Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 61
Meistaradeild FIBA H-RIÐILL: Rytas Vilnius – Tenerife ..................... 85:78 Elvar Már Friðriksson skoraði 1 stig, tók 1 frákast og gaf 4 stoðsendingar á 25mínútum hjá Rytas. Lokastaðan: Tenerife 8, Rytas 6, Peristeri 6, Bnei Herzliya 4. Tenerife fer beint í 16-liða úrslit en Rytas og Peristeri í umspil. Þýskaland B-deild: Münster – Vechta ............................... 68:102 Hilmar Pétursson skoraði 4 stig, tók 1 frá- kast og gaf 2 stoðsendingar á 23 mínútum hjá Münster. NBA-deildin Detroit – Utah ........................................ 111:126 Miami – Chicago................................... 103:113 New York – Golden State..................... 132:94 Phoenix – Washington.......................... 110:113 Denver – Memphis ................................ 105:91 Meistaradeild kvenna C-RIÐILL: Lyon – Juventus ........................................ 0:0 Sara Björk Gunnarsdóttir lék ekki með Juventus vegna meiðsla. Zürich – Arsenal.......................................... 1:9 Lokastaðan: Arsenal 13, Lyon 11, Juventus 9, Zürich 0. Arsenal og Lyon fara í 8-liða úrslit. LeikjumBarcelona – Rosengård og Bayern München – Benfica í D-riðli var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun en Barcelona og Bayern voru þegar komin í 8-liða úrslit. Grikkland Giannina – Olympiacos ............................ 2:2 Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 Eintracht boðið að fá Ronaldo Forráðamenn þýska knattspyrn- ufélagsins Eintracht Frankfurt hafa staðfest að þeim hafi verið boðið að fá Cristiano Ronaldo til liðs við sig. Ronaldo er án félags eftir að samningi hans við Manchester United var rift. Philip Holzer, stjórnarformaður Frankfurt, staðfesti þetta við sjónvarpsstöðina DAZN. „Ég hef á tilfinningunni að öllum félögun- um sem enn eru með í Meistara- deildinni hafi verið boðið að fá hann til liðs við sig,“ sagði Holzer. AFP/Patricia de Melo Moreira Óvissa Ekki er ljóst hvar Cristiano Ronaldo leikur eftir áramótin. Svipt tíu ára gömlu ólympíugulli Hin rússneskaNatalyaAntyukh hefur verið svipt gullverðlaunun- um semhúnhlaut fyrir sigur í 400metra grindahlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Lundúnumárið 2012. AIU tók ákvörðuninameð hliðsjón af gögnum frá rannsóknar- stofu íMoskvu og er nú búið að svipta alla rússneska verðlauna- hafa á leikunumverðlaunum sínum vegna lyfjamisferlis. Hin banda- ríska LashindaDemus fær nú gull- verðlaunin eftir að hafa upphaflega unnið til silfurverðlauna í greininni. AFP ÓLAntyukh hefur verið svipt ólympíugulli vegna lyfjamisferlis. Hefur verið rosalega erfitt lLovísa að jafna sig á meiðslum lSpennandi að spila í Laugardalshöll Lovísa Björt Henningsdóttir, 27 ára landsliðskona í körfubolta og fyrirliði Hauka, hefur ekkert leikið á leiktíðinni vegna meiðsla í mjöðm. Hún fór í aðgerð eftir síðasta tíma- bil og hefur ekki enn náð fullum bata. Ótrúlega spennt að byrja „Ég var í aðgerð í maí, en núna er þetta að koma. Ég verð kannski ekki með í næsta leik, en það styttist í að ég geti verið með. Þetta hefur verið rosalega erfitt, að fá ekki að spila körfubolta í sjö mánuði. Þetta gæti ekki verið erfiðara,“ sagði Lovísa Björt í samtali við Morgunblaðið. „Ég er ótrúlega spennt að loksins komast inn á völlinn,“ bætti hún við. Eins og gefur að skilja hefur tímabilið verið krefjandi hjá Lovísu, þar sem hún saknar þess að vera á vellinum. Það hefur þó gengið vel hjá Haukum, þrátt fyrir fjarveru Lovísu og Helenu Sverrisdóttur, en Helena er einnig að glíma við meiðsli. Í þeirra fjarveru hafa yngri leikmenn liðsins leikið mjög vel. Haukar eru í öðru sæti Subway- deildarinnar með 22 stig eftir 13 leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Þá eru Haukar í undan- úrslitum í bikarkeppninni, eftir að hafa unnið bikarinn tvö ár í röð. „Það er hægt að segja að við séum svolítið mikið bikarlið. Við erum búnar að vinna bikarinn tvö ár í röð, en við eigum eftir að vinna þann stóra. Það er samt alltaf gaman að vinna bikarinn. Vonandi náum við að halda bikarnum í Hafnarfirðin- um,“ sagði Lovísa. Öðruvísi tilfinning í Höllinni Haukar leika við Snæfell, topplið 1. deildarinnar, í undanúrslitum. Leikið verður í Laugardalshöll, en undanúrslitin í fyrra voru leikin í Smáranum í Kópavogi, á meðan að viðgerðir stóðu yfir í Laugardals- höll. „Ég get ekki beðið eftir að spila hérna aftur. Það eru einhver ár síð- an ég spilaði í Höllinni síðast. Það er öðruvísi tilfinning að spila bikar- leikina í Laugardalshöllinni og það gerir tilefnið stærra. Það er minna en mánuður til stefnu og við gætum ekki verið spenntari,“ sagði hún. Toppbaráttan í Subway-deildinni er afar spennandi, því aðeins fjögur stig skilja efstu þrjú liðin að. Njarð- vík kemur þar á eftir, fjórum stigum á eftir Val, í þriðja sæti. Lovísa er sérstaklega spennt að fá að taka þátt í deildinni á nýjan leik, á meðan hún er eins spennandi og raun ber vitni. Deildin verður betri og betri „Þessi deild verður betri og betri með hverju árinu og ég er spennt að fá að spreyta mig og geta loksins spilað gegn þessum liðum. Það hafa verið margir mjög spennandi leikir til þessa. Ég á ekki von á öðru en að það haldi áfram,“ sagði Lovísa. „Það hefur verið þannig hingað til að efstu fjögur liðin eru svolítið á undan. Þetta eru samt þannig lið og þannig leikmenn í þessum liðum að það getur allt gerst, hvenær sem er. Það fer eftir því hvenær liðin ná að toppa. Þótt deildin sé svolítið skipt eins og er, get ég samt ekki sagt hvernig þetta endar í vor,“ bætti Lovísa Björt við að lokum. HAUKAR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Morgunblaðið/Óttar Geirsson ÚrslitHaukar léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Njarðvík á síðasta tímabili, en máttu þola tap. Liðið fagnaði þó bikarmeistaratitli. Guðrún með tak- markaðan rétt 2023 Guðrún Brá Björgvinsdóttir verður með takmarkaðan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna í golfi árið 2023 en hún lauk í gær fimmta og síðasta hringnum á lokaúr- tökumótinu á La Manga á Spáni. Guðrún lék á 73 höggum, á pari vallarins, og endaði í 42. til 46. sæti. Tuttugu efstu konurnar á mótinu fá fullan keppnisrétt á mótaröðinni, eins og Guðrún hefur haft undan- farin tvö ár. Þær sem enduðu í 21. til 50. sæti fá takmarkaðan keppnis- rétt og Guðrún verður í þeim hópi. Hringina fimm lék hún á samtals tveimur höggum yfir pari vallanna tveggja sem keppt var á. Til að ná í hóp 20 efstu og ná fullum keppn- isrétti hefði hún þurft að leika á samtals þremur höggum undir pari og var því fimm höggum frá því. Guðrún er í 162. sæti á styrkleika- lista Evrópumótaraðarinnar. Á heimslista kvenna er hún í 788. sæti en var þar hæst í 615. sæti í árslok 2021. Ljósmynd/LET Tristan Jones Spánn Guðrún Brá Björgvinsdóttir endaði í 42.-46. sæti mótsins. Óstöðvandi í þýsku bikarkeppninni Íslendingaliðin Magdeburg og Gummersbach tryggðu sér í gær- kvöld sæti í 8-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handknattleik karla ásamt Rhein-Neckar Löwen með góðum sigrum í 16-liða úr- slitunum. Þýskalandsmeistarar Mag- deburg unnu öruggan 43:31-sigur á Bergischer þar sem Gísli Þor- geir Kristjánsson átti magnaðan leik fyrir Magdeburg. Gísli Þorgeir skoraði sex mörk og lagði upp níu mörk til viðbótar fyrir liðsfélaga sína. Ómar Ingi Magnússon lét sömuleiðis vel að sér kveða sem endranær. Hann skoraði einnig sex mörk og lagði upp fjögur. Arnór Þór Gunnarsson skoraði loks þrjú mörk fyrir Bergischer. Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrm- isson fóru fyrir lærisveinum Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummerscbach í 34:31-útisigri á Hamm. Elliði Snær skoraði sjö mörk og lagði upp eitt til viðbótar fyrir Gummersbach. Hákon Daði skoraði sex mörk fyrir liðið. Voru þeir tveir markahæstu leikmenn Gummersbach. Ýmir Örn Gíslason og liðsfé- lagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu þá öruggan 36:28-sigur á ÍslendingaliðinuMelsungen. Ýmir Örn komst ekki sjálfur á blað hjá Löwen en lagði upp eitt mark. Elvar Örn Jónsson var marka- hæstur í liði Melsungen með sex mörk auk þess sem hann lagði upp eitt mark. Var hann jafn- markahæstur í leiknum. Arnar Freyr Arnarsson bætti við tveim- ur mörkum fyrir liðið. Ljósmynd/Magdeburg 15 Gísli Þorgeir skoraði sex mörk og lagði upp níu til viðbótar. Nú þegar HM karla í fótbolta er lokið verður manni hugsað til álagsins sem knattspyrnumenn standa frammi fyrir. Á Englandi eru til að mynda engin grið gefin þar sem deilda- bikarinn hófst að nýju í vikunni, aðeins tveimur dögum eftir að HM lauk, og enska úrvalsdeildin hefst á nýjan leik strax annan í jólum. Ef álagið er ekki nógu mikið fyrir þá hefur hinn umdeildi Gianni Infantino, forseti FIFA, tilkynnt að áætlað sé að stækka HM félagsliða. Í núverandi mynd þeirrar keppni etja sigurvegarar úr sex álfum og eitt lið frá landi gestgjafa kappi. Infantino vill hins vegar stækka þetta mót til muna og láta 32 lið keppa frá og með árinu 2025, og láta það fara fram á fjögurra ára fresti líkt og gert er hjá landsliðunum. Hann áætlar að FIFA muni halda þessa keppni á sumrin. Í yfirlýsingu samtaka atvinnu- manna, FIFPRO, segir að mótið muni hafa slæm áhrif á velferð og atvinnutækifæri leikmanna. Forsetinn virðist ekki hafa rætt þessar áætlanir við kóng né prest þar sem FIFPRO var ekki haft með í ráðum og þá hafa nokkrir forsvarsmenn félaga í Evrópu látið það í ljós að ekki hafi verið rætt við neitt þeirra. Eftir stendur að FIFA hyggst enn auka á álag knattspyrnu- manna, að því er virðist einungis í því skyni að græða enn meiri pening, enda virðist sú þörf alltaf ráða för hjá sambandinu. Bæði FIFA og UEFA fordæmdu harðlega áætlanir stórra evrópskra félaga um ofurdeild. Eru fyrirætlanir FIFA um stækk- un HM félagsliða og UEFA um stækkun á Meistaradeild Evrópu eitthvað öðruvísi að því leyti? BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.