Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
40
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Pistill
Breytingaráveiðistjórnungrásleppu
N
ýlega birtist í samráðsgátt stjórn-
valda áform um breytingar á
veiðistjórnun grásleppu. Málið
hefur verið til skoðunar í mínu
ráðuneyti síðustu mánuði.
Síðastliðið vor beindi atvinnuveganefnd því til
ráðuneytisins að leita leiða til að gera stjórnun
grásleppuveiða markvissari. Niðurstaða mín
er að leggja fram mál á Alþingi sem hlut-
deildarsetur grásleppu með takmörkunum
á framsali milli svæða, sérstökum nýliðunar-
stuðningi og lágu þaki á hámarksaflahlutdeild.
Núverandi kerfi hefur verið gagnrýnt
Ástæður þess að atvinnuveganefnd hefur
talið að gera þurfi umbætur á veiðistjórnun
grásleppu geta verið margvíslegar. Undan-
farin ár hefur veiðistjórnun grásleppu verið
gagnrýnd fyrir að vera ómarkviss og ófyrirsjáanleg fyrir
sjómennina sem veiðarnar stunda. Þannig hefur verið
bent á að veður, bilanir og veikindi geta ónýtt tækifæri
sjómanna til að stunda veiðarnar. Til dæmis má nefna
að um leið og grásleppusjómaður leggur netin byrja
dagarnir að telja niður sem hann hefur til að veiða skv.
leyfi sínu. Ef svo gerir vont veður þannig að nauðsynlegt
er að taka upp netin tapar hann þeim dögum alfarið.
Þá hefur einnig verið gagnrýnt að meðafli við þess-
ar veiðar hefur í sumum tilfellum verið mikill og leita
þurfi leiða til að takmarka hann. Meðaflinn getur verið
sjávarspendýr, fuglar og aðrir nytjafiskar, s.s. þorskur.
Þó að ekki sé hægt að fullyrða að hlutdeildarsetning hafi
áhrif má þó leiða að því líkur að sveigjanleiki
um það hvenær veiðarnar eru stundaðar geri
sjómönnum kleift að bregðast við aðstæðum
á hverjum stað. Til dæmis ef mikið kemur af
meðafla við upphaf veiða, þá væri hægt að
taka upp netin og bíða færis án þess að það
drægi úr tekjumöguleikum hvers og eins.
Mikilvægt að róa fyrir víkur
Til þess að hlutdeildarsetning þessa
nytjastofns sé forsvaranleg tel ég grundvallar-
atriði að framsal aflahlutdeildar milli svæða
sé takmörkuð. Þannig sé komið í veg fyrir að
heimildir til veiða fari brott frá svæðum þar
sem veiðarnar eru stundaðar í dag. Þetta er
mikilvægt byggðasjónarmið, í ljósi þess að
grásleppuveiðar eru stundaðar að mestu leyti
í smáum sjávarbyggðum. Þá tel ég einnig
mikilvægt að gert sé ráð fyrir nýliðunarstuðningi þar
sem nýliðum verður gert auðveldara en nú er að hefja
veiðar. Lítil nýliðun hefur verið í greininni síðustu ár og
mikilvægt að næsta kynslóð grásleppusjómanna hafi
tækifæri til að spreyta sig. Að sama skapi tel ég mikil-
vægt að samþjöppun sé takmörkuð með því að hafa lágt
þak á heildaraflahlutdeild í tegundinni.
Eftir að samráði við almenning lýkur um áformin er
næsta skref að fara í samráð um frumvarpið sjálft. Gert
er ráð fyrir að málið verði lagt fyrir Alþingi í vetur.
Svandís
Svavarsdóttir
Höfundur er matvælaráðherra.
svandis.svavarsdottir@mar.is
óheimil með samþykkt þessarar
tillögu,“ segir orðrétt í greinar-
gerðinni.
Gömlu steinhúsin frá 18. öld, þar
á meðal Stjórnarráðshúsið, hafi öll
notið verndar í þeim skilningi að
þeim hafi verið viðhaldið og þau
endurreist eins og efni standa til.
Öll séu meðal merkustu minja ís-
lensks húsakosts, teiknuð af fram-
úrskarandi dönskum arkitektum
og reist af kunnáttumönnum þar
sem handbragðið lofi meistarann.
Af þessum ástæðum og fleirum
beri að falla frá öllum áformum
um nýbyggingu á reit Stjórnar-
ráðshússins. Brýnt sé að finna
forsætisráðuneytinu hentug húsa-
kynni. Kanna mætti til að mynda
hvort Safnahúsið við Hverfisgötu
gæti nýst í þessu sambandi, en
við blasi einnig aðrir kostir eins
og t.d. nýbygging Landsbanka
Íslands við Austurhöfn.
Safnahúsið góður kostur
Fleiri hafa bent á þann
möguleika að flytja forsætisráðu-
neytið í Safnahúsið, þar á meðal
Björn Bjarnason fyrrverandi
ráðherra. „Þegar Þjóðarbók-
hlaðan reis tæmdist Safnahúsið
við Hverfisgötu. Húsið er tákn
framtaks heimastjórnarinnar frá
1904. Þegar þess verður minnst
2024 að 120 ár eru frá því að fyrsti
íslenski ráðherrann, Hannes
Hafstein, kom til sögunnar ætti
forsætisráðuneytið að vera komið
í Safnahúsið og forsetaskrifstofan
í Stjórnarráðshúsið með nýjum
bakgarði í stað opins húsgrunns,“
skrifar Björn á bloggi sínu fyrr
í mánuðinum. Hann bendir
jafnframt á að Landsbankahús-
ið í Austurstræti gæti tekið við
hlutverki Safnahússins sem hús
sýninga og mannamóta.
Flutningsmenn tillögunnar
eru þessir alþingismenn: Birgir
Þórarinsson, Guðrún Hafsteins-
dóttir, Óli Björn Kárason, Njáll
Trausti Friðbertsson, Haraldur
Benediktsson og Ásmundur
Friðriksson Sjálfstæðisflokki,
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
og Bergþór Ólason Miðflokki,
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
og Lilja Rafney Magnúsdóttir
Vinstri-grænum, Þórarinn Ingi
Pétursson og Jóhann Friðrik
Friðriksson Framsóknarflokki
og Inga Sæland, Jakob Frímann
Magnússon, Eyjólfur Ármanns-
son, Guðmundur Ingi Kristinsson,
Tómas A. Tómasson og Ásthildur
Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins.
Árið 2018 voru kynnt úrslit
í samkeppni um nýbyggingu á
lóð Stjórnarráðsins. 1. verðlaun
hlaut Kurtogpí arkitektastofa.
Starfsmönnum forsætisráðu-
neytisins hefur fjölgað mjög
og eru þeir til húsa í nokkrum
byggingum. Því voru áform um
nýbyggingu samþykkt með það að
markmiði að koma starfseminni
fyrir á einum stað. Framkvæmdir
við húsið hafa tafist af ýmsum
ástæðum, m.a. vegna kærumála.
Á
síðasta fundi Alþingis
fyrir jól var lögð fram
tillaga til þingsályktunar
um friðlýsingu nærum-
hverfis Stjórnarráðshússins við
Lækjartorg. 18 alþingismenn úr
fimm flokkum flytja tillöguna og
er Birgir Þórarinsson Sjálfstæðis-
flokki 1. flutningsmaður. Tillagan
kemur væntanlega til afgreiðslu á
vorþinginu. Verði hún samþykkt
eru áform um viðbyggingu við
Stjórnarráðið úr sögunni.
Fram kemur í greinargerð með
tillögunni að Stjórnarráðshús-
ið við Lækjartorg sé eitt hinna
gömlu steinhúsa frá 18. öld sem
skipi sér í hóp merkustu menn-
ingarminja í íslenskri byggingar-
sögu. Húsið var upphaflega tugt-
hús. Það var byggt úr tilhöggnu
grágrýti á árunum 1761-1771 og er
að sjáfsögðu friðað.
„Lagt er til að lóð ríkisins við
Stjórnarráðshúsið og annað
nærumhverfi þess verði friðlýst,
en í því felst að ekki verður reist
bygging í næsta nágrenni þess
sem raskað gæti stöðu þess eða
varpað skugga á það að einhverju
leyti. Fyrirhuguð viðbygging við
Stjórnarráðshúsið yrði til að rýra
varðveislu- og menningarsögulegt
gildi þessa merka húss, en yrði
Vilja friðlýsa lóðina
við Stjórnarráðið
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Tölvumynd/Kurtogpí
VerðlaunatillaganÚrslit í samkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið voru kynnt í nóvember 2018.
lTillaga 18 þingmanna í fimm flokkum flutt áAlþingi
Snjór að óvörum
Það gerist
reglulega á
Íslandi að það
vetrar. Veturnir
reynast oft langir,
sumir býsna harðir
og oft snjóar mikið.
Þetta er á almannavitorði, enda
vísbending í nafninu: Ísland.
Samt virtist óveðrið um liðna
helgi, sem Veðurstofan varaði
dyggilega við, koma sumum
stjórnvöldum í opna skjöldu. Þar
voru Reykjavík og ríkisvaldið í
algerum sérflokki, þar sem í ljós
kom að þau voru ekki vandanum
vaxin og pólitísk forysta engin.
Flestir fundu sjálfsagt fyrir
veðrinu í Reykjavík, þar sem
samgöngur fóru nánast á
hliðina, þar sem borgarstarfs-
menn höfðu einfaldlega ekki
þau tæki sem til þurfti og annar
viðbúnaður vægast sagt ófull-
nægjandi.
Það gat þó engum komið á
óvart, því nákvæmlega hið sama
kom fyrir liðinn vetur, þegar
snjómokstur reyndist borginni
ofviða, eins og Einar Þorsteins-
son, oddviti Framsóknar, gerði
að umtalsefni í kosningabarátt-
unni liðið vor. Sem skýrir vand-
ræðaleg viðbrögð Einars nú,
en hann hefur verið staðgengill
borgarstjóra meðan Dagur B.
Eggertsson nýtur lífsins í veður-
blíðu Suður-Afríku.
Það var þó ekkert hjá við-
brögðum Alexöndru Briem,
borgarfulltrúa Pírata og for-
manns umhverfis- og skipulags-
ráðs, sem útskýrði í sjónvarps-
fréttum að borgarbúum væri
hollara að trúa sér en eigin aug-
um um það að snjómoksturinn í
borginni gengi vel. Bætti svo við
að borgin hefði á sínum snær-
um stýrihóp um endurskoðun
á þjónustuhandbók vetrarþjón-
ustu hjá Reykjavíkurborg, sem
nú tæki til óspilltra málanna!
Efa má að borgarbúar hafi lát-
ist sefast við þessar skýringar
borgarstjórnarmeirihlutans, en
við blasir að Alexandra skrifaði
sig þar á spjöld Skaupsins ef
ekki sögunnar.
Í frétt Morgunblaðsins kom
fram að þegar mest fennti um
liðna helgi hefðu 22 ruðnings-
tæki (aðeins níu þeirra stórvirk)
verið í notkun í Reykjavík, en
20 í Kópavogi, 20 í Hafnarfirði
og 10 í Garðabæ. Það sjá allir án
umhugsunar að það er fráleitt
að nánast sami vélakostur hafi
verið notaður til þess að halda
götum greiðum í Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði.
Munurinn er enn greinilegri
þegar haft er í huga að íbúar
Reykjavíkur eru 133 þúsund en
39 þúsund í Kópavogi, 30 þús-
und í Hafnarfirði og 18 þúsund
í Garðabæ. Það var með öðrum
orðum að jafnaði eitt snjóruðn-
ingstæki á hverja 1.500-1.950
íbúa í nágrannasveitarfélögun-
um, en í sjálfri höfuðborginni
aðeins eitt tæki á hverja 6.057
íbúa. Nágrannasveitarfélögin
voru á mjög svip-
uðu róli að þessu
leyti, nær fjórum
sinnum betur undir
fannfergið búin en
borgin.
Það er þó ekki
aðeins svo að Reykjavíkurborg
standist hvergi samjöfnuð við
nágrannasveitarfélögin, því
borgin stenst ekki einu sinni
samanburð við sjálfa sig. Árið
1984 voru 46 snjóruðningstæki
í notkun, en borgin þriðjungi
fámennari en nú með 89 þúsund
íbúa, svo þá var eitt tæki á
hverja 1.900 íbúa. Nú eru íbú-
arnir þriðjungi fleiri en tækin
meira en helmingi færri!
Það blasir við hverjum manni
að þarna brást Reykjavíkur-
borg borgurum sínum enn einu
sinni við algera grunnþjónustu
og ráðleysið algert. Verst var
þó kannski að af viðbrögðum
borgarfulltrúa meirihlutans
var varla að sjá að þeim þættu
leiðindi eins og þjónusta borgar-
innar koma sér við. Og viðbrögð
minnihlutans svo sem ekki
uppörvandi heldur.
Ástandið á Reykjanesbraut
undanfarna sólarhringa hefur
ekki síður verið sorgarsaga
vanmáttar og pólitísks tómlætis.
Reykjanesbraut var lokað – að
miklu leyti að þarflausu – en
við það trufluðust samgöngur
við umheiminn og vandræðin í
Leifsstöð urðu ekki til þess að
auka hróður landsins sem ferða-
mannaáfangastaðar.
Það var frekar aumlegt að
heyra viðbárur Vegagerðarinnar
að henni hefði verið ófært að
ryðja brautina, þar sem hana
skorti heimildir til þess að
fjarlægja ökutæki sem þar sátu
föst í vegi. Þetta er fjarstæða.
Stjórnvöld hafa margvíslegar
heimildir, þó sumar kunni
að kosta atbeina lögreglu, til
þess að fjarlægja tálmanir af
þjóðvegum landsins, bæði til
að tryggja öryggi og greiðar
samgöngur.
Það kann að vera skiljanlegt
að einstakar stofnanir ríkis-
valdsins geti verið smeykar við
slíkt, en þá kemur það einmitt í
hlut hins pólitíska framkvæmda-
valds, ráðherra, að taka af
skarið. Það var með ólíkindum
að Sigurður Ingi Jóhannsson
innviðaráðherra kom hvergi við
sögu í fréttum um helgina og
fram á mánudag. Það var ekki
fyrr en á þriðjudag, sem hann
steig fram og greindi frá því að
hann myndi tryggja að svona
lagað gerðist ekki aftur. Hann
átti að tryggja að það gerðist
ekki.
Hið opinbera gegnir ýmsum
grundvallarskyldum og þær
verða bæði ríki og sveitarfélög
að rækja. Sjálfsagt er skemmti-
legra að fást við framtíðar-
stefnumótun og gæluverkefni af
ýmsu tagi, en grunnþjónustan
verður að ganga fyrir. Því það
mun snjóa á Íslandi aftur.
Tómlæti og ráðleysi
ríkis og Reykjavíkur-
borgar við snjókomu
var óskiljanlegt}