Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 RALPH FIENNES NICHOLAS HOULT ANYA TAYLOR-JOY Painstakingly Prepared. Brilliantly Executed. FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO KOMIN Í BÍÓ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD REPORTER 84% 91% 71% Nána i upplýsingar um sýningartíma á sambio.is USA TODAY ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post REEL VIEWS EMPIRE AV CLUBNEW york post indie wire entertainment weekly the atlantic chicaco sun-times the playlist 82% L inda Vilhjálmsdóttir hefur sent frá sér nýja ljóðabók, humm, þar sem staða kvenna er í forgrunni. Það er ekki í fyrsta sinn sem hún tekur það efni fyrir en hún leitaði til dæm- is á svipuð mið í ljóðabókinni Smáa letrinu sem út kom árið 2018. Verkinu er skipt í fjóra kafla auk nokkurs konar forspils, ljúfs ljóðs á þremur síðum þar sem ljóðmælandinn dregur djúpt andann þar til smám saman birtir til. Þá getur hann hafið upp raustina. Fyrsta núm- eraða kaflann mætti kalla uppvaxt- arsögu eða þroskasögu en þar er sagt frá stúlku sem vex úr grasi þrátt fyrir mótlæti. Linda nýtir veðráttuna til þess að byggja upp ljóðmálið. Mótlætinu fylgir kuldatíð, fannfergi og mótvindur en stúlkan brýst þó smám saman úr klaka- böndunum og finnur rödd sína. það hefur opnast fyrir kvenlegu rásina í barkanum og nú titra raddböndin eins og brakandi þvottur semhangir úti í sólskini og vorgolu (20) Þessar línur leiða lesandann yfir í næsta kafla þar sem hummið mynd- ar meginstef. Þar lítur ljóðmæl- andinn aftur til formæðra sinna og teflir fram hugmyndinni um þeirra sérstaka og ættgenga humm, bjarg- ráð kvenna í gegnum aldirnar. Þær hafa lært að humma „ranglætið / fram af sér / frá ómunatíð“ (23). Í þessum bálki víkur ljóðrænan svolítið fyrir orðavali sem er meira blátt áfram. þær hafa hingað til talið sér hollast að sniðganga hugtökin heimilisofbeldi kynbundið áreiti og nauðgunarmenning hafa vanist því að bera harm sinn í hljóði og virða friðhelgi einkalífsins svokallaða umfram sitt eigið sálarlíf (30) Hér er rödd femínistans kröft- ug og skýr, en maður finnur ívið of sterkt að ljóðmælandanum, já eða skáldinu, er mikið niðri fyrir. Þessi humm-bálkur verður mjög beinskeyttur í gagnrýni sinni á feðraveldið og stöðu kvenna. Boðskapurinn fær því að njóta sín en á kostnað frumleikans. Hug- myndin um hummið er sniðug en að öðru leyti er ekki ýkja margt nýtt í þessari nálgun á efniviðinn. Í þriðja hlutanum vinnur Linda aftur með einhvers konar endurlit, sögu af uppvexti, og aftur er ljóð- mælandinn, unga stúlkan, svolítið utanveltu. Hún lýsir vel hinni feimnu skottu, skottuskræfunni, sem fer með veggjum og er aldrei boðið upp í dans. Frústrasjónin sem hún finnur fyrir vegna stöðu sinnar verður nánast smitandi enda ekki ólíklegt að ýmsir hafi upplifað svipaðar aðstæður í barnaskóla og á unglingsárunum. Linda leikur sér skemmtilega með tungumálið og spilar með orðin skatthol og skotta á víxl. Hún dreg- ur upp mynd af forláta skattholi sem táknar „svikið loforð / um sérher- bergi“ (36) og verður miðpunktur myndmálsins. Skattholið gaf fögur fyrirheit um þroska en verður smám saman tákn um brostna drauma. Í fjórða hlutanum, sem er nokkuð stuttur, fá veðuröflin aftur að láta til sín taka en veðráttan er ofsafengnari og útlenskari en í öðrum hluta. Unga stúlkan hefur upplifað margt, ferðast um heiminn og þurft að láta „þrumuraust karl- kynsins“ (57) yfir sig ganga en þó hefur hún ekki tapað röddinni. þakka það kvenlegri þrjósku að hafa ekki tapað röddinni minni mjóu (57) Linda nýtir samhangandi mynd- mál til þess að leggja fram skýra þræði í gegnum verkið. Frásögn- in af uppvexti og baráttu ungu stúlkunnar gegn feðraveldinu, með það hógværa markmið að tapa ekki röddinni, bindur verkið saman. Flæðið verður þess vegna gott milli ólíkra hluta verksins og heildar- myndin nokkuð skýr. Þrátt fyrir áberandi mótlæti ríkir baráttuandi í verkinu sem ungir sem aldnir kven- skörungar ættu að kunna að meta. Hið sérstaka ættgenga humm BÆKUR RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR Ljóðabók humm  Eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Mál og menning, 2022. Kilja, 57 bls. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Ljóðskáldið „Þrátt fyrir áberandi mótlæti ríkir baráttuandi í verkinu sem ungir sem aldnir kvenskörungar ættu að kunna að meta,“ skrifar gagnrýnandinn um nýja ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur, humm. Staða kvenna er í forgrunni í bókinni. Samið um lausn dómsmálsins Amber Heard hefur samið við Johnny Depp um málalok dómsmáls sem hann höfðaði á hendur henni eftir að hún lýsti sér sem þolanda heimilisofbeldis ári eftir að þau skildu. Frá þessu greinir hún á Instagram. Í sumar tapaði Heard meiðyrðamáli Depps gegn henni og var gert að greiða honum 15 milljónir dala, sem hún hafði ekki efni á. Heard áfrýjaði dómnum, en hefur nú samið um lausn málsins. Hún undirstrikar að samningurinn feli ekki sér viðurkenningu á sekt. Amber Heard Bieber ósáttur við nýja tískulínu H&M Justin Bieber er ósáttur við vinnubrögð stjórnenda fatakeðj- unnar H&M og hvetur aðdáendur sína til að kaupa ekki föt úr nýrri tískulínu fyrirtækisins þar sem notaðar eru myndir af Bieber og textabrot úr lögum hans án leyfis. Þetta kemur fram í færslu sem hann skrifar á Instagram, en Bieber er með 270 milljónir fylgj- enda. Í skriflegu svari til Poli- tiken segir talsmaður H&M að fatakeðjan hafi fylgt öllum þeim reglum sem þeim beri í þessu máli. Í fréttinni er bent á að búið sé að fjarlægja flestallar vörur nýju fatalínunnar af vef H&M og ekki fáist svör við því hvort það séu viðbrögð við harðri gagnrýni Biebers. Tónlistarmaðurinn stofnaði 2019 sitt eigið fatamerki sem nefnist Drew og hefur sjálfur selt föt með myndum af sér og textabrotum af plötunni Justice. Morgunblaðið/Ófeigur Stuð Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber á sviði hérlendis 2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.