Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 DÆGRADVÖL58 Til hamingju með daginn Stjörnuspá Heiðdís Ragnarsdóttir 40 ÁRA Heiðdís ólst upp í Reykjavík en býr á Egilsstöð- um. Hún er með BA-gráðu í sálfræði og kennsluréttindi. Heiðdís er deildarstjóri á leikskólanum Tjarnarskógi. Áhugamálin eru handavinna og zumba. FJÖLSKYLDA Eiginmað- ur Heiðdísar er Stefán Bogi Sveinsson, f. 1980, héraðs- skjalavörður Austurlands. Dætur þeirra eru Auðbjörg Elfa, f. 2010, Inga Hrafney, f. 2013, og Álfrún Margrét, f. 2018. Foreldrar Heiðdísar eru hjónin Kristjana Grímsdóttir, f. 1959, viðskiptafræðingur, og Ragnar Harðarson, f. 1958, rakari. Þau eru búsett í Reykjavík. Nýr borgari Garðabær Heiðar Ingi Daníelsson Norðdahl fæddist 16. apríl 2022 kl 18.05 á Landspítalanum. Hann vó 3.468 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Andrea Ýr Baldursdóttir Norðdahl og Daníel Andri Valtýsson. 21. mars - 19. apríl A Hrútur Það er fyrirhyggja fólgin í því að láta nýtt fólk sanna sig áður en þú gerir upp hug þinn til þess. Gamalt leyndarmál skýtur upp kollinum. 20. apríl - 20. maí B Naut Hreinskilnar og jarðbundnar samræður við fjölskylduna koma til greina í dag. Reyndu að halda ró þinni hvað sem á dynur því öll él birtir upp um síðir. 21. maí - 20. júní C Tvíburar Samstarfsmenn þínir munu koma þér á óvart. Láttu einskis ófreist- að til að ná settu marki. Njóttu svo árangursins því þú átt það skilið. 21. júní - 22. júlí D Krabbi Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt allt gangi ekki sam- kvæmt áætlun. Dragðu djúpt andann og gakktu í verkefnin eitt af öðru. 23. júlí - 22. ágúst E Ljón Þú kemur í veg fyrir rifrildi milli vina. Einbeittu þér að endurbótum og endur- skipulagningu og haltu þig út af fyrir þig meðan þú ert að vinna úr þínum málum. 23. ágúst - 22. september F Meyja Það er ýmislegt sem getur byrgt manni sýn þótt maður haldi að allir hlutir séu á hreinu. Ekki hafa áhyggjur því þér mun berast liðsauki úr óvæntri átt. 23. september - 22. október G Vog Það er engan veginn svo að þú þurfir að hlaupa til eftir hugmyndum annarra. Notaðu tækifærið til að endurskipuleggja markmið þín í lífinu. 23. október - 21. nóvember H Sporðdreki Gefðu fólkinu í kringum þig það svigrúm sem það þarf. Þú þarft að leggja þitt af mörkum til þess að vinátta dafni. 22. nóvember - 21. desember I Bogmaður Þú ert sérlega næmur fyrir umhverfi þínu í dag og ættir því að leita uppi fegurðina í hversdagsleikanum. Fólk er til í að gera þér greiða og færa þér gjafir um þessar mundir. 22. desember - 19. janúar J Steingeit Gleymdu vonlausum málefnum heimsins og gerðu eitthvað sem þú getur klárað í dag. Líttu á þetta sem fyrsta þáttinn af nokkrum. 20. janúar - 18. febrúar K Vatnsberi Vertu ekkert að skipta þér af því sem er þér óviðkomandi. Þú munt hitta manneskju sem færir þér óvænt tækifæri. 19. febrúar - 20. mars L Fiskar Einhver gefur sig á tal við þig og þú heyrir fljótt að þið búið að svipaðri reynslu. Einbeittu þér að því að finna þér hentugt starfsumhverfi eða bæta það sem fyrir er. Þ órhildur Magnúsdóttir fæddist 22. desem- ber 1917 í Miðhúsum í Biskupstungum. Í viðtali sem var tekið við Þórhildi í tilefni af 100 ára afmæli hennar sagðist hún eiga eina minningu frá Miðhúsum. „Ég man að ég datt ofan í brunninn. Bróðir minn sagði: Sjáðu myndina þarna! Ég fór að kíkja og datt. Ég var alltaf í kjól og var svo heppin að ég festist á snös. Svo kom amma og dró mig upp.“ Fjölskyldan flutti frá Miðhúsum að Vatnsholti í Grímsnesi og bjó þar í um tvö ár áður en þau fóru til Reykjavíkur 1923. Þórhildur sagðist hafa verið fjörugt barn, prílað mikið og stundum dottið og brotnað. „Það var hvergi hægt að fá húsnæði þegar við komum til Reykjavíkur. Foreldrar mínir fengu loks lítið herbergi í gegnum kunningsskap á Skólavörðustíg 12, beint á móti tukthúsinu. Það var þröngt um okkur en yndislegt.“ Um fermingu fór hún í vist á Bjargarstíg 7 hjá gamalli konu sem rak mötuneyti. Þórhildur var búin með barnaskólann og með vinnunni sótti hún námskeið og lærði m.a. saumaskap. Þegar Þórhildur var rúmlega tvítug kynntist hún Gústaf Adólf Lárussyni húsasmíðameistara frá Efri-Vaðli í V-Barðastrandarsýslu. Þau hófu sambúð í herbergi Þór- hildar á Bjargarstíg. „Þegar við ætluðum að fara að búa sjálf var hvorki hægt að fá lóð né leigt. Gústaf og vinur hans ætluðu að byggja saman tvíbýlishús ef þeir fengju lóð. Bæjarverkfræðingur sagði þeim að fara svo langt út úr bænum að þeir gætu verið í friði! Það varð til þess að við byggðum í hverfinu Blesugróf.“ Félagi Gústafs veiktist og dó þannig að þau byggðu ein og fluttu í húsið sitt í Jöldugróf 14. maí 1947. Ekki var búið að leggja vatn, hitaveitu eða rafmagn í hverfið þegar þau fluttu inn. Vatnið var sótt í brunn. Öll þessi þjónusta kom síðar. Þórhildur sagði að þetta hefði ekki verið verra hjá þeim en á mörgum sveitabæjum á þeim árum. „Maður þvoði á bretti og sauð þvottinn í þvottapotti. Ég sauð slátrið líka í þvottapottinum. Svo fengu krakkarnir í hverfinu slátur- sneið þegar veitt var úr pottinum. Þegar krakkarnir áttu afmæli kom allur hópurinn í hverfinu. Eftir að þau fengu að drekka fóru þau út að leika sér. Stundum hitti ég menn sem heilsa mér og ég þekki ekki. Þá segjast þeir vera úr Blesugróf og hafa fengið blóðmör hjá mér eða verið í afmæli hjá dætrum mínum.“ Á þessum árum voru húsmæð- urnar í Blesugrófinni yfirleitt heimavinnandi. Þær hittust oft í kaffispjalli. „Stundum sögðu þær mér heilu sögurnar. Ég hugsaði mér að skrifa bók um fólkið í Þórhildur Magnúsdóttir húsmóðir – 105 ára Elst núlifandi Íslendinga götunni, en það varð aldrei tími til þess.“ Þau Gústaf bjuggu saman í Jöldugróf þar til hann fór á hjúkr- unarheimili í janúar 2012. Gústaf lést árið 2013. Þórhildur bjó í húsi þeirra þar til hún brá búi vorið 2020 en þá flutti hún á Hrafnistu, Sléttuvegi. Frá því að Gústaf lést fór Þór- hildur tvisvar í viku á Múlabæ og undi sér vel þar við að spila brids og dansa. Þótti henni gott að vera á Múlabæ, yndislegt starfsfólk og er henni boðið þangað við sérstök tækifæri. Í dag ætlar fjölskylda Þórhildar að halda upp á 105 ára afmælið hennar. Fjölskylda Eiginmaður Þórhildar var Gúst- af Adólf Lárusson, f. 4.12. 1917, á Efri-Vaðli á Barðaströnd, d. 12.2. 2013, húsasmiður. Foreldrar hans Hjónin Þórhildur Magnúsdóttir og Gústaf Adólf Lárusson. Afmælisbarnið Þórhildur. Í Miðhúsum Þórhildur, í miðið, ásamt foreldrum og systkinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.