Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 60
ÍÞRÓTTIR60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
EFSTIR Í HELSTU TÖLFRÆÐIÞÁTTUM Í SUBWAY-DEILD KARLA Í KÖRFUBOLTA
STIGAHÆSTIR:
Robert Turner, Stjörnunni ......... 285 (28,5)
Everage Richardson, Breiðab. ... 238 (23,8)
Timothy Guers, Hetti ................. 202 (20,2)
Norbertas Giga, Haukum............. 196 (19,6)
Dedrick Deon Basile, Njarðvík ... 193 (19,3)
Jordan Semple, KR....................... 188 (18,8)
Eric Ayala, Keflavík ...................... 187 (18,7)
Hilmar Smári Henningss, Hau. .. 185 (18,5)
Dominykas Milka, Keflavík.......... 182 (18,2)
Dagur Kár Jónsson, KR.............. 180 (18,0)
Jeremy Smith, Breiðabliki........... 179 (19,9)
Vincent Shahid, Þór Þ.................. 177 (29,5)
Antonio Woods, Tindastóli.......... 170 (17,0)
Ólafur Ólafsson, Grindavík.......... 162 (16,2)
Pablo Hernández, Þór Þ............... 156 (15,6)
Taiwo Badmus, Tindastóli........... 154 (15,4)
Daniel Mortensen, Haukum........ 153 (15,3)
Taylor Johns, ÍR ............................ 151 (25,2)
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þ. 151 (16,8)
FLEST FRÁKÖST:
Norbertas Giga, Haukum............. 126 (12,6)
Jordan Semple, KR.......................... 96 (9,6)
Dominykas Milka, Keflavík.............. 91 (9,1)
Daniel Mortensen, Haukum............ 91 (9,1)
Kristófer Acox, Val........................... 88 (8,8)
Nemanja Knezevic, Hetti................ 88 (8,8)
Taylor Johns, ÍR ............................. 83 (13,8)
Collin Pryor, ÍR ................................ 80 (8,0)
Ólafur Ólafsson, Grindavík............ 80 (8,0)
Julio De Assis, Breiðabliki.............. 79 (7,9)
Lisandro Rasio, Njarðvík................ 78 (7,8)
Hlynur Bæringsson, Stjörnunni..... 77 (7,7)
Styrmir Snær Þrastarson Þór Þ. .. 72 (8,0)
Everage Richardson, Breiðab. ........ 72 (7,2)
Valdas Vasylius, Grindavík............. 69 (6,9)
Gkay Skordilis, Grindavík............... 67 (8,4)
Timothy Guers, Hetti ...................... 67 (6,7)
Robert Turner, Stjörnunni ............. 65 (6,5)
Pablo Hernández, Þór Þ.................. 65 (6,5)
FLESTAR STOÐSENDINGAR:
Dedrick Deon Basile, Njarðvík ....... 76 (7,6)
Kári Jónsson, Val............................... 64 (7,1)
Vincent Shahid, Þór Þ..................... 56 (9,3)
Hörður Axel Vilhjálmsson, Kefl. .... 54 (7,7)
Adama Darbo, Stjörnunni ............... 51 (5,1)
Martin Paasoja, ÍR ........................... 47 (5,2)
Clayton Ladine, Breiðabliki............ 47 (4,7)
Everage Richardson, Breiðab. ....... 47 (4,7)
Valur Orri Valsson, Keflavík........... 47 (4,7)
Hilmar Smári Henningss., Hau. .... 45 (4,5)
Pablo Cesar Bertone, Val ................ 44 (4,4)
Robert Turner, Stjörnunni ............. 43 (4,3)
Sigtryggur Arnar Björnss., Tind. . 42 (6,0)
Obadiah Trotter, Hetti ................... 40 (4,0)
Daniel Mortensen, Haukum.......... 40 (4,0)
Timothy Guers, Hetti ...................... 39 (3,9)
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þ. . 38 (4,2)
Dagur Kári Jónsson, KR................. 38 (3,8)
Pétur R. Birgisson, Tindastóli ........ 37 (4,1)
FLEST FRAMLAGSSTIG
Jordan Semple, KR....................... 261 (26,1)
Robert Turner, Stjörnunni......... 258 (25,8)
Dedrick Deon Basile, Njarðvík .. 247 (24,7)
Norbertas Giga, Haukum............ 244 (24,4)
Everage Richardson, Breiðab. .... 241 (24,1)
Dominykas Milka, Keflavík......... 224 (22,4)
Timothy Guers, Hetti ................... 213 (21,3)
Daniel Mortensen, Haukum........ 213 (21,3)
Nemanja Knezevic, Hetti............. 190 (19,0)
Taylor Johns, ÍR ............................ 189 (31,5)
Vincent Shahid, Þór Þ.................. 186 (31,0)
Eric Ayala, Keflavík ...................... 184 (18,4)
Ólafur Ólafsson, Grindavík.......... 184 (18,4)
Fotios Lampropoulos, Þór Þ. ...... 179 (17,9)
Styrmir Snær Þrastarson, Þór Þ. 175 (19,4)
Kristófer Acox, Val......................... 175 (17,5)
Julio De Assis, Breiðabliki............ 174 (17,4)
Jeremy Smith, Breiðabliki............ 172 (19,1)
Collin Pryor, ÍR ............................... 172 (17,2)
Þýskaland
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Magdeburg – Bergischer.................... 43:31
Ómar Ingi Magnússon skoraði 6 mörk fyrir
Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson 6.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk
fyrir Bergischer.
Melsungen – RN Löwen ...................... 28:36
Elvar Örn Jónsson skoraði 6 mörk fyrir
Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson 2.
Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá
Löwen.
Hamm –Gummersbach ...................... 31:34
Elliði Snær Viðarsson skoraði 7 mörk
fyrir Gummersbach og Hákon Daði
Styrmisson 6. Guðjón Valur Sigurðsson
þjálfar liðið.
Danmörk
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Ribe-Esbjerg – Skanderborg ............ 29:28
Ágúst Elí Björgvinsson varði 2 skot í marki
Ribe-Esbjerg. ElvarÁsgeirsson ogArnarBirk-
ir Hálfdánsson komust ekki á blað hjá liðinu.
Noregur
Elverum –Nærbö.................................. 33:27
Orri Freyr Þorkelsson skoraði 5 mörk
fyrir Elverum.
Kolstad – Haslum ................................. 40:31
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 9 mörk
fyrir Kolstad og Janus Daði Smárason 2.
Frakkland
Saint Raphaël – Aix ............................. 31:34
Kristján Örn Kristjánsson skoraði 1 mark
fyrir Aix.
Öðrum leikjum í Frakklandi var ekki lokið
þegar blaðið fór í prentun.
Matthías aftur
til liðs við KR?
Körfuknattleiksmaðurinn
Matthías Orri Sigurðarson gæti
bæst í hóp KR-inga á nýjan leik en
samkvæmt Vísi hefur hann æft
með aðalliði félagsins að undan-
förnu. Matthías, sem er 28 ára
gamall bakvörður, hætti að loknu
tímabilinu 2020-2021 en hefur
leikið með b-liði KR-inga í 2. deild
í vetur. KR hefur gengið afleitlega
á tímabilinu og vermir botnsætið
í úrvalsdeild karla eftir að hafa
aðeins unnið einn af fyrstu tíu
leikjum sínum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Endurkoma?Matthías Orri Sig-
urðarson gæti snúið aftur.
Fékk loks viður-
kenningu frá KSÍ
GuðbjörgGunnarsdóttir, fyrrver-
andi landsliðskona í knattspyrnu,
hefur loksins fengið afhent verðlaun
fráKSÍ fyrir að leika sinn 50. lands-
leik fyrir Íslands hönd.Markvörð-
urinn lék 64A-landsleiki á ferlinum
en sá 50. kom sumarið 2017 og því
ansi langt um liðið síðan veita hefði
átt Guðbjörgu viðurkenningu.
„Knattspyrnustyttu skal veita
í viðurkenningarskyni þeim
knattspyrnuleikmönnumsemnáð
hafa að leika 50A-landsleiki,“ segir
í reglugerðKSÍ.
Ljósmynd/KSÍ
50 Guðbjörg með verðlaunastytt-
una sem hún hlaut fyrir 50 leiki.
Allir vilja
vinna og taka
af þér titilinn
lJólabarnið Kristófer ekki spenntur
fyrir jólaleiklHefur áhyggjur af KR
„Við erum sáttir við hvar við erum
í töflunni og svo erum við komnir
í Höllina í bikarnum. Það er mjög
jákvætt,“ sagði Kristófer Acox,
fyrirliði Vals og lykilmaður íslenska
landsliðsins í körfubolta, í samtali
við Morgunblaðið.
Þrátt fyrir að Valsmenn séu í
öðru sæti Subway-deildarinnar með
16 stig, eins og topplið Keflavíkur,
og í undanúrslitum í bikar, á liðið
mikið inni að mati Kristófers.
„Við erum ekki fullkomlega
sáttir við það hvernig við höfum
spilað heilt yfir. Okkur finnst við
eiga gríðarlega mikið inni, en það
er jákvætt að líða þannig, verandi
svona ofarlega. Við höfum ekki náð
fram okkar besta í vörn og það var
okkar aðalsmerki á síðustu leiktíð,
sérstaklega í úrslitakeppninni.“
Erfiðara að verja titilinn
„Það hefur ekki verið eins gott
hjá okkur á þessari leiktíð og svo
höfum við stundum komið flatir á
völlinn. Við byrjum flesta leiki á að
elta. Það er ákveðið áhyggjuefni en
það er jákvætt að við náum samt í
flest stigin sem eru í boði. Við þurf-
um að bæta okkur heilmikið, ef við
ætlum að verja þennan titil,“ sagði
Kristófer, sem átti stóran þátt í að
Valur varð Íslandsmeistari í fyrsta
sinn í 39 ár á síðustu leiktíð.
Kristófer varð Íslandsmeistari
með KR þrjú ár í röð frá 2017 til
2019. Framherjanum finnst erfiðara
að verja titilinn.
„Það er erfiðara að verja titilinn.
Þegar þú ert ríkjandi meistari vilja
allir vinna þig og taka titilinn af
þér. Maður fer líka að miða sig við
tímabilið á undan. Við erum á betri
stað núna en á sama tíma í fyrra og
því getum við verið sáttir. Ég ætla
ekki að vera of neikvæður. Við erum
búnir að vinna átta af fyrstu tíu og
erum á góðum stað.“
Lítur verr út fyrir KR
Deildin er mjög jöfn og munar
til að mynda aðeins sex stigum á
toppliðunum og Grindavík, sem
er í sjöunda sæti. Þá hafa lið eins
og Haukar og Breiðablik komið
skemmtilega á óvart á meðan Þór
frá Þorlákshöfn og KR, sem hafa
bæði fagnað Íslandsmeistaratitlum
á síðustu árum, eru í fallsætunum
tveimur.
„Deildin hefur verið svolítið upp
og niður og sumt kemur manni á
óvart. Maður átti ekki endilega von
á þessum tveimur liðum á botnin-
um á þessum tíma. Deildin er sterk
og það eru mörg góð lið. Það er í
rauninni þannig að þú getur tapað
fyrir hvaða liði sem er, ef þú mætir
ekki klár. Það geta öll lið verið
hættuleg í þessari deild. Blikarnir
hafa komið einhverjum á óvart, en
þeir hafa sýnt að þeir eru góðir í því
sem þeir gera. Það kemur mér ekki
á óvart að þeir séu að vinna svona
marga leiki á þessu tímabili,“ sagði
Kristófer um deildina.
Hann er uppalinn hjá KR, en
óttast örlög síns gamla félags. Hann
hefur minni áhyggjur af Þórsurum.
„Ég held að Þór eigi hægt og
rólega eftir að klifra upp töfluna
en það lítur aðeins verr út fyrir
mína gömlu félaga í Vesturbænum.
Þórsarar eiga meira inni heldur en
KR. Maður hefur verið í liði þar
sem gengur ekki sérstaklega vel
og þá er þetta oft eitthvað innan
frá. Menn eru kannski ekki alveg á
sömu blaðsíðu. Það tekur á að tapa
og þegar gengur illa er erfitt að
þjappa sér saman og halda áfram,“
sagði Kristófer.
Þetta er fáránlegt
Valur leikur við Tindastól á úti-
velli á fimmtudag eftir viku. Lands-
liðsmaðurinn viðurkenndi að hann
væri ekki að farast úr spennu yfir
því að skella sér til Skagafjarðar í
leik á milli jóla og nýárs.
„Þetta er fáránlegt. Auðvitað er
alltaf gaman að spila og allt það, en
ég skil ekki af hverju það er verið
að senda lið af höfuðborgarsvæðinu
norður. Það hefði verið jafnskrítið
ef það hefði verið að senda lið að
norðan í borgina, bara svo fólk geti
setið heima og horft á einhverj-
ar íþróttir. Það hefði mátt raða
þessum leikjum öðruvísi. Það er
líka spurning hvort við hreinlega
komumst norður, miðað við hvernig
þetta er búið að vera síðustu daga,“
sagði Kristófer, áður en hann
viðurkenndi að viðhorf hans gæti
litast örlítið af því að hann er mikið
jólabarn.
„Það gæti vel verið að þetta sé
bara jólabarnið í mér að kvarta og
þetta setji strik í reikninginn þegar
kemur að jólunum. Í flestum deild-
um er spilað á milli jóla og nýárs, en
ég set spurningarmerki við suma
leiki. Við getum alveg sagt að ég
er ekki spenntur að keyra norður
eftir viku. Ég þarf líka að passa
hversu mikið af hangikjöti og ham-
borgarhrygg ég má borða,“ sagði
Kristófer glaðbeittur að endingu.
Sjá má efstu leikmenn deildarinn-
ar í fjórum helstu tölfræðiþáttunum
hér fyrir neðan.
KÖRFUBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsso
johanningi@mbl.is
n
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Troðsla Fáir á Íslandi eru jafn öflugir og landsliðsmaðurinn Kristófer
Acox í að troða boltanummeð tilþrifum í körfur andstæðinganna.
Hollendingurinn Louis van Gaal
útilokar ekki að hann gæti orðið næsti
þjálfari karlaliðs Portúgals í fót-
bolta. Van Gaal, sem er 71 árs, stýrði
Hollandi á HM í Katar. Hann gaf það
út eftir mótið að hann væri hættur
í þjálfun, en hann gæti hætt við að
hætta, ef kallið kemur frá portúgalska
knattspyrnusambandinu. „Ég er
hættur en ef ég fæ símtal frá þeim, þá
hlusta ég,“ sagði van Gaal í útvarps-
þætti í heimalandinu. Hann á hús í
Portúgal og er þar stóran hluta árs.
Fyrsta skóflustungan að nýrri
þjóðarhöll Færeyinga var tekin í
morgun en hún mun rísa í Hoyvík,
úthverfi Þórshafnar. Föroya Arena,
eins og höllin á að heita, verður heima-
völlur færeyskra landsliða í handbolta,
blaki, körfubolta, bardagaíþróttum,
borðtennis, tennis, badminton, dansi,
bogfimi og snóker. Í höllinni verða
sæti fyrir 3.600 manns og stæði fyrir
allt að 4.600 manns. Fyrirhugað er
að þar verði einnig haldnir tónleikar,
ráðstefnur og aðrir menningarvið-
burðir. Áætlaður kostnaður við höllina
er tæpir 5 milljarðar íslenskra króna
og á hún að vera tilbúin eftir rúmlega
tvö ár, eða í janúar árið 2025. Höllin á
Hálsi er aðalkeppnishús Færeyinga en
það er á undanþágu í sumum greinum,
eins og t.d. í handboltanum.
Hin brasilíska Marta, sem sex
sinnum hefur verið útnefnd besta
knattspyrnukona heims, hefur fram-
lengt samning sinn við bandaríska
félagið Orlando Pride til næstu tveggja
ára. Hún leikur þar með áfram við hlið
Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur sem á
dögunum framlengdi samning sinn við
Orlando um eitt ár eftir
að hafa leikið með
liðinu undanfarin
tímabil. Marta, se
er 36 ára gömul,
hefur spilað með
Orlando í sex ár
og er markahæsti
leikmaður liðsins
í NWSL-atvinnu-
deildinni með
27 mörk í 84
leikjum.
tvö
m