Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022 MJÚKIR SKÓR Í HÖRÐUM PAKKA UNO 8.995 kr./ st. 27-35 UNO 14.995 kr./ st. 36-41 UNO 8.995 kr./ st. 27-35 UNO 14.995 kr./ st. 36-41 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS SKECHERS Áður en gengið var inn á sýn- inguna velti blaðamaður því fyrir sér hvernig væri hægt að fram- kalla hughrif með ilmum einum og sér. Skyldi það vera hægt? Þær áhyggjur reyndust óþarfar því um leið og gengið var inn á sýninguna byrjuðu töfrarnir að flæða fram með tónlist, listamönnum og allri umgjörð. Sýningin er haldin við Eiffel-turninn á Grand Palais Éphémère. Sýningin er sett upp eins og sirkustjald. Í innsta hring er búið að koma fyrir kaffihúsi og bar þar sem sirkusstjórar ganga á milli og láta demantshringa enda í umslögum gestanna. Þar er líka hægt að fara til sálfræðings til þess að komast að því í eitt skipti fyrir öll hvaða ilmur þú ert. Í sirkustjaldinu dönsuðu dansarar á gullspeglum og mikið var lagt í öll smáatriði eins og lýsingu. Út frá sirkustjaldinu var hver ilmur með sitt rými. Chanel N°5, sem er elsti ilmur tískuhússins bauð upp á sýningar á frægum kjólum tísku- hússins sem Nicole Kidman og fleiri frægðarmenni höfðu klæðst. „Le Grand Numéro de Chanel býður upp á tilfinningalegt ferðalag og tækifæri til að uppgötva allar hliðar og hlutverk ilmvatns,“ segir Thomas du Pré de Saint Maur, forstöðumaður skapandi auðlinda hjá fyrirtækinu. Þessi sýning er ekki hefðbundin á nokkurn hátt en hún býður fólki í ferðalag til fortíðar þar sem sagan er sögð. Á sama tíma er nútíma- tækni notuð til þess að hreyfa við fólki og leyfa því að upplifa. Það að fara á þessa sýningu var svolítið eins og að fara í leikhús. Það var bara meiri lykt og fegurðin svo mikil á köflum að það var auðvelt að fá ofbirtu í augun. Þessi sýning er heldur ekki bara fyrir tískuskvísur til sjávar og sveita. Hún er fyrir alla fjölskylduna og líka fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir lykt. Franska tískuhúsið Chanel opnaði ilmvatnssýningu í París á fimmtudaginn var. Á sýningunni Le Grand Numéro De CHANEL hleypir tískuhúsið fólki inn í sinn heim með öllum þeim töfrum sem skilningarvit einnar manneskju þola. Frítt er inn á sýninguna sem stendur yfir til 9. janúar. Sirkusstemning við Eiffel-turninn Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Gengið inn í ilmvatnsheim!Mikið var lagt í umgjörð og upplifun. Viltu láta demantinn þinn hverfa? Boðið var upp á alvöru spilagaldra. Blaðamaður varð vitni að því þegar giftingarhringur hvarf og fannst nokkrum augnablikum síðar í lokuðu umslagi í jakkavasa spilagaldrarans. Er einhver á línunni? Unga fólkið kann náttúrlega ekki á takkasíma en á sýningunni var hægt að hr- ingja í sérvalin símanúmer og fá tvíræð skilaboð. Við hliðina á símanum var einn lítri af Chan- el-ilmvatni ef fólk þurfti að afmá líkamslykt. Gyllt speglagólf! Dansarar dönsuðu á gylltum speglagólfum innan um ljónastyttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.