Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
Hágæða fóður fyrir hunda og ketti
Gott fyrir
meltingu
Gott fyrir
liðina
Gott fyrir
feldinn
Bætir ofnæmis-
kerfið
L i f and i v e r s lun
fy r i r ö l l gæ ludýr
Kauptúni 3, Garðabæ | Skeifan 9, Reykjavík | Sími 564 3364 | www.fisko.is | Opið virka daga 10-19, laugardag 10-18, sunnudag 12-18
100%
NÁTTÚRULEGAR
AFURÐIR
20%
FERSKT
KJÖT
..kíktu í
heimsókn
Nú eru margir (vonandi) búnir að klára
stærstan hluta af undirbúningnum fyrir
hátíð ljóss og friðar og einhverjir jafnvel svo
heppnir að geta slakað á og gert eitthvað
skemmtilegt og laust við stress. Þá má nýta
tímann í ýmislegt skemmtilegt til að full-
komna jólaskapið fyrir aðfangadag.
1. Nostraðu við innpökkunina
Lærðu nýjar aðferðir við að pakka inn síð-
ustu jólagjöfum, til dæmis af YouTube. Stilltu
á jólastöðina JólaRetró og nostraðu við hvern
pakka þannig að eftir honum sé tekið undir
jólatrénu. Ekki spillir fyrir að nota umhverfis-
vænan pappír og nóg af skrauti. Svo má alltaf
gera jólakortin enn persónulegri enda jólin
tími til að dreifa ást og kærleika.
2. Búðu til snjókarl
Nú þegar snjórinn er loksins kominn og
stormurinn liðinn hjá er um að gera að
nýta tímann fyrir jólin og búa til snjókarl
með börnunum. Það er ágætt en alls engin
nauðsyn að nota börnin sem afsökun fyrir
þessari jólalegu iðju. Ekki gleyma að taka
mynd af karlinum. Það er nauðsynlegt að eiga
sönnun fyrir meistaraverkinu sem jafnvel er
hægt að deila á samfélagsmiðlum og græða
nokkur læk.
3. Gerðu heitt súkkulaði með smáÚMF!
Það er fátt sem slær betur í gegn en heitt
súkkulaði í kuldanum sem nú ríkir í aðdrag-
anda jóla. Enn betra er að breyta aðeins til
og prófa einhvern nýjan snúning á drykkinn
gómsæta. Við mælum með uppskriftum af
matarvefnum en þar má til að mynda finna
ljúffenga uppskrift að heitu pipp-súkkulaði
frá Evu Laufeyju og aðra uppskrift að heitu
súkkulaði með Stroh frá Lindu Ben. Við tök-
um fram að það er nauðsynlegt að hafa jóla-
legar smákökur eða piparkökur til að kjamsa
á með súkkulaðinu.
4. Horfðu á jólamynd
Eftir súkkulaðigerðina er tilvalið að skella
á góðri jólamynd og sötra súkkulaðið. Þá er
nauðsynlegt að horfa á eina klassíska –mynd
eins og It's A Wonderful Life (1946) (sem er
að okkar mati mynd sem allir verða að horfa
á einhvern tímann á lífsleiðinni, enda kosin
ein besta jólamynd allra tíma), Die Hard, A
nightmare before Christmas, Home Alone eða
Christmas Vacation en einnig er sniðugt að
nýta tímann og horfa á allar Harry Potter-
myndirnar eða Hringadróttinssögu-þríleik-
inn. Þá er aldrei betri tími til að skemmta sér
yfir einni klisjukenndri og lélegri rómantískri
jólamynd. Best er að fylgjast með því hvernig
jólaskrauti og öðru sem tengist jólunum er
troðið í nánast hvern einasta ramma (við
vitum því ekki hvort hægt er að mæla með
drykkjuleik í þessu samhengi). Það er hægt
að finna nokkrar slíkar á Netflix, til að mynda
eru A Christmas Prince-myndirnar, The
Knight Before Christmas og The Princess
Switch á listanum yfir bestu lélegu jólamynd-
ir Netflix.
5. Taktu miðbæjarrölt með heitt
súkkulaði
Fáir staðir eru jafn jólalegir og miðbær-
inn, sérstaklega þegar snjórinn prýðir bæinn.
Klæddu þig vel (föðurland, dúnúlpan og allur
pakkinn) og njóttu þess að rölta um miðbæ-
inn, skoða jólaljósin, jólaköttinn og fáðu þér
snarl og heitt súkkulaði í matarvögnunum
sem finna má þar. Við mælum sérstaklega
með Hátíðarvagninum þar sem finna má jól
í bolla, meira að segja með Hockey Pul-
ver-bragði.
6. Lesa eða hlusta á góða bók
Hvort sem þú ert meira fyrir að lesa eða
hlusta á bækur eru jólin sannarlega tíminn
fyrir lestur og úr nægu að velja í jólabóka-
flóðinu í ár. Hver segir að það megi ekki byrja
fyrir jólin á jólabókalestrinum?
7. Gerðu eftirrétt fyrir jólin
Það er nauðsynlegt að vera með góðan
eftirrétt á aðfangadagskvöld. Við mælum
með geggjaða jólaeftirréttinum sem vann
eftirréttakeppni ársins hjá K100 og Matar-
vefnum, piparmyntu-marengsköku, sem finna
má á matarvefnum á mbl.is undir leitarorðinu
„yfirliðsvaldandi marengs“.
8. Hristu gjafirnar undir trénu
Við mælum kannski ekki beint með því að
hrista pakkana harkalega en það getur verið
spennandi að taka sér ákveðinn tíma til að
raða pökkunum undir jólatréð – og þreifa vel
á þeim í leiðinni.
9. Gefðu smáfuglunum jólamat
Fuglarnir eiga erfitt með að finna sér mat
í frosti, fannfergi og myrkri en mikil orka fer
í það hjá litlu skinnunum að halda á sér hita.
Framkvæmdastjórí Fuglaverndar mælir með
því, á mbl.is, að gefa fuglunum tvisvar á dag,
við birtingu og áður en rökkvar. Sólblómafræ
og fíkjukorn eru góð fyrir snjótittlinga og
auðnutittlinga (sem þó vilja ekki éta beint af
jörðinni). Þrestir og starar vilja helst feitmeti
eins og tólg, kjötsag og fitu blandað við korn,
mjöl eða brauð. Einnig eru ávextir, til dæmis
rúsínur, vinsælir. Fleiri upplýsingar má finna
á heimasíðu fuglaverndar og í facebookhópn-
um „Fuglafóðrun“.
10. Púslaðu
Það er fátt meira kósí en að púsla í aðdrag-
anda jóla. Þá er eiginlega nauðsynlegt að vera
búinn að fjárfesta í góðum jólailmi og skella
jólatónlist, til dæmis af fyrrnefndri JólaRetró,
í spilarann.
11. Gerðu minningatré eða krukkumeð
minningum ársins fyrir fjölskylduna
Hjá mörgum snúast jólin um fjölskylduna.
Hvað er þá betra en að vera búinn að undir-
búa eftirminnilega fjölskyldustund með því
að skrifa niður alls konar skemmtilegt sem
gerðist á árinu. Sniðugt er að fara í gegnum
myndirnar í símanum til að rifja upp árið.
Fyrir næsta ár er gott að vera með sérstakan
stað í símanum tileinkaðan slíkum minning-
um.
Nú eru aðeins tveir dagar til
aðfangadags og margir búnir
að klára allt sem þarf að gera
fyrir jólin. Þá er nægur tími
til að njóta síðustu daganna í
kósíheitum. K100 tók saman
nokkrar hugmyndir að því sem
hægt er að gera fram að jólum.
Búin að öllu? Hvað nú?
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Ljósmynd/Colourbox
JólastundÞað er fátt dásamlegra en að hafa tíma til að dunda sér í róleg-
heitunum fyrir jólin. Til dæmis að ná að nostra við síðustu jólagjafirnar.
Ljósmynd/Colourbox
Kerti og spil?Það getur verið
spennandi að fikta í pökkunum.
Morgunblaðið/RAX
SnjórNúer tími til að gera snjókarl.
Morgunblaðið/Ómar
Frost er úti … Smáfuglarnir eru
margir svangir í frosti og snjó.
Morgunblaðið/Golli
Afslöppun Það er æði að
skella á einni jólamynd.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kósí Það er kósí að fara í Hátíðarvagninn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Namm Girnó eftirréttir eru hluti af jólunum.