Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
Innlent6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
Sagan um baráttuna
gegn stórvirkjun
Laxár og fólkið sem
verndaði hana
„Það er afskaplega ánægjulegt að sjá
að skammtímakjarasamningurinn
– brú að bættum lífskjörum – nýtur
yfirgnæfandi stuðnings félagsmanna
í verkalýðsfélögum hringinn í kring-
um landið, sama hvort litið er til
verkafólks, fólks í iðn- og tæknigrein-
um eða á meðal verslunarmanna,“
segir Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins (SA).
Kjarasamningar samflots iðn- og
tæknifólks við SA og VR/LÍV við SA
og Félag atvinnurekenda (FA) voru
samþykktir með afgerandi stuðningi
félagsmanna stéttarfélaganna. At-
kvæðagreiðslum lauk í gær en skrifað
var undir samningana 12. desember.
Kjarasamningur VR við SA var
samþykktur með 81,91% atkvæða.
Já sögðu 7.808 VR-félagar og nei
1.504 eða 15,78%. Þau sem tóku ekki
afstöðu voru 220 eða 2,31%. Á kjör-
skrá um samning VR og SA voru
39.115 VR-félagar og greiddu 9.532
atkvæði. Kjörsókn var því 24,37%.
Kjarasamningur VR við FA var
samþykktur með 85,17% atkvæða. Já
sögðu 247 VR-félagar og nei 38, eða
13,10%. Þau sem tóku ekki afstöðu
voru 5 eða 1,72%. Á kjörskrá voru 939
VR-félagar og greiddu 290 atkvæði.
Kjörsókn var því 30,88%.
Aðildarfélög Samiðnar sam-
þykktu kjarasamningana við SA
með meirihluta greiddra atkvæða.
Samningar Samiðnar við SA ná
m.a. til aðildarfélaga í málmiðnaði,
byggingariðnaði, skrúðgarðyrkju
og meistarafélaga í byggingariðnaði
innan Samtaka iðnaðarins. Auk þess
kjarasamninga Samiðnar og Félags
pípulagningameistara og Bílgreina-
sambandsins auk kjarasamnings
Byggiðnar og SA vegna meistarafé-
laga í byggingariðnaði.
Einnig féll þar undir kjarasamn-
ingar SA og Félags iðn- og tækni-
greina (FIT) vegna snyrtifræðinga
og hársnyrtisveina. Samningur
Samiðnar við SA naut stuðnings
allt frá 71,4% félagsmanna í Þingiðn,
félagi iðnaðarmanna í Þingeyjarsýsl-
um, upp í 100% hjá stéttarfélaginu
Samstöðu, iðnaðarmannadeild og
iðnaðarmannadeild Verkalýðsfélags
Akraness.
Félagsmenn Byggiðnar, félags
byggingarmanna, samþykktu
samninginn sem Samiðn gerði fyrir
þeirra hönd við SA með ríflega 76%
greiddra atkvæða. Kosningaþátttaka
hjá Byggiðn var nærri 50% meiri en
í síðustu kjarasamningum.
Félagsmenn MATVÍS samþykktu
nýjan kjarasamning við SA með ríf-
lega 76% greiddra atkvæða. Kosn-
ingaþátttaka þótti með ágætum en
tæplega 33% félagsmanna greiddu
atkvæði. Til samanburðar kusu 28%
félagsmanna um lífskjarasamn-
inginn.
Þá samþykktu félagsmenn Raf-
iðnaðarsambands Íslands (RSÍ)
einnig sinn kjarasamning við SA.
Hjá RSÍ-sveinum sögðu 68,41% já,
hjá RSÍ-tæknifólki sögðu 73,22% já
og hjá RSÍ-Grafíu studdu 88,19%
samninginn.
lFélagsmenn samflots iðn- og tæknifólks og VR/LÍV studdu nýgerða kjarasamninga við Samtök
atvinnulífsinslKjörsókn var betri hjá mörgum stéttarfélögum en í kosningu um lífskjarasamningana
Afgerandi samþykkt samninga
Guðni Einarsson
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Undirritun Kjarasamningar samflots iðn- og tæknifólks og VR/LÍV voru
undirritaðir hjá ríkissáttasemjara 12. desember. Kosningu lauk í gær.
„Sagan um danska stjórn á Ís-
landi mun ekki verða afmáð með
því að fela merki um hana, hún
lifir samt. Merki og tákn um hana
sem tekin verða í sátt minna Ís-
lendinga á að gera upp þessa sögu
alla, hugleiða hana, meta og ræða
um hana,“ segir
Helgi Þorláks-
son, prófessor
emeritus í
sagnfræði við
Háskóla Ís-
lands.
Helgi blandar
sér í deilur
um ágæti
þingsálykt-
unartillögu um að gerðar verði
ráðstafanir til að setja upp að
nýju skjaldarmerki sem prýddu
framhlið þinghússins á vígsludegi
þess 1. júlí 1881. Á öðru merkinu
var krýndur þorskur Íslands og á
hinu þrjú krýnd Ijón Danmerkur,
eða „danska ríkismerkið“.
Helgi fagnar tillögunni líkt og
Þjóðminjasafnið hafði áður gert.
Í umsögn safnsins var lagt til að
skildirnir tveir sem um ræðir
yrðu endurgerðir. Sögufélagið
sér hins vegar ekki ástæðu til að
skjaldarmerkin verði sett upp á
Alþingishúsið að nýju.
Helgi segir að andúð Íslendinga
á þorskmerkinu hafi sjálfsagt
dvínað mikið og að Íslendingar
geri vart lengur mun á ríkismerk-
inu danska og svo merki Krist-
jáns IX.
„Sjálfir hafa Danir á nýliðn-
um misserum staðið í uppgjöri
vegna nýlendna sinna, þar sem
voru plantekrur og þrælahald og
settu upp mikla sýningu um þetta
í þjóðminjasafni sínu. Það yrði
gagnlegt báðum þjóðum að gera
upp danska stjórn á Íslandi án
þess að hrópa sífellt um maðkað
mjöl og fordæma nútíma Dani.“
hdm@mbl.is
lGagnlegt að gera upp stjórn Dana
Fagnar áformum
um skjaldarmerki
Helgi Þorláksson
Morgunblaðið/Frikki
Alþingi Konungskórónan, merki
Kristjáns níunda Danakonungs.
Flutt verða út 2.086 hross á þessu
ári. Er það 1.255 hrossum færra en
á síðasta ári. Útflytjandi sem rætt
er við er þó ánægður með ganginn
í útflutningnum. Bendir á að árið
2021 hafi verið óeðlilega gott og
útflutningurinn sé svipaður og var
fyrir kórónuveirufaraldurinn.
Síðasta flugferð með hross á
þessu ári átti að vera í fyrradag
en hætt var við vegna lokunar
Reykjanesbrautar og raskana á
flugi. Kristbjörg Eyvindsdóttir,
útflytjandi hjá Gunnari Arnarsyni
ehf., segir að erfitt geti verið að ná
hrossunum saman í mikilli ófærð því
götur í hestahúsahverfum séu ekki
ruddar og svo séu hrossin viðkvæm
í flutningum. Hrossin verða flutt út
eftir jól. Tölurnar í meðfylgjandi
grafi miða við að hrossin sem áttu
að fara út í vikunni verði flutt út
eftir jól.
Þau 2.086 hross sem nú verða
flutt út eru færri en á síðasta
ári, sem var metár í útflutningi
íslenskra hesta. Samt er fjöldinn
meiri en var 2019 sem var síðasta
heila árið fyrir kórónuveirufar-
aldurinn og langt yfir því sem var á
árunum þar á undan, eins og sjá má
á meðfylgjandi grafi.
Kristbjörg bendir á að árið 2021
hafi verið óvenjulegt. Fólk hafi ekki
ferðast, margir hafi fengið sér hund
eða kött og hrossaútflutningur hafi
tekið stökk. Hún segist ekki hafa
haft trú á að svo yrði áfram. Fólk í
Evrópu sé farið að lifa sínu eðlilega
lífi eftir faraldurinn. Markaðurinn
hafi einnig breyst með breytingum
í alþjóðamálum, stríðsrekstri og
orkukreppu. Dýrara sé að kynda
húsin og almenn dýrtíð í Evrópu.
Útflutningur hrossa sé ákaflega
tengdur efnahag fólks og þegar
kreppi að neiti það sér um mun-
að. Hestar flokkist undir það hjá
mörgum.
Heimsmethafi úr landi
Þjóðverjar kaupa sem fyrr
langflesta íslenska hesta. Þangað
fara tæplega þúsund hestar í ár en
einnig fara margir hestar til Norð-
urlandanna, sérstaklega Danmerkur
og Svíþjóðar. Ungverjaland kemur
sterkar inn á listann yfir útflutn-
ingslönd en verið hefur síðustu árin
en þangað fara 14 hross í ár.
555 A-vottuð hross eru flutt út í
ár. Það þýðir að hrossið og foreldrar
þess hafa verið erfðagreind með
DNA-greiningu og ætterni þeirra
sannað. Hryssur og geldingar eru
uppistaðan í útflutningnum en
einnig voru 313 stóðhestar fluttir út.
Flutt voru út 125 hross sem fengið
hafa 1. verðlaun í kynbótadómi.
Sextán hæst dæmdu hrossin eru
á meðfylgjandi lista. Hæst dæmdi
hesturinn er stóðhesturinn Viðar
frá Skör með einkunnina 9,04. Fram
kom í fréttum í sumar að Viðar hefði
slegið heimsmetið í aðaleinkunn
eftir glæsilega sýningu Helgu Unu
Björnsdóttur, kynbótaknapa ársins
2022, á honum á Gaddstaðaflötum.
Aðaleinkunnin var 9,04, sem fyrr
segir. Viðar hefur verið í eigu Gitte
og Flemming Fast í þrjú ár og þau
fluttu hann í haust til Danmerkur.
Sólon frá Þúfum kemur næstur á
eftir Viðari, með 8,9 í aðaleinkunn.
lÚtflytjandi segir að efnahagsástandið í Evrópu ráði
1.255 færri hestar
fluttir út en í fyrra
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útflutningur hrossa árið 2022
Helstu útflutningslönd
Fjöldi útfluttra hrossa 2013 til 2022
1.000
800
600
400
200
0
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
16 hæst dæmdu
hrossin í útflutningi
Aðaleinkunn
Viðar frá Skör 9,04
Sólon frá Þúfum 8,90
Brimnir frá Efri-Fitjum 8,75
Spaði frá Stuðlum 8,73
Valdís frá Auðsholtshjáleigu 8,60
Eldur frá Torfunesi 8,60
Magni frá Stuðlum 8,56
Þristur frá Tungu 8,54
Ágústínus frá Jaðri 8,52
Hávaði frá Haukholtum 8,52
Blikar frá Fossi 8,51
Vörður frá Vindási 8,51
Dagur frá Austurási 8,48
Einstök frá Hvanneyri 8,47
Börkur frá Fákshólum 8,47
Starkar frá Egilsstaðakoti 8,47
Heimild: Worldfengur, upprunaættbók íslenska hestsins
2.086
1.236
1.472 1.509
1.269
1.485
2.320
1.360 1.348
3.341
Útflutt hross 2022
Stóðhestar 313
Geldingar 823
Hryssur 950
Alls
2.086
Þý
sk
al
an
d
D
an
m
ör
k
D
an
m
ör
k
Sv
íþ
jó
ð
Sv
íþ
jó
ð
Au
st
ur
rík
i
Au
st
ur
rík
i
Sv
is
s
Sv
is
s
B
an
da
rík
in
B
an
da
rík
in
H
ol
la
nd
H
ol
la
nd
N
or
eg
ur
N
or
eg
ur
Fr
ak
kl
an
d
Fr
ak
kl
an
d
Fi
nn
la
nd
Fi
nn
la
nd
Lú
xe
m
bo
rg
Lú
xe
m
bo
rg
Fæ
re
yj
ar
Fæ
re
yj
ar
U
ng
ve
rja
la
nd
U
ng
ve
rja
la
nd
B
el
gí
a
B
el
gí
a
B
re
tla
nd
B
re
tla
nd
ön
nu
rl
ön
d
ön
nu
rl
ön
d
269 243
119 110 93 63 52 47 40 20 17 14 12 11 5
971