Morgunblaðið - 22.12.2022, Blaðsíða 1
SNÝR BRÁTT
AFTUR EFTIR
ERFIÐ MEIÐSLI
LOVÍSA BJÖRT 61
LSTI ÍSLEND-
GURINN FAGN-
AR AFMÆLI
ÞÓRHILDUR 58
• Stofnað 1913 • 300. tölublað • 110. árgangur •
F IMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2022
jolamjolk.is
dagar til jóla
2
Ketkrókur
kemur í kvöld
Allt fyrir
jólin!
20.–26. desember
Lokun Reykjanesbrautar, sem stafaði
meðal annars af snjókomu sem hófst
á föstudag, hafði áhrif á um 24 þús-
und farþega Icelandair; tengifarþega,
brottfarar- og komufarþega.
22 þúsund þeirra hafa fengið nýja
ferðaáætlun, að sögn Guðna Sigurðs-
sonar, upplýsingafulltrúa Icelandair.
Hann viðurkennir að flugfélagið
hafi átt erfitt með að svara fjölda
fyrirspurna sem hafa borist vegna
ástandsins, sem á sér engin fordæmi.
Reykjanesbraut var lokað á mánu-
daginn og úr varð að öllu flugi var af-
lýst. Aðspurður segir hann of snemmt
að segja til um hvort Icelandair
sækist eftir skaðabótum en farþegar
eiga rétt á einhverjum bótum vegna
raskana á áætlunum þeirra. Reynt
er að koma hlutunum í réttan farveg
að sögn Guðna og hefur aukamann-
skapur verið kallaður til.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og
viðskiptaráðherra, segir að veðrátta
á Íslandi verði alltaf áskorun en brýn-
ast sé að upplýsingamiðlun sé skýr og
fólk þjónustað. Fari það saman sé ekki
víst að orðsporsáhættan sé mikil. Hún
hafi verið í góðu sambandi við Samtök
ferðaþjónustunnar og samráðherra
sína í kjölfar málsins.
Arnar E. Ragnarsson, vaktstjóri hjá
Vegagerðinni, segist hafa séð atriði í
vinnubrögðum við snjómokstur í að-
draganda lokunar Reykjanesbraut-
ar sem hefði mátt bæta. Vegagerðin
er ekki með samninga við eigendur
vinnuvéla sem kveða á um að þeir
verði til staðar hvenær sem þess er
óskað.
lStórtjón fyrir flugfélög og farþegalÁ sér engin fordæmi
Áætlunum tugþúsunda
flugfarþega var raskað
Alltaf stór …» 2 og 18
Markmiðið var
ekki að vera valinn
bestur í Þýskalandi
„Ég setti mér ekki það markmið
fyrir tímabilið að vera valinn
bestur,“ sagði handbolta- og
landsliðsmaðurinn Ómar Ingi
Magnússon í Sonum Íslands,
vefþætti mbl.is sem framleiddur
er af Studio M.
Ómar Ingi, sem er 25 ára
gamall, gekk til liðs við Þýska-
landsmeistara Magdeburg
sumarið 2020 en hann var valinn
besti leikmaður deildarinnar á
síðustu leiktíð þegar Magdeburg
varð meistari.
„Mér finnst mikilvægara að
vinna með liðinu og ég held að það
segi meira um leikmenn,“ sagði
Ómar Ingi.
„Markmiðið fyrir tímabilið var
að vinna deildina og ef það átti
að ganga eftir þurfti ég að standa
mig vel þar sem hlutverk mitt í
liðinu er stórt,“ sagði Ómar Ingi
meðal annars. bjarnih@mbl.is» 12
Morgunblaðið/Hallur Már
Bestur Ómar Ingi Magnússon er á leið
á sitt sjötta stórmót með landsliðinu.
Píeta-samtökin héldu sína árlegu vetrarsól-
stöðugöngu í gærkvöldi til þess að minnast þeirra
sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Gangan var á
tveimur stöðum, Reykjavík og Akureyri. Gangan
hófst klukkan 20 við Skarfavita í Reykjavík og
Svalbarðsstrandarvita fyrir norðan. 300-400
manns tóku þátt í göngunni í ár. Við vitana var
kveikt á kertum og þau sem tóku þátt í göngunni
nutu samverunnar hvert með öðru. Þá skrifaði
fólk skilaboð um söknuð og ást á plötur sem sett-
ar höfðu verið upp á báðum vitunum. Þar verða
kveðjurnar yfir jól og áramót og standa undir
blikkandi ljósi til að minna hvern og einn á að
ástin er eilíf. Mikill kærleikur ríkti og var þetta
frábær samverustund að sögn viðstaddra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikill kærleikur í árlegri
sólstöðugöngu Píeta-samtakanna
Vilja friða umhverfi
Stjórnarráðsins
Á síðasta
fundi Al-
þingis fyrir
jól var lögð
fram tillaga
til þings-
ályktunar
um friðlýs-
ingu nærum-
hverfis
Stjórnarráðshússins við
Lækjartorg.
Átján alþingismenn úr fimm
flokkum flytja tillöguna og er
Birgir Þórarinsson, Sjálfstæð-
isflokki, 1. flutningsmaður.
Tillagan kemur væntanlega til
afgreiðslu á vorþinginu. Verði
hún samþykkt eru áform um við-
byggingu við Stjórnarráðið úr
sögunni en framkvæmdir við þá
byggingu eru ekki hafnar. »40
N
E
I
GRÍPANDI OG SÖGULEG
RITDÓMAR 64, 65, 68