Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
✝
Hjalti Páll Þor-
varðarson fædd-
ist 25. ágúst 1935 á
Súðavík. Hann lést í
faðmi fjölskyld-
unnar á hjúkr-
unarheimilinu Ísa-
fold 13. desember
2022.
Foreldrar Hjalta
Páls voru Þorvarður
Guðmundur Hjalta-
son, f. 30.5. 1906, d.
26.9. 1989, sjómaður og útgerð-
armaður, og Hallfríður Sveins-
dóttir, f. 3.9. 1910, d. 14.9. 1989,
húsmóðir sem vann hin ýmsu
störf.
Systkini Hjalta eru: Jens Svav-
ar, f. 29.7. 1939, Jóna Sigríður, f.
6.2. 1942, og Ásbjörn, f. 11.9.
1950.
Hjalti ólst upp á Súðavík en
flutti á Þingeyri 17 ára gamall og
vann í vélsmiðju Guðmundar J.
Sigurðssonar samhliða námi í
vélvirkjun. Því næst lá leiðin til
Reykjavíkur í Vélskólann og út-
skrifaðist hann þaðan 1960.
Hann starfaði á vélaverkstæði
Bæjarútgerðar Reykjavíkur, síð-
Elsu Fanneyju, f. 1987, og eru
dætur þeirra: Fríða Rún, 5 ára,
og Rósa Björk, 1 árs, og Tómas
Þorri, f. 1997, og hans kærasta er
Þórunn, f. 2001.
Börn Hjalta Vigfúsar og Bryn-
dísar Theodórsdóttur eru: Hildur
Sif, f. 1994, í sambúð með Sindra,
f. 1989. Theódóra, f. 1998, í sam-
búð með Andra Snæ, f. 1998, og
Hinrik, f. 1998.
Barn Hjalta og Laufeyjar Rún-
arsdóttur er Guðrún María, f.
2013.
Hjalti og Gunna byrjuðu sinn
búskap í vesturbæ Reykjavíkur
en lengst af bjuggu þau á Sel-
tjarnarnesi, Bakkavör og Nes-
bala og minnkuðu svo við sig hús-
næðið og fluttu í Breiðuvík í
Grafarvogi.
Síðustu æviárin bjó Hjalti Páll
á hjúkrunarheimilinu Ísafold.
Þar undi hann hag sínum vel og
var dáður af starfsfólkinu fyrir
sína léttu lund og jákvæðni og
alltaf tilbúinn að spila á nikkuna
fyrir íbúa og starfsfólk.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 22. desember 2022,
klukkan 15.
an sem vélstjóri á
Gísla Árna. Eftir að
hann kom í land var
hann verkstjóri hjá
vélsmiðjunni Þrymi.
Þaðan lá leiðin í
kennslu við Fjölbraut-
arskólann í Breiðholti
þar sem hann gegndi
deildarstjórastöðu
málmiðnaðardeildar.
Einnig vann Hjalti hjá
Rekstrarstofunni um
tíma. Eftir þetta starfaði hann
sjálfstætt við vökvaþrýstikerfi og
námskeiðahald þar að lútandi um
allt land.
Hjalti kvæntist Guðrúnu Maríu
Vigfúsdóttur, f. 9.10.1935, d.
29.6.2022, þann 19. maí 1961.
Synir þeirra eru Þorvarður
Guðmundur, f. 29.8. 1962, og
Hjalti Vigfús, f. 24.9. 1969.
Þorvarður er kvæntur Guð-
rúnu Einarsdóttur. Börn þeirra
eru: Unnur María, f. 1983, gift
Jóni Orra, f. 1983, og eru þeirra
börn: Erna Guðrún, 12 ára, Þorri
Kristján, 8 ára, og Óskar Dýri, 5
ára.
Hjalti Páll, f. 1987, trúlofaður
Elsku afi, það er svo skrítið að
hugsa til þess að fá ekki að sjá
brosið þitt, hlý augun og heyra lít-
inn hlátur og eitt gott jólalag á
harmonikkuna þína aftur.
Það var alltaf svo gott að koma
til ykkar ömmu, maður var svo
hjartanlega velkominn og mátti
endilega finna upp á alls konar
sjálf/ur sem maður vildi bralla. Afi
var nú mest fyrir að hafa eitthvað
fyrir stafni svo ef það var ekki
vinna, dytta að húsinu eða garð-
inum eða brasa í skúrnum þá var
það harmonikkuspil á skrifstof-
unni. Í sumarfríinu var flakkað
um landið í góðum félagsskap með
hjólhýsið í eftirdragi á leið á harm-
onikkumót eða annan skemmti-
legan félagsskap. Afmælisdegi hjá
barna- og barnabarnabörnum var
ekki gleymt – það var alltaf hringt
í mann frá afa sama hvar hann var
eða hvað gekk á.
Afi var hlýr, klár, fyndinn og
sterkur dugnaðarforkur. Það var
alltaf hugsað í lausnum; sjá það já-
kvæða í stöðunni, reyna að kenna
og styðja við aðra í kringum sig.
Það er svo margt í hans fari sem er
fyrirmynd fyrir okkur að lifa eftir
og sem við munum bera áfram fyr-
ir börnin okkar sem voru svo hepp-
in að fá að kynnast langafa sínum
og fyrir þau sem eru of lítil eða ekki
komin í heiminn ennþá munum við
leggja okkur fram við að halda
minningu hans og gildum á lífi.
Takk fyrir alla hlýjuna elsku
afi!
Unnur María, Hjalti (stutti)
Páll og Tómas Þorri.
Hjalti Páll Þorvarðarson
Látin er Hólmfríður Sólveig
Ólafsdóttir, Hólka, vinkona til 80
ára. Við sátum saman við fremsta
borð í skólastofunni í Miðbæjar-
skólanum í sjö ára bekk. Ævi
hennar á enda hélst vinskapur
okkar óslitinn. Hún var sannkall-
að tryggðatröll. Jafnvel eftir að ég
fluttist úr foreldrahúsum um tví-
tugt gladdi hún foreldra mína
áfram með ánægjulegum heim-
sóknum og blómum. Alltaf svo já-
kvæð og glöð og uppörvandi. Fáar
ungar stúlkur mundu nenna slíku.
Á æskuheimili Hólku, Hellu-
sundi 6 í Reykjavík, kynntist ég
ýmsu mér áður ókunnugu. Mér
fannst mikið til um fallegar við-
arinnréttingar í íbúðinni með
leyniskápum á bak við, sennilega
smíðaðar af Óswaldi Knudsen,
móðurbróður hennar. Svo fengum
við stundum að sjá kvikmyndir
hans í bakhúsinu, sem mér þótti
mikil forréttindi. Fríða móður-
systir hennar leiðrétti okkur ef við
töluðum rangt mál. Þetta var
menningarheimili. Stundum voru
músíkæfingar þar í stofunni og
Hólka glæddi tónlistaráhuga
minn með því að bjóða mér á
ógleymanlega tónleika hjá Man-
dólínhljómsveit Reykjavíkur, þar
Hólmfríður Sólveig
Ólafsdóttir
✝
Hólmfríður Sól-
veig Ólafsdóttir
fæddist í Reykjavík
4. nóvember 1936.
Hún lést á Landspít-
alanum 14. nóv-
ember 2022.
Hólmfríður bjó
lengst af í Vest-
mannaeyjum.
Útför hennar fer
fram frá Landa-
kirkju í dag, 22. des-
ember 2022, klukkan 11.
sem Aðalheiður, móð-
ir hennar, spilaði á
gítar. Svo lá leið okk-
ar Hólku oft í blóma-
búðina Flóru í Aust-
urstræti þar sem
móðir bjó til undur-
fallegar blómaskreyt-
ingar. Þar lærði ég að
meta blóm og þess
vegna leyfi ég mér
þann lúxus enn í dag
að kaupa blóm handa
sjálfri mér án tilefnis.
Við skólasysturnar úr barna-
skólanum, „Stelpurnar í 11 ára
E“, erum þakklátar Hólku fyrir
að hafa verið „límið“ sem hélt
hópnum okkar saman öll þessi ár,
svo við hittumst nokkuð reglu-
lega. Þegar hún átti erindi til
Reykjavíkur frá Vestmannaeyj-
um var hópurinn okkar iðulega
kallaður saman. Þannig fylgd-
umst við hver með annarri gegn-
um árin – og fréttum líka af
„strákunum“ í bekknum.
Á langri ævi okkar Hólku lá
leiðin víða um heiminn og aldrei
brást að við sendum kort. Siður
sem í dag er að hverfa, því miður,
líkt og jólakortin með bréfunum
og ársyfirlitunum. Á stórafmæl-
um var farið milli lands og Eyja
hvernig sem viðraði. Það var þó
ekkert slæmt að vera veðurteppt-
ur í Eyjum og njóta þar gestrisni
Hólku og frábærrar leiðsagnar
Guðjóns, mannsins hennar. Og
alltaf voru endurfundir og sam-
verustundir gleðiefni. Aðeins
nokkrir dagar eru síðan Hólka var
hjá mér og við borðuðum saman,
svo þrátt fyrir aldur okkar hvarf
hún mér of snögglega.
Ég er þakklát fyrir allar góðu
stundirnar með Hólku vinkonu
minni í gegnum árin áttatíu. Að-
eins útvaldir máttu kalla hana
Hólku eftir að hún varð hjúkrun-
arfræðingur! Við þessir útvöldu
og „Stelpurnar í 11 ára E“ mun-
um sakna hennar mjög.
Þuríður Guðjónsdóttir.
Jæja elskan mín. Það fór eftir
blæbrigðunum í röddinni hvaða
merking lá að baki þessari al-
gengu kveðju hennar Hólmfríðar
frænku. Oftast var þetta vissulega
vingjarnlegt ávarp sem táknaði
t.d. velþóknun á einhverju sem
maður hafði ýmist sagt eða gert,
en á stundum kom það fyrir að
maður stóð ekki alveg undir vænt-
ingum um að vera prúður og góð-
ur, eins og maður átti að sér að
vera.
Alla jafna reyndi maður þó að
komast í mjúkinn hjá Hólmfríði,
fyrir henni bar maður virðingu,
enda stóra systir mömmu, já og
voru líka nöfnur. Þær voru afar
samrýndar þótt átta ár skildu þær
að, önnur byggi í Hreppnum og
hin í Vestmannaeyjum. Svo var
einnig með frændfólkinu, og synir
Hólmfríðar eru manni bæði kærir
frændur og vinir. Samgangur
milli heimilanna var líka alltaf ein-
hver og jafnan gott að eiga
frænku inni ef maður þurfti húsa-
skjól í Eyjum.
Mér finnst best að horfa á
skemmtilegar hliðar lífsins og
minnist Hólmfríðar sem jákvæðr-
ar og góðhjartaðrar konu sem lét
gott af sér leiða. Hjúkrunarfræð-
ingur sem vildi hjálpa fólki, guð-
hrædd og kirkjurækin. Það áttu
þær einnig sameiginlegt systurn-
ar. Ég á því von á að þær fái sitt
góða hvíldarpláss í efra nú þegar
þær sitja þar saman, væntanlega
skellihlæjandi. Ég votta fjölskyld-
unni samúð mína.
Sigmundur Sigurgeirsson.
✝
Steven var
fæddur 2. júlí
1942. Hann lést 10.
nóvember 2021.
Hann lauk lækna-
námi frá háskól-
anum í Indiana og
síðan meistara-
gráðum í almanna-
heilsu (e. public
health) frá Harvard
og Berkeley. Hann
starfaði lengst af við
almenn læknisstörf
en sérhæfði sig síðar
á ævinni í að hjálpa
sjúklingum sem orðið
höfðu fyrir miklum
skaða af læknishendi
til að ná fram rétti
sínum. Hann lét eftir
sig eiginkonu, Diane,
soninn Brooks og son-
ardótturina Fionu.
Nýlega lést vinur minn, Steven
Van Camerik M.D., læknir í
Tallahassee, Flórída, 79 ára að
aldri. Hann hafði verið heilsuveill
um tíma, en ekki þó í lífshættu.
Einn dag féll hann aftur fyrir sig á
stéttinni heima hjá sér, skall á
höfuðið. Um nóttina fékk hann sí-
aukinn höfuðverk, var fluttur á
spítala, greindist með heilablæð-
ingu og lést skömmu síðar, allt
innan 24 stunda.
Við Steve kynntumst fyrst árið
1959 þegar við vorum að byrja
saman í háskóla í Bandaríkjunum
og bjuggum á sömu heimavist.
Vinátta okkar hélst æ síðan. Steve
var mikill Íslandsvinur. Hann
kom alltaf á nokkurra ára fresti til
landsins og dáðist að landslaginu,
fólkinu og ekki síst veðrinu. Í
Flórída var veðrið alltaf það
sama, mest meinlaust og hlýtt.
Hér, aftur á móti, skipti um veður
oft á dag. Hann naut sín best í
storminum og rigningunni. Hann
hefði skilið Hannes Hafstein sem
kvað: „Ég elska þig, stormur!“
Steve kynntist mörgum Íslend-
ingum, sem e.t.v. muna hann enn í
dag. Árið 1994, er hann kom fyrst
til landsins, rakst hann á grein í
Mogganum eftir lækni sem var að
segja frá hjáveitumagaaðgerðum
(e. bariatric surgery). Sem læknir
þekkti hann þessa aðgerð og þær
hættur sem henni fylgdu. Hann
fann sig knúinn til að vara við hlið-
arafleiðingum slíkra aðgerða, sem
læknar þögðu almennt yfir, og
skrifaði grein um málið í Morg-
unblaðið: http://mbl.is/go/6ug8b/.
Þarna varaði hann eindregið við
að feitt fólk reyndi að stytta sér
leiðina til grennri líkama með því
að fara í magaframhjáhlaup.
Hann benti á að læknar væru ekki
aðeins læknar heldur líka biss-
nessmenn í aðra röndina, sérstak-
lega þegar þeir fengju vel greitt
fyrir hverja aðgerð. Þess vegna
væru gróðasjónarmið oft að baki
læknisráðleggingum.
Ráðgjöf Steves varð til þess að
nokkrar konur leituðu til hans
meðan hann var enn hér á landi og
spurðu hann ráða. Fólkið hafði
lent í alls konar aðgerðum til að
grenna sig, oft með hræðilegum
afleiðingum. Konur höfðu t.d.
farið í magaminnkunaraðgerðir
(e. abdominoplasty) og litu eftir á
út eins og garðsláttuvél hefði
keyrt yfir þær. Hann skrifaði m.a.
álitsgerð fyrir eina slíka, sem
læknir, þess efnis að sú aðgerð
sem hún fór í hafi verið óviðun-
andi frá læknissjónarmiði og hafi
líklega eingöngu stjórnast af pen-
ingasjónarmiðum viðkomandi
læknis.
En nú er þessi góði vinur minn
horfinn. Ég minnist hans með
söknuði og veit að hann er kominn
til góðra heima. Eftir sitja Diane
konan hans, Brooks sonur þeirra,
Marah eiginkona Brooks og
Fiona dóttir hans. Ég votta þeim
innilega samúð mína.
Björn Matthíasson.
Steven Van
Camerik
Sigþór Sigurðs-
son, Litla-Hvammi í
Mýrdal, lengi verk-
stjóri hjá Pósti og
síma, er látinn. Hann
var orðinn næstum aldargamall í
árum og áratugum talið. Í mínum
huga og margra samferðamanna
var hann ætíð kallaður Sissi í
Litla-Hvammi. Mér er bæði ljúft
og skylt að minnast þessa sóma-
manns með fáeinum orðum, eftir
áralanga samvinnu með honum og
undir hans stjórn, sem vinnu-
félaga og verkstjóra í símavinnu
víðs vegar um sveitir landsins.
Fyrstu kynni mín af Sissa
munu hafa verið í Seljalandsskóla
undir Eyjafjöllum, þegar þangað
var fyrst lögð símalína. Skólinn
var þá nýbyggður og fyrsti
kennsluveturinn hafinn.
Eftir fullnaðarpróf úr barna-
skóla settist ég í Héraðsskólann í
Skógum, var þar þrjá vetur, 1957-
1960. Þar kynntist ég Sveini
Kjartanssyni úr Vík, við vorum
herbergisfélagar fyrsta veturinn
og góðir kunningjar upp frá því.
Foreldrar Sveins voru Kjartan
Sveinsson símaverkstjóri og kona
hans Þórhildur Jónsdóttir, ættuð
úr Álftaveri, sem var ráðskona og
matselja símaflokksins. Liðsmenn
hans voru einkum skólastrákar og
ungir, upprennandi „línumenn“,
sem var þáverandi starfsheiti
símamanna. Flokksstjóri og bíl-
stjóri á þessum árum var Sissi í
Litla-Hvammi.
Í vegavinnu í Rangárþingi og
brúarsmíði við Rangárbrú hjá
Hellu hafði ég kynnst vel sumar-
dvöl í vegavinnu- og brúarvinnu-
tjöldum. Hjá Símanum voru á
Sigþór
Sigurðsson
✝
Sigþór Sigurðs-
son fæddist 28.
september 1928.
Hann lést 9. desem-
ber 2022. Útförin
fór fram 17. desem-
ber 2022.
þessum árum til-
komnir flytjanlegir
gistiskúrar. Við Sissi
vorum skúrfélagar
öll sumrin mín í síma-
flokki Kjartans, 1961
til og með sumrinu
1963.
Vinnusvæði okkar
spannaði drjúgan
hluta landsins, vest-
an- og norðanvert.
Fyrsta sumarið frá
Ströndum, austur um Húnaþing
að Vatnsdal. Næsta sumar í Þing-
eyjarsýslu, einkum í Mývatnssveit
og Ljósavatnsskarði. Síðasta sum-
arið vorum við á Vestfjörðum, frá
Patreksfirði, norður um alla firði
og austur í Djúp.
Árið 1964 hafði Sissi stofnað
sinn eigin fámenna flokk síma-
manna, til að sinna verkefnum á
Suðurlandi, frá stórvötnum Skeið-
arársands og Lómagnúps, vestur
um undirlendi Suðurlands, allt
vestur að Markarfljóti.
Vorið 1965 fékk ég vinnu hjá
Sissa í þessum flokki. Auk hans
vorum við þrír strákar, og gistum
við á hótelum þess tíma, á Kirkju-
bæjarklaustri og í Vík í Mýrdal.
Síðustu vikur sumarsins bjó ég á
heimili Sissa og Sólveigar konu
hans í Litla-Hvammi.
Þetta sumar kynntist ég vel
börnum Sissa og Sollu. Ein mynd-
arstúlka úr þeim hópi, Magnea að
nafni, veiktist af ólæknandi barna-
sjúkdómi og dó veturinn eftir. Á
henni sannaðist hið fornkveðna:
Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir.
Við leiðarlok þakka ég Sissa öll
góðu árin með honum í Símanum.
Minningarnar um hann ylja sál-
inni: Góðmennska hans, glaðværð,
sönggleði, handlagni og hæfileik-
ar. Ekki síst leiðtogahæfni hans.
Sollu og börnum þeirra sendi ég
samúðarkveðjur.
Njáll Sigurðsson,
símastrákur frá Skógum.
✝
Viðar Daði Ein-
arsson fæddist í
Reykjavík 29. maí
1975. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 20. nóv-
ember 2022.
Foreldrar: Haflína
Hafliðadóttir, land-
símakona og síðar
heimavinnandi hús-
móðir í Reykjavík, f.
8. febrúar 1937, d.
20. september 1994. Einar
Guðnason bifreiðarstjóri, f. 2.
október 1945, d. 24. janúar 2019.
Systkini sammæðra eru Haf-
liði Bjarki Einarsson, f. 6. júlí
1959, d. 1. október 1959. Frosti
Guðlaugsson, f. 13. ágúst 1966.
Dætur hans eru Sara Lind og Íris
Dögg, báðar f. 29. apríl 1998.
Systkini samfeðra
eru VinnieBergþór
Guðni Einarsson Val-
ente, skólastjóri, f. 23.
desember 1964, Keri
Valente, f. 19.5. 1972,
ráðgjafi.
Alsystkini: Bjarki
Páll Einarsson, f. 14.
apríl 1972, Guðni Jós-
ep Einarsson, f. 27.
nóvember 1973. Börn
hans eru Viðar Árni
Guðnason, f. 19. júní 1995, Haf-
lína Maja Guðnadóttir, f. 5. febr-
úar 2003, Hákon Máni Guðnason,
f. 7. febrúar 2005, og Einar Ágúst
Guðnason, f. 30. maí 2007. Unn-
usta: Eva Rós Gunnlaugsdóttir,
læknanemi, f. 4. febrúar 1992.
Útför Viðars fór fram 7. des-
ember 2022.
Ég er ennþá að reyna að átta
mig á þessu. Venjast þeirri til-
hugsun að Daði sé farinn frá
okkur. Mér finnst alltaf eins og
hann sé bara ennþá þarna ein-
hvers staðar úti í lífinu. Og að
við munum hittast í kvöld eða á
morgun og bralla eitthvað sam-
an. Daði var alltaf til í einhver
ævintýri. Ef mann vantaði félaga
til að fara í fallhlífarstökk eða
eitthvað álíka var 100% hægt að
treysta því að Daði væri sko til í
það.
Hann hafði gaman af lífinu.
Búinn að ganga í gegnum svo
margt og sigrast á svo mörgu og
var kominn á svo góða braut
með henni Evu sinni þegar
óveðrið skellur á. Já maður er
ennþá að meðtaka þetta. Lífið
getur verið svo ósanngjarnt
finnst manni stundum.
Heimurinn er mælanlega nei-
kvæðari og fátækari síðan Daði
hvarf á braut. Jákvæðari mann-
eskju hef ég aldrei hitt. Alveg
sama hvað gekk á. Aldrei var
kvartað. Ég man ekki eftir því að
Daði hafi kvartað einu sinni
þessar síðustu vikur í veikindum
sínum. Eða bara í gegnum árin
þó að oft hafi alveg verið ástæða
til bölsýni þá var slíkt bara ekki
til í Daða. Hann er mér góð fyr-
irmynd og verður það alltaf.
Daði var góður og traustur
vinur vina sinna og hugsaði vel
um alla sína nánustu. Alltaf
fyrstur á svæðið þegar einhver
þurfti hjálp eða átti eitthvað erf-
itt. Daði var alltaf til í að gefa af
sér og gefa með sér.
Minningin lifir um góðan
dreng og traustan vin.
Hvíl í friði, elsku vinur.
Sjáumst seinna og þá verður
bara fjör.
Þinn vinur,
Ingólfur Arnar.
Viðar Daði
Einarsson