá Evrópusambandinu og
héðan frá Hagstofunni og segir að
undanfarna tólf mánuði hafi hækk-
anir á verði matvæla til neytenda á
Íslandi verið minni en víða í Evrópu
og jafnvel það mikið minni að Ísland
hafi vermt botnsætið í mörgum
flokkum.
„Evrópusambandið birtir tölur um
verðþróun á matvælum eins og þær
eru flokkaðar í vísitölu neysluverðs á
nýju mælaborði ESB um fæðuöryggi.
Fyrstu tölurnar sem birtust þar voru
fyrir október sl., en núna voru þeir
að birta tölur um breytingar frá nóv-
ember 2021 til nóvember 2022. Ef við
skoðum flokkinn mjólkurvörur, osta
og egg á þessu 12 mánaða tímabili þá
er Ísland með minnstu hækkunina
í allri Evrópu, eða 12,2% hækkun á
meðan meðaltalið í löndum ESB er
26,7%, sem er meira en tvöfalt meiri
hækkun,“ segir Erna.
Ísland kemur einnig betur út í
öllum matvælaflokkummiðað við
lönd ESB nema í flokki kjötvara,
en þar er Ísland einu prósentustigi
hærra en meðaltalið í löndum ESB,
eða með 18% hækkun á móti 17%
ESB-landa. „Það er vart mælanlegt,“
segir Erna. „Ef við lítum á heildar-
flokkinn með allan mat, þá er verð á
matvöru í ESB-löndunum að hækka
að meðaltali um 18,3% en um 10,4%
hér. Þetta kemur eiginlega á óvart
og sýnir að þrátt fyrir allt hefur um
margt tekist vel að halda á málum
hér.“
lAðeins kjöt hefur
hækkaðmeira hér
en í löndumESB
Minni hækkanir ámatvæl-
um hér en í löndumESB
Morgunblaðið/Ómar
Matvörur Verð á mjólk og eggjum
hefur hækkað minnst á Íslandi.
„Númer eitt er að ná utan um
svona stöður á markvissari hátt.
Veðrátta á Íslandi verður alltaf
áskorun og því má gera ráð fyrir
einhverjum skakkaföllum – brýn-
ast er þó að upplýsingamiðlun sé
skýr og að fólkið sé þjónustað, ef
það fer saman, þá er ekki víst að
orðsporsáhættan sé mikil,“ segir
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og
viðskiptaráðherra.
Ástandið á Keflavíkurflugvelli
síðustu daga var rætt á fundi
ríkisstjórnarinnar í gærmorgun.
Sem kunnugt er hafa þúsundir
verið þar strandaglópar vegna
óveðurs og ófærðar. Lilja er
ráðherra ferðamála og fór yfir það
með samráðherrum sínum hversu
marga umrætt ástand hefur snert
og hvaða áhrif það hefur.
„Ég hef verið í góðu sambandi
við flugfélögin, Samtök ferðaþjón-
ustunnar og fleiri. Niðurstaðan er
að yfir tuttugu þúsund farþegar
hafi fundið fyrir þessu,“ segir hún.
Vel tekist til með endurreisn
Lilja er á sama máli og Jóhannes
Þór Skúlason, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar, sem
sagði í Morgunblaðinu í gær að
tafir sem hljótast af veðri líkt og
nú valdi ekki skaða á orðspori
okkar til langframa. Þeim megi
líkja við verkföll á flugvöllum.
Hins vegar sé mikilvægt að leysa
úr málum sem fyrst og koma
öllum á áfangastað.
Ráðherra segir ennfremur að
afar vel hafi tekist til við endur-
reisn ferðaþjónustunnar eftir
kórónuveirufaraldurinn og mikil-
vægt sé að halda þeirri stöðu. „Við
erum komin á bilinu 96-97% til
baka á þann stað sem við vorum
á. Á heimsvísu nær þetta hlutfall
56%. Það er ótrúlegur kraftur í
ferðaþjónustunni og hún er aftur
orðin sú atvinnugrein sem skapar
mestu gjaldeyristekjurnar.“
Vonast til að orðsporið hafi ekki laskast
lRíkisstjórnin ræddi umástandið áKeflavíkurflugvellilHafði áhrif á yfir 20 þúsund farþega
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is STARFSHÓPUR SKIPAÐUR
Atburðarásin greind
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað starfshóp til að
semja drög að áætlun til að takast á við aðstæður eins og sköpuðust á
Reykjanesbraut um helgina. Starfshópurinn, sem á að skila niðurstöðu
innan mánaðar, verður skipaður fulltrúum frá Vegagerðinni, ríkislögreglu-
stjóra og lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Fulltrúi frá innviðaráðu-
neytinu mun stýra vinnu hópsins. Þau atriði sem hópnum ber að hafa í
huga í sinni vinnu eru meðal annars skipulag á snjómokstri á Reykjanes-
braut, ákvarðanir um hvenær skuli loka og opna fyrir umferð, hver beri
ábyrgð á því að fjarlægja bíla sem sitja fastir, upplýsingagjöf til almenn-
ings og hagaðila, yfirfara hlutverk og verkaskiptingu aðila og meta þörf á
breytingum á lögum eða reglum.
Þeir EinarÓlafsson ogÓskarPáll Sveinsson lögðu síðdegis í
gær, annað árið í röð, af stað í skíðagöngu til styrktar Ljósinu.
Hófu þeir gönguna í gær klukkan 16 ogmunu ganga til klukkan
10 aðmorgni í dag, en Ljósið ermiðstöð fólks semhefur greinst
með krabbamein og aðstandendur þess. Einar ogÓskar tóku
upp á þessu í fyrrameð góðumárangri. 21. desember varð fyrir
valinu sem stysti dagur ársins en gengið er framað sólarupp-
rás 22. desember. Þá var gengið í Bláfjöllum en að þessu sinni
renna þeir félagar sér á skíðumviðHvaleyrarvatn.
Ganga í gegnum alla nóttina og inn í ljósið fyrir Ljósið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon