Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 ✝ Guðjón Þor- leifsson fæddist í Reykjavík 1. maí 1928. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 15. desem- ber 2022. Síðast til heimilis í Lækj- argötu 4 í Reykja- vík. Guðjón var sonur Þorleifs Þorleifs- sonar ljósmyndara, f. í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit 11. júlí 1882, d. 3. apríl 1941 og Elínar Sigurðadóttur frá Bæ í Akranesi, f. á Innra-Hólmi 24. júní 1891, d. 4. mars 1985. Systkini Guðjóns voru Amalía Karólína Kristín, 1911-1993, Þor- leifur, 1917-1974, Oddur Hjalta- lín, 1922-2002, Eyja Pálína, 1925- 2003, Sigurður Pétur, 1927-2012, Guðbjartur Hallbjörn, 1931-2017, Kristín, 1937-2016. Samfeðra var Hjördís, 1916-1976. Guðjón kvæntist Höllu Krist- einnig í Hellusundi og á Háteigs- vegi. Guðjón gekk í Miðbæjar- skólann. Guðjón fór á samning hjá Landsmiðjunni og útskrifaðist sem vélvirki 1949. Hann fór það- an í Vélskólann og tók öll stigin og kláraði námið 1953. Guðjón var til sjós nær allan sinn starfs- feril. Hann byrjaði á togurum en var síðan á Fossum Eimskipa- félagsins til ársins 1959. Eftir það var hann á hinum ýmsu síld- arbátum, Bjarnarey NK, Árna Magnússyni GK og síðan á Þor- steini RE til ársins 1971. Eftir það var hann hjá Baader fisk- vinnsluvélum og vélamaður hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík. Á árunum 1974-1995 var Guðjón vélstjóri á Ísafoldinni og Geysi sem voru gerðir út frá Hirtshals í Danmörku en útgerðin var rekin af íslenskum og dönskum aðilum. Guðjón endaði starfsferilinn sem vaktmaður hjá Granda á ýmsum togurum. Útför Guðjóns fer fram í dag, 22. desember, frá Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst athöfnin klukkan 13. innu Sveinbjörns- dóttur í janúar 1951, f. 10. október 1932, d. 22. júlí 1988. Halla var fædd í Litlu-Ávík í Árnes- hreppi. Foreldrar hennar voru Svein- björn Magnús Guð- brandsson, f. 15. maí 1886, d. 15. apr- íl 1944 og Þórdís Jóna Guðjónsdóttir, f. 20. nóv. 1913, d. 10. júlí 2000. Börn Guðjóns og Höllu eru Heimir, f. 22 nóv. 1951, Erna Hrönn, f. 4 nóv. 1953, Rafn Arn- ar, f. 24. júlí 1956, kvæntur Önnu Maríu Þorláksdóttur, Víðir Þor- mar, f. 15. maí 1957, kvæntur Málfríði Elídóttur og Stella Dröfn, f. 31. jan. 1959, gift Guð- laugi Gunnþórssyni. Afabörn Guðjóns eru orðin 37. Guðjón fæddist í Kirkjutorgi 6 í Reykjavík og ólst þar upp og Elsku Guðjón minn! Með trega kveð ég þig eftir áratuga ferðalag í gegnum lífið. Aðeins 16 ára kom ég inn í líf ykkar hjóna, en Halla kvaddi okkur allt of snemma. Ég gat ekki valið mér betri tengdafor- eldra. Þú reyndist mér alltaf vel og varst mér góður vinur. Að leiðarlokum þakka ég þér sam- fylgdina, elsku besti. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín tengdadóttir, Málfríður (Mallý) Elsku afi, eins og það er sárt að þú sért farinn þá veit ég að amma Halla tekur vel á móti þér og þið haldið fallegustu jól sem ég veit um. Þegar það var komið að leiðarlokum þá hrönnuðust upp minningar um yndislegan tíma á Smáraflötinni. Ég var fyrsta barnabarn ykkar ömmu Höllu og fékk svoleiðis að njóta þess. Þú, amma og Smáraflötin eigið stóran part í hjarta mínu. Þið voruð svona ekta amma og afi. Minningar sem þið bjugguð til með mér geymi ég vel í hjarta mínu. Ég man alltaf tilhlökkunina að koma til ykkar ömmu á aðfanga- dag þar sem allir hittust, við fengum að taka með einn pakka, þú kveiktir upp í fallega arninum og svo var heitt kakó, kökur og myndatökur. Ég man eftir gaml- árskvöldunum þegar við fengum að gista hjá ykkur; þá varst þú í essinu þínu. Alltaf smá vindill, allir svo glaðir, smá knús þar sem skeggbroddarnir nudduðu okkur í kinnarnar og svo var árið kvatt með því að fara upp í strætóskýli og alvöru bomba kvaddi árið. Þegar við komum heim heyrðist snark í arninum. Ég man þegar við amma Halla fórum alltaf á gamla Keflavíkurvöllinn að sækja þig þar sem þú varst að koma af sjónum frá Danmörku þar sem þú vannst sem vélstjóri og alltaf komstu heim með lítinn pakka. Ég man þegar þú varst alltaf að „skamma“ ömmu hvað hún var að dekra við mig en ég veit að þú meintir ekkert með því. Ég man eftir brakinu í ruggustólnum þínum, hljóðinu í prjónunum hennar ömmu og lyktinni af lopanum þar sem hún sat, prjónaði lopapeysur og ég gat bara verið með ykkur og spjallað. Ég man þegar við tjöld- uðum appelsínugula tjaldinu og fórum út á land í berjamó. Ég man eftir húsbóndaherberginu þínu; það var svo gaman að skoða alla uppstoppuðu fuglana þína, krabbann þinn, hnífana og gömlu byssurnar sem þú safnaðir og alla spennandi smáhlutina sem öllum börnum fannst gaman að skoða. Ég man hvað mér þótti gaman að skoða bílskúrinn þinn, þar sem allt var í röð og reglu og hver skrúfa átti sinn stað. Bíllinn þinn alltaf hreinn með númerið G 1972. Ég man eftir fallega garð- inum ykkar sem angaði alltaf af blómalykt. Elsku afi, takk fyrir allt og ég veit að þið amma eigið falleg jól saman. Þín Halla Heimisdóttir. Með örfáum orðum vil ég kveðja frænda minn Guðjón Þor- leifsson sem kvatt hefur þessa jarðvist eftir langa dvöl og án efa verið flutningnum feginn. Hann var menntaður vélstjóri og starf- aði lengi sem slíkur hjá Eim- skipafélaginu við góðan orðstír. Faðir Guðjóns, Þorleifur Þor- leifsson, var bróðir afa míns Kristjáns og voru þeir ættaðir frá Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Þorleifur lærði einn fyrstur manna ljósmyndun og starfrækti síðan ljósmyndastofu í Kirkju- stræti í Reykjavík með Óskari Gíslasyni ljósmyndara í mörg ár. Þorleifur var áberandi maður í bæjarlífinu á fyrri hluta síðustu aldar og var m.a. þekktur fyrir að finna upp á ýmsum nýjungum í ljósmyndun. Einn bróðir Guð- jóns, Þorleifur eða Lilli, var einn- ig lærður ljósmyndari og hafði lært fagið hjá föður sínum og Óskari. Hann starfaði síðan mik- ið með Óskari, sérstaklega við kvikmyndagerð Óskars, og er sagður hafa átt mun stærri þátt í gerð þeirra verka en af var látið. Enda féll Lilla ekki í geð að hreykja sér. Hann samdi tökurit- ið af Síðasta bænum í dalnum og ekki ólíklegt að frumhugmyndin hafi verið hans. Það var sannköll- uð tímamótamynd, gerð af mjög takmörkuðum efnum en „lukkað- ist“, eins og Óskar oft tók til orða er vel gekk. Gaui Þorleifs lagði sitt til þeirrar myndar með smíði mjög vandaðs tökuvagns og brauta svo hægt væri að renna myndavélinni um í upptökum. Hann var lærður járn- og vél- smiður og hefur kunnað fag sitt vel. Kvikmyndasafn Íslands lét lagfæra Síðasta bæinn í dalnum stafrænt fyrir nokkrum árum. Endurgerða myndin var síðan frumsýnd völdum boðsgestum með undirleik Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Hörpu. Guðjón var þá einn lifandi þeirra sem að upprunalegri gerð myndarinnar stóðu og var honum boðið á sýn- inguna. En vegna einhverra afar slæmra mistaka, sem alls ekki voru Kvikmyndasafninu að kenna, barst honum ekki boðs- miðinn í tíma. Þegar fór að nálg- ast sýningartímann lagði hann af stað gangandi miðalaus frá heim- ili sínu, sem þá var í Lækjargöt- unni, yfir í Hörpu. Er þangað kom kynnti gamli maðurinn sig fyrir dyravörðum og reyndi að skýra tilveru sína en skýringin var ekki tekin til greina og hon- um sagt að sýningin væri hafin og ekki hægt að hleypa honum inn. Hann sneri því nauðugur aft- ur heim til sín, hágrátandi. Það sagði hann mér seinna sjálfur. Ef einhver átti skilið sæti á þessari heiðurssýningu var það Guðjón Þorleifsson. Með smíði þessa vagns, sem enginn mundi vera án í dag, vann Guðjón sig sannar- lega inn í íslenska kvikmynda- sögu. Blessuð sé minning hans. Reynir Oddsson. Guðjón Þorleifsson Það voru erfiðar fréttir sem við feng- um hinn 25. nóvem- ber elsku Árni okk- ar. Við erum ennþá að átta okkur á því að þú komir ekki aftur heim og það mun taka okkur tíma. Það er búið að vera tómlegt hér í Austurbrún eftir að þú fórst á sjúkrahúsið. Þú komst til okkar í sumar og heillaðir okk- ur strax með þrautseigju þinni og stríðni. Það tók okkur tíma að stilla saman strengi því við þurft- um að læra inn á tjáskiptin þín en þegar það var komið þá fórst þú að blómstra og valdeflast. Við gleðjumst yfir öllum þeim tæki- færum sem þú fékkst hjá okkur og að þú varst við stjórnvölinn. Teymið þitt voru starfsmenn sem þú náðir til og líkaði við. Við sáum miklar breytingar á þér á þessum stutta tíma sem þú varst hjá okk- ur. Til dæmis hættir þú að biðja um 1944-rétti því þú vildir mat Árni Sævar Gylfason ✝ Árni Sævar Gylfason fædd- ist 16. ágúst 1967. Hann lést 25. nóv- ember 2022. Útför hans fór fram 5. desember 2022. sem væri eldaður frá grunni. Og best var að fá starfs- menn sem eru veg- an til að elda dýr- indis kjöt. Þú varst farinn að fara út í búð til að kaupa í matinn og mikil- vægt var að setja Pepsi max, núðlur og kjöt í innkaupa- kerruna. Það var ansi margt sem við náðum að efla þig í og ferðirnar í Hagkaup til þess að kaupa kjöt úr kjötborðinu munu ylja okkur um ókomna tíð. Það var oft glatt á hjalla hjá þér og mikið hlegið. Þér fannst óhöpp starfsmanna mjög fyndin og gerðir oft grín að okkur. En það allra fyndnasta var þegar þú fórst með starfsmanni austur fyr- ir fjall til að hitta systur þína og bíllinn bilaði á heimleiðinni. Þú varst ennþá að hlæja að þessu nokkrum dögum áður en þú kvaddir okkur. Í október var Ís- landsmótið í boccia og auðvitað tókstu þátt í því. Mamma þín var vön að fara með þér en þú varst nú fljótur að samþykkja það að gefa henni frí frá því. Auðvitað vannst þú mótið í þínum flokki og varst svo montinn að sýna starfs- mönnum verðlaunapeninginn. Þú skelltir þér á lokahófið ásamt teymisstjóra þínum og skemmtir þér vel. Þegar heim var komið og þú vissir að það var starfsmaður í húsinu sem gat aðstoðað þig þá varstu fljótur að segja við teym- isstjóra þinn „Farðu heim“. Það eru margar sögur sem við getum sagt af þér og margar góð- ar og ljúfar minningar sem eig- um. Við viljum þakka þér kær- lega fyrir þennan stutta tíma sem við fengum með þér. Þín er sárt saknað en við munum halda minningu þinni á lofti. Farðu í friði vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Svava, Gylfi, Inga Rut, Hörður, Björk og systkinabörn Árna. Við vottum ykkur innilega samúð og erum mjög þakklát fyr- ir að hafa kynnst ykkur. Hann Árni Sævar kenndi okkur margt og heillaði okkur. Kærar kveðjur frá starfsfólk- inu á Austurbrún 6a. Kolbrún Stígsdóttir. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, STEINUNN ÁSTA BJÖRNSDÓTTIR, Logafold 64, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 14. desember. Útför hennar fer fram miðvikudaginn 28. desember klukkan 13 frá Grafarvogskirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á MND-félagið. Jón Frímann Eiríksson Anna María Jónsdóttir Christian Hansen Emil og Oliver Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, GUNNAR I. WAAGE, Sléttuvegi 27, Reykjavík, lést sunnudaginn 18. desember. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 28. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast Gunnars er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Benedikt G. Waage Ólöf Björnsdóttir Davíð G. Waage Carolina Castillo Alexander, Ísabella, Emma Björk Ólöf Erla I. Waage Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁGÚST ÓSKARSSON, Giljalandi 2, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 18. desember. Útför fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 29. desember klukkan 13. Ragnheiður Guðjónsdóttir Eva Ágústsdóttir Viðar Jónsson Óskar Ágústsson Susanne Pedersen Ingibjörg Ágústsdóttir Geir Þórarinn Gunnarsson Unnur Agnes Hauksdóttir Guðmundur Hugi Guðmundss. barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÍKHARÐUR KRISTJÁNSSON stýrimaður, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 15. desember á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. janúar klukkan 15. Hjalti Ríkharðsson Magnhildur Erla Halldórsdóttir Hildur Ríkharðsdóttir Bragi Þór Leifsson Ragnheiður Ríkharðsdóttir Jóhann Ríkharðsson Fríða Rut Baldursdóttir Sigríður Ríkharðsdóttir Jón Gunnar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.